Komu upp varaafli fyrir fjarskipti í Grindavík Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2021 20:33 Varaaflstöð við húsnæði björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík í rafmagnsleysi föstudaginn 5. mars 2021. Landsbjörg Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur unnið með fleiri aðilum að því að koma varaafli á mikilvæga staði í bænum, þar á meðal fjarskiptainnviði, eftir að rafmagn fór af bænum um miðjan daginn. Rafmagn fór af öllum bænum klukkan 13:40 í dag. HS Veitur sögðu að rafmagn væri komið á helming bæjarins skömmu eftir klukkan sjö í kvöld en frekari fregnir hafa ekki borist af ástandi mála. Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að björgunarsveitin hafi verið kölluð út skömmu eftir að rafmagnið fór af bænum. Hún hafðist handa við að koma varafli á húsnæði björgunarsveitarinnar, sem hýsir meðal annars vettvangsstjórn og fulltrúa almannavarnardeildarinnar á svæðinu. Einnig var sjúkrabíllinn færður í húsnæði sveitarinnar. „Mikið átak hefur verið unnið í að efla varaafl á landinu eftir atburði undanfarinna fjórtán mánaða og hefur sérstök áhersla verið á að tryggja varaafl fyrir fjarskipainnviði. Því eru björgunarsveitir búnar að undirbúa þau verkefni vel og æfa reglulega, skamma stund tók að koma varafli á húsið og síðar var farið að vinna í því að tryggja varaafl fyrir mikilvæga fjarskiptainnviði á svæðinu í samstarfi við Neyðarlínuna,“ segir í tilkynningunni. Björgunarsveitarfólk kom einnig varaafli á dvalarheimili fyrir aldraða og verið er að undirbúa mögulega opnun fjöldahjálparstöðvar í Hópsskóla og hefur varafli einnig verið komið á skólann. Rafmagnsleysið kemur upp þegar grannt er enn fylgst með jarðskjálftavirkni í nágrenni Grindavíkur á Reykjanesskaga. Vísindaráð almannavarna útilokar ekki að eldgos gæti hafist á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis. Grindavík Fjarskipti Orkumál Tengdar fréttir Rafmagn komið á helming Grindavíkur Búið er að koma rafmagni á helming Grindavíkur og unnið er að því að koma því á í bænum öllum. Rafmagn fór af klukkan 13:40 og því hefur verið rafmagnslaust í helmingi bæjarins í um sex klukkustundir. 5. mars 2021 19:34 Enn rafmagnslaust í Grindavík Rafmagnslaust hefur nú verið í Grindavík í um fimm klukkustundir. Landsnet segist hafa komist fyrir bilun sem varð í tengivirki í Svartsengi en starfsmenn HS Veitna leita enn að orsökinni hjá sér. 5. mars 2021 18:12 Rafmagnslaust í Grindavík Rafmagnslaust hefur verið í Grindavík og nágrenni síðan klukkan 13:14 þegar leysti út spennir í tengivirkinu í Svartsengi. Landsnet leitar að orsök bilunar, segir í tilkynningu. 5. mars 2021 14:57 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Rafmagn fór af öllum bænum klukkan 13:40 í dag. HS Veitur sögðu að rafmagn væri komið á helming bæjarins skömmu eftir klukkan sjö í kvöld en frekari fregnir hafa ekki borist af ástandi mála. Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að björgunarsveitin hafi verið kölluð út skömmu eftir að rafmagnið fór af bænum. Hún hafðist handa við að koma varafli á húsnæði björgunarsveitarinnar, sem hýsir meðal annars vettvangsstjórn og fulltrúa almannavarnardeildarinnar á svæðinu. Einnig var sjúkrabíllinn færður í húsnæði sveitarinnar. „Mikið átak hefur verið unnið í að efla varaafl á landinu eftir atburði undanfarinna fjórtán mánaða og hefur sérstök áhersla verið á að tryggja varaafl fyrir fjarskipainnviði. Því eru björgunarsveitir búnar að undirbúa þau verkefni vel og æfa reglulega, skamma stund tók að koma varafli á húsið og síðar var farið að vinna í því að tryggja varaafl fyrir mikilvæga fjarskiptainnviði á svæðinu í samstarfi við Neyðarlínuna,“ segir í tilkynningunni. Björgunarsveitarfólk kom einnig varaafli á dvalarheimili fyrir aldraða og verið er að undirbúa mögulega opnun fjöldahjálparstöðvar í Hópsskóla og hefur varafli einnig verið komið á skólann. Rafmagnsleysið kemur upp þegar grannt er enn fylgst með jarðskjálftavirkni í nágrenni Grindavíkur á Reykjanesskaga. Vísindaráð almannavarna útilokar ekki að eldgos gæti hafist á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis.
Grindavík Fjarskipti Orkumál Tengdar fréttir Rafmagn komið á helming Grindavíkur Búið er að koma rafmagni á helming Grindavíkur og unnið er að því að koma því á í bænum öllum. Rafmagn fór af klukkan 13:40 og því hefur verið rafmagnslaust í helmingi bæjarins í um sex klukkustundir. 5. mars 2021 19:34 Enn rafmagnslaust í Grindavík Rafmagnslaust hefur nú verið í Grindavík í um fimm klukkustundir. Landsnet segist hafa komist fyrir bilun sem varð í tengivirki í Svartsengi en starfsmenn HS Veitna leita enn að orsökinni hjá sér. 5. mars 2021 18:12 Rafmagnslaust í Grindavík Rafmagnslaust hefur verið í Grindavík og nágrenni síðan klukkan 13:14 þegar leysti út spennir í tengivirkinu í Svartsengi. Landsnet leitar að orsök bilunar, segir í tilkynningu. 5. mars 2021 14:57 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Rafmagn komið á helming Grindavíkur Búið er að koma rafmagni á helming Grindavíkur og unnið er að því að koma því á í bænum öllum. Rafmagn fór af klukkan 13:40 og því hefur verið rafmagnslaust í helmingi bæjarins í um sex klukkustundir. 5. mars 2021 19:34
Enn rafmagnslaust í Grindavík Rafmagnslaust hefur nú verið í Grindavík í um fimm klukkustundir. Landsnet segist hafa komist fyrir bilun sem varð í tengivirki í Svartsengi en starfsmenn HS Veitna leita enn að orsökinni hjá sér. 5. mars 2021 18:12
Rafmagnslaust í Grindavík Rafmagnslaust hefur verið í Grindavík og nágrenni síðan klukkan 13:14 þegar leysti út spennir í tengivirkinu í Svartsengi. Landsnet leitar að orsök bilunar, segir í tilkynningu. 5. mars 2021 14:57