Skoðun

Ísland verður ís-land

Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar
  1. Getur Ísland orðið óbyggilegt á okkar líftíma?: Já.
  2. Hvert er stærsta hagsmunamálið þegar á öllu er á botninn hvolft?: Golfstraumurinn.

Ef, eða jafnvel þegar, Golfstraumurinn breytist er hætta á því að hitastigið falli hér um meira en 10 gráður samkvæmt nýlegri úttekt New York Times. Það er mjög mikið, en Ísland yrði þá eins og Svalbarði. Lífið, eins og við þekkjum það, væri þá lokið. Fasteignir okkar yrðu verðlitlar og jafnvel verðlausar, verðmæti okkar í krónum yrðu einnig verðlaus og fiskurinn færi.

Áhrifin yrðu einnig skelfileg annars staðar í heiminum, m.a. hækkun sjávarmáls í Bandaríkjunum, sterkari fellibyljir, nístingskuldi í Evrópu, og þurrkar í Afríku.

Lífstraumurinn í hættu

Nú eru sterkar vísbendingar að loftlagsbreytingar og bráðnun jökla séu einmitt að hafa áhrif á okkar kæra Golfstraum. Þótt Golfstraumurinn sé ekki að hverfa er hann farinn að hægjast og veikjast samkvæmt nýjum rannsóknum.

Og það er dauðans alvara fyrir okkur hér á Íslandi. Einungis sá möguleiki að straumurinn fari að haga sér öðruvísi ber að taka mjög alvarlega.

Við Íslendingar ættum því að huga miklu meira að hafinu í kringum okkur og ekki síst Golfstrauminum sem er bókstaflega lífæð okkar. Hann er lífæðin okkar, sannkallaður lífstraumur. Flest annað, sem við deilum um, getur beðið.

Höfundur er alþingismaður.




Skoðun

Sjá meira


×