Mourinho segir að Gareth Bale sé nú búinn að græða sálfræðileg sár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2021 12:00 Það er létt yfir Gareth Bale þessa dagana enda farinn að sýna aftur hvað hann getur inn á fótboltavellinum. Getty/Clive Rose Gareth Bale hefur heldur betur minnt á sig í síðustu leikjum með Tottenham liðinu og var enn á ný á skotskónum í sigri á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær. Gareth Bale skoraði tvö mörk líkt og Harry Kane og með 4-1 sigri á Crystal Palace og fyrir vikið komst Tottenham upp í sjötta sætið og er nú aðeins tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti. Bale byrjaði ekki vel hjá Tottenham í haust og fékk oft lítið að spila en hefur nú skorað sex mörk og gefið þrjár stoðsendingar í síðustu sex leikjum með liðinu og er farinn að minna aftur á manninn sem Real Madrid borgaði metupphæð fyrir á sínum tíma. Jose Mourinho says Gareth Bale has recovered from the "psychological scars"...He's scored six goals in his past six games for Spurs, with another three assists!More #thfc #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) March 7, 2021 Þessir leikir hafa farið fram á aðeins sautján dögum en á þessum tíma hefur sálarlíf Bale lagast mikið ef marka má knattspyrnustjórann hans. „Ég fann sálfræðileg sár. Þegar þú ferð í gegnum nokkur meiðslahrjáð tímabil í röð þá snýst þetta ekki um sárin á vöðvunum heldur sárin á sálinni. Það kallar á ótta og óstöðugleika,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, eftir leikinn. #OJOALDATO - Bale ha marcado 6 goles y ha dado 3 asistencias en sus últimos 6 partidos con el Tottenham (disputados en 17 días). Es la misma cifra de goles y asistencias que consiguió en sus últimos 38 partidos oficiales con el Real Madrid (disputados a lo largo de 16 meses). pic.twitter.com/9tuAUckb28— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 7, 2021 „Það er tímapunktur þar sem allt gengur vel og allir í kringum þig eru að gefa allt sitt. Þá er stundin til að brjótast í gegnum þennan sálfræðimúr. Og hann komst í gegnum hann. Það var hann en ekki við. Við studdum bara við bakið á honum,“ sagði Mourinho. Gareth Bale skoraði líka tvö mörk í sigri á Burnley á dögunum og þá hefur hann skorað í síðustu tveimur leikjum Tottenham í Evrópudeildinni. Bale er alls með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 11 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Spurs front three in their last two home games:# 7 Son Heung-min: # 9 Gareth Bale: # Harry Kane: Serious firepower. pic.twitter.com/Bu2F4eICdh— Squawka Football (@Squawka) March 7, 2021 Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Sjá meira
Gareth Bale skoraði tvö mörk líkt og Harry Kane og með 4-1 sigri á Crystal Palace og fyrir vikið komst Tottenham upp í sjötta sætið og er nú aðeins tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti. Bale byrjaði ekki vel hjá Tottenham í haust og fékk oft lítið að spila en hefur nú skorað sex mörk og gefið þrjár stoðsendingar í síðustu sex leikjum með liðinu og er farinn að minna aftur á manninn sem Real Madrid borgaði metupphæð fyrir á sínum tíma. Jose Mourinho says Gareth Bale has recovered from the "psychological scars"...He's scored six goals in his past six games for Spurs, with another three assists!More #thfc #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) March 7, 2021 Þessir leikir hafa farið fram á aðeins sautján dögum en á þessum tíma hefur sálarlíf Bale lagast mikið ef marka má knattspyrnustjórann hans. „Ég fann sálfræðileg sár. Þegar þú ferð í gegnum nokkur meiðslahrjáð tímabil í röð þá snýst þetta ekki um sárin á vöðvunum heldur sárin á sálinni. Það kallar á ótta og óstöðugleika,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, eftir leikinn. #OJOALDATO - Bale ha marcado 6 goles y ha dado 3 asistencias en sus últimos 6 partidos con el Tottenham (disputados en 17 días). Es la misma cifra de goles y asistencias que consiguió en sus últimos 38 partidos oficiales con el Real Madrid (disputados a lo largo de 16 meses). pic.twitter.com/9tuAUckb28— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 7, 2021 „Það er tímapunktur þar sem allt gengur vel og allir í kringum þig eru að gefa allt sitt. Þá er stundin til að brjótast í gegnum þennan sálfræðimúr. Og hann komst í gegnum hann. Það var hann en ekki við. Við studdum bara við bakið á honum,“ sagði Mourinho. Gareth Bale skoraði líka tvö mörk í sigri á Burnley á dögunum og þá hefur hann skorað í síðustu tveimur leikjum Tottenham í Evrópudeildinni. Bale er alls með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 11 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Spurs front three in their last two home games:# 7 Son Heung-min: # 9 Gareth Bale: # Harry Kane: Serious firepower. pic.twitter.com/Bu2F4eICdh— Squawka Football (@Squawka) March 7, 2021
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Sjá meira