Áfram mikil skjálftavirkni: Sex skjálftar um og yfir þremur að stærð í nótt Eiður Þór Árnason skrifar 6. mars 2021 07:16 Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er nú aftur að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í átt til Grindavíkur og Bláa lónsins á fimmtudagskvöld. Vísir/vilhelm Rúmlega 800 jarðskjálftar hafa mælst frá því á miðnætti, sá stærsti að stærð 3,7 við Fagradalsfjall klukkan 4:11. Fimm aðrir skjálftar hafa mælst um eða yfir þremur að stærð frá miðnætti og hefur mesta virknin verið bundin við Fagradalsfjall. Skömmu fyrir miðnætti, klukkan 23:29, varð svo skjálfti að stærð 3,5 sem mældist sömuleiðis við Fagradalsfjall. Enginn órói hefur mælst á svæðinu en skjálftavirkni er áfram mikill. Alls mældust um 2.800 jarðskjálftar í gær og í heildina hafa rúmlega 22 þúsund skjálftar mælst síðan kröftug hrina hófst á Reykjanesskaga þann 24. febrúar. „Mesta virknin hefur haldið sig á svipuðu svæði og hún hefur verið og er bundin við Fagradalsfjall,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Virknin sé áfram nokkuð stöðug og hafi hvorki aukist né minnkað í nótt. Rúmlega hundrað skjálftar hafa bæst við frá því klukkan sex í morgun. Stærstu skjálftar frá miðnætti: Klukkan 02:32 að stærð 3,0 Klukkan 02:33 að stærð 3,1 Klukkan 02:33 að stærð 3,3 Klukkan 02:59 að stærð 3,0 Klukkan 03:12 að stærð 3,3 Klukkan 04:11 að stærð 3,7 Vísindaráð almannavarna gat út síðdegis í gær að engar vísbendingar væru um að kvika færist hratt nær yfirborði á Reykjanesskaga og telur vísindaráðið ekki miklar líkur á eldgosi á meðan það ástand varir. Jarðskjálfti upp á allt að 6,5 að stærð er talinn á meðal líklegustu sviðsmynda í jarðskjálftavirkninni á svæðinu. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í gær að nýjustu líkanreikningar bendi til að nánast lóðréttur kvikugangur liggi á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis. Líklegt sé að kvikan hafi náð upp á allt að tveggja kílómetra dýpi í jarðskorpunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Ný gögn staðfesta grunsemdir um að kvikan sé komin ansi nálægt yfirborði „Það sem þessir nýju líkanreikningar sýna okkur er að kvikan hefur náð ansi nálægt yfirborði í þessum kvikugangi og þetta er nánast lóðréttur kvikugangur sem liggur þarna á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis,“ segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Líklegt er að kvikan hafi náð upp á allt að tveggja kílómetra dýpi í jarðskorpunni. 5. mars 2021 16:59 „Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið” Skjálftavirknin á Reykjanesskaga sýnir að þetta er ekki búið, segir jarðeðlisfræðingur. Ekki eru merki um að gos séu að hefjast í dag en ómögulegt að spá fyrir um næstu daga. Um þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti. 5. mars 2021 11:36 Skjálftavirknin færst aftur að Fagradalsfjalli Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er nú aftur að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í átt til Grindavíkur og Bláa lónsins í gærkvöldi. 5. mars 2021 06:39 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Enginn órói hefur mælst á svæðinu en skjálftavirkni er áfram mikill. Alls mældust um 2.800 jarðskjálftar í gær og í heildina hafa rúmlega 22 þúsund skjálftar mælst síðan kröftug hrina hófst á Reykjanesskaga þann 24. febrúar. „Mesta virknin hefur haldið sig á svipuðu svæði og hún hefur verið og er bundin við Fagradalsfjall,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Virknin sé áfram nokkuð stöðug og hafi hvorki aukist né minnkað í nótt. Rúmlega hundrað skjálftar hafa bæst við frá því klukkan sex í morgun. Stærstu skjálftar frá miðnætti: Klukkan 02:32 að stærð 3,0 Klukkan 02:33 að stærð 3,1 Klukkan 02:33 að stærð 3,3 Klukkan 02:59 að stærð 3,0 Klukkan 03:12 að stærð 3,3 Klukkan 04:11 að stærð 3,7 Vísindaráð almannavarna gat út síðdegis í gær að engar vísbendingar væru um að kvika færist hratt nær yfirborði á Reykjanesskaga og telur vísindaráðið ekki miklar líkur á eldgosi á meðan það ástand varir. Jarðskjálfti upp á allt að 6,5 að stærð er talinn á meðal líklegustu sviðsmynda í jarðskjálftavirkninni á svæðinu. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í gær að nýjustu líkanreikningar bendi til að nánast lóðréttur kvikugangur liggi á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis. Líklegt sé að kvikan hafi náð upp á allt að tveggja kílómetra dýpi í jarðskorpunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Ný gögn staðfesta grunsemdir um að kvikan sé komin ansi nálægt yfirborði „Það sem þessir nýju líkanreikningar sýna okkur er að kvikan hefur náð ansi nálægt yfirborði í þessum kvikugangi og þetta er nánast lóðréttur kvikugangur sem liggur þarna á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis,“ segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Líklegt er að kvikan hafi náð upp á allt að tveggja kílómetra dýpi í jarðskorpunni. 5. mars 2021 16:59 „Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið” Skjálftavirknin á Reykjanesskaga sýnir að þetta er ekki búið, segir jarðeðlisfræðingur. Ekki eru merki um að gos séu að hefjast í dag en ómögulegt að spá fyrir um næstu daga. Um þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti. 5. mars 2021 11:36 Skjálftavirknin færst aftur að Fagradalsfjalli Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er nú aftur að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í átt til Grindavíkur og Bláa lónsins í gærkvöldi. 5. mars 2021 06:39 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Ný gögn staðfesta grunsemdir um að kvikan sé komin ansi nálægt yfirborði „Það sem þessir nýju líkanreikningar sýna okkur er að kvikan hefur náð ansi nálægt yfirborði í þessum kvikugangi og þetta er nánast lóðréttur kvikugangur sem liggur þarna á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis,“ segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Líklegt er að kvikan hafi náð upp á allt að tveggja kílómetra dýpi í jarðskorpunni. 5. mars 2021 16:59
„Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið” Skjálftavirknin á Reykjanesskaga sýnir að þetta er ekki búið, segir jarðeðlisfræðingur. Ekki eru merki um að gos séu að hefjast í dag en ómögulegt að spá fyrir um næstu daga. Um þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti. 5. mars 2021 11:36
Skjálftavirknin færst aftur að Fagradalsfjalli Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er nú aftur að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í átt til Grindavíkur og Bláa lónsins í gærkvöldi. 5. mars 2021 06:39