Leita að fjórum skátum sem gætu mögulega leyst eina af mestu ráðgátum HM-sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2021 12:01 Geoff Hurst lætur hér vaða á markið en skömmu síðar skall boltinn í slánni og fór niður á línuna. Getty/Hulton Archive Það er meira en hálf öld frá því að Englendingar tryggðu sér sinn fyrsta og eina heimsmeistaratitil í knattspyrnu karla. Sigur liðsins á Þjóðverjum í úrslitaleiknum fyrir tæpum 55 árum hefur þó alltaf verið umdeildur þökk sé umdeildu atviki. Mark Geoff Hurst í úrslitaleik HM í Englandi 1966 er eitt umdeildasta mark knattspyrnusögunnar. Hann kom þá enska landsliðinu í 3-2 í framlengingu í 4-2 sigri á Vestur Þýskalandi á Wembley. Ástæðan fyrir því af hverju markið er svo umdeilt er að skot Hurst fór í slánna og niður á línuna. Það hefur aldrei verið sannað með myndum eða myndböndum hvort að boltinn hafi farið yfir marklínuna. Rússneski línuvörðurinn sagði hins vegar að boltinn hefði farið yfir marklínuna og Hurts innsiglaði síðan þrennu sína og sigur Englendinga með marki úr skyndisókn undir lokin. Football's longest running debate could finally by solved after new footage uncovered And you may be able to help... |@johncrossmirror https://t.co/iGwLNIZP48 pic.twitter.com/6BUwu7ISxh— Mirror Football (@MirrorFootball) March 4, 2021 Nú 55 ára árum síðar vonast menn til að fá einhver svör og það úr ólíklegri átt. Kvikmyndagerðarmenn í Nýja Sjálandi og Los Angeles hafa verið að skoða þau myndbönd sem eru til frá leiknum og þeir komust að einu stórmerkilegu. Þeir skoða efnið vegna gerð heimildarmyndarinnar Final Replay og beita nýjustu tækni til að upphefja gamalt myndefni. Á myndunum tóku þeir eftir fjórum skátum sem sátu við hlið þýska marksins og voru því í frábærri stöðu til að sjá það hvort að boltinn hafi farið yfir línuna eða ekki. Nú er hafin herferð til að reyna að hafa upp á þessum fjórum skátum. Þeir voru líklega táningar á þessum tíma og gætu verið í kringum sjötugt í dag. Skátahreyfingin er einnig að reyna að hjálpa til við að hafa upp á þeim. Einn af þeim sem er að leita af þeim er Geoff Hurst sjálfur en hann hefur auglýst eftir skátunum á samfélagsmiðlum. Skátarnir sátu mun nærri markinu en línuvörðurinn og myndavélarnar og áttu að geta hafa gott sjónarhorn á markið og um leið hvorum megin við marklínuna boltinn endaði. Þeir gætu því mögulega leyst eina af mestu ráðgátum HM-sögunnar. watch on YouTube HM 2022 í Katar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Mark Geoff Hurst í úrslitaleik HM í Englandi 1966 er eitt umdeildasta mark knattspyrnusögunnar. Hann kom þá enska landsliðinu í 3-2 í framlengingu í 4-2 sigri á Vestur Þýskalandi á Wembley. Ástæðan fyrir því af hverju markið er svo umdeilt er að skot Hurst fór í slánna og niður á línuna. Það hefur aldrei verið sannað með myndum eða myndböndum hvort að boltinn hafi farið yfir marklínuna. Rússneski línuvörðurinn sagði hins vegar að boltinn hefði farið yfir marklínuna og Hurts innsiglaði síðan þrennu sína og sigur Englendinga með marki úr skyndisókn undir lokin. Football's longest running debate could finally by solved after new footage uncovered And you may be able to help... |@johncrossmirror https://t.co/iGwLNIZP48 pic.twitter.com/6BUwu7ISxh— Mirror Football (@MirrorFootball) March 4, 2021 Nú 55 ára árum síðar vonast menn til að fá einhver svör og það úr ólíklegri átt. Kvikmyndagerðarmenn í Nýja Sjálandi og Los Angeles hafa verið að skoða þau myndbönd sem eru til frá leiknum og þeir komust að einu stórmerkilegu. Þeir skoða efnið vegna gerð heimildarmyndarinnar Final Replay og beita nýjustu tækni til að upphefja gamalt myndefni. Á myndunum tóku þeir eftir fjórum skátum sem sátu við hlið þýska marksins og voru því í frábærri stöðu til að sjá það hvort að boltinn hafi farið yfir línuna eða ekki. Nú er hafin herferð til að reyna að hafa upp á þessum fjórum skátum. Þeir voru líklega táningar á þessum tíma og gætu verið í kringum sjötugt í dag. Skátahreyfingin er einnig að reyna að hjálpa til við að hafa upp á þeim. Einn af þeim sem er að leita af þeim er Geoff Hurst sjálfur en hann hefur auglýst eftir skátunum á samfélagsmiðlum. Skátarnir sátu mun nærri markinu en línuvörðurinn og myndavélarnar og áttu að geta hafa gott sjónarhorn á markið og um leið hvorum megin við marklínuna boltinn endaði. Þeir gætu því mögulega leyst eina af mestu ráðgátum HM-sögunnar. watch on YouTube
HM 2022 í Katar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira