Afhentu Svandísi ríflega fimm þúsund undirskriftir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. mars 2021 17:58 Heilbrigðisráðherra tók í dag við ríflega fimm þúsund undirskriftum frá hópnum Aðför að heilsu kvenna. Stofnandi hópsins segir bresti í þjónustu við greiningu á leghálssýnum hafa skapað vantraust. Hópurinn er vettvangur fólks sem hefur áhyggjur af öryggi skimana fyrir leghálskrabbameini vegna breytinga á þjónustunni. Þar var hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem flutningi á greiningu sýna til Danmerkur er mótmælt. „Þetta eru tæplega fimm þúsund og fimm hundruð undirskriftir sem við erum með. En í hópnum eru um þrettán þúsund manns sem hafa þannig ljáð þessi máli sína athygli og vægi,“ segir Erna Bjarnadóttir, stofnandi hópsins. Erna Bjarnadóttir, stofnandi hópsins Aðför að heilsu kvenna.Vísir/Einar Fagfélög á borð við Læknafélag Íslands, Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna hafa mótmælt flutningnum. Erna vísar í þessa gagnrýni og telur þjónustunni best borgið hér á landi. „Við teljum því miður að sá brestur sem hefur orðið í þjónustunni síðustu mánuði, að það þurfi að grípa til einhverra aðgerða til þess að endurheimta traust og tryggja að þetta sé gert með sem bestum hætti.“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tók við undirskriftunum í dag og fundaði síðan með fulltrúum hópsins. Aðspurð um næstu skref segir Svandís: „Staðan hefur breyst töluvert frá því að þessi undirskriftasöfnun hófst. Við höfum nú skrifað Landspítlanum og óskað eftir þeirra mati á því hvort spítalinn geti tekið við þessum rannsóknum sem hann gat ekki samkvæmt svari í ágúst. Þá vorum við á gatnamótum og ákváðum þá að leita til annarra aðila til þess að tryggja þetta öryggi. Þannig núna bíðum við og sjáum hvað kemur út úr því. En ég er í grunninn ekki sammála því að meginatriðið sé hvar þessar rannsóknir fara fram, heldur frekar að íslenskar konur eigi rétt á jafn miklu öryggi og konur í Evrópu,“ segir Svandís. Leiðrétting 9. mars 2021: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að embætti landlæknis væri á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt breytingar á fyrirkomulagi við greiningu á sýnum. Hið rétta er að embættið hefur ekki gert athugasemdir við breytt fyrirkomulag heldur unnið að því að framfylgja stefnu ráðherra. Í minnisblaði landlæknis um krabbameinsskimanir var lagt til að hafin yrði skimun með svokallaðri HPV-mælingu á sýkla og veirufræðideild Landspítalans. Varðandi framkvæmd frumurannsókna benti landlæknir á að tvö álit hefði borist frá fagráði og lagt var til að samráð yrði haft við forstjóra Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um hvar þeim rannsóknum yrði best fyrir komið. Alþingi Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Hópurinn er vettvangur fólks sem hefur áhyggjur af öryggi skimana fyrir leghálskrabbameini vegna breytinga á þjónustunni. Þar var hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem flutningi á greiningu sýna til Danmerkur er mótmælt. „Þetta eru tæplega fimm þúsund og fimm hundruð undirskriftir sem við erum með. En í hópnum eru um þrettán þúsund manns sem hafa þannig ljáð þessi máli sína athygli og vægi,“ segir Erna Bjarnadóttir, stofnandi hópsins. Erna Bjarnadóttir, stofnandi hópsins Aðför að heilsu kvenna.Vísir/Einar Fagfélög á borð við Læknafélag Íslands, Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna hafa mótmælt flutningnum. Erna vísar í þessa gagnrýni og telur þjónustunni best borgið hér á landi. „Við teljum því miður að sá brestur sem hefur orðið í þjónustunni síðustu mánuði, að það þurfi að grípa til einhverra aðgerða til þess að endurheimta traust og tryggja að þetta sé gert með sem bestum hætti.“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tók við undirskriftunum í dag og fundaði síðan með fulltrúum hópsins. Aðspurð um næstu skref segir Svandís: „Staðan hefur breyst töluvert frá því að þessi undirskriftasöfnun hófst. Við höfum nú skrifað Landspítlanum og óskað eftir þeirra mati á því hvort spítalinn geti tekið við þessum rannsóknum sem hann gat ekki samkvæmt svari í ágúst. Þá vorum við á gatnamótum og ákváðum þá að leita til annarra aðila til þess að tryggja þetta öryggi. Þannig núna bíðum við og sjáum hvað kemur út úr því. En ég er í grunninn ekki sammála því að meginatriðið sé hvar þessar rannsóknir fara fram, heldur frekar að íslenskar konur eigi rétt á jafn miklu öryggi og konur í Evrópu,“ segir Svandís. Leiðrétting 9. mars 2021: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að embætti landlæknis væri á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt breytingar á fyrirkomulagi við greiningu á sýnum. Hið rétta er að embættið hefur ekki gert athugasemdir við breytt fyrirkomulag heldur unnið að því að framfylgja stefnu ráðherra. Í minnisblaði landlæknis um krabbameinsskimanir var lagt til að hafin yrði skimun með svokallaðri HPV-mælingu á sýkla og veirufræðideild Landspítalans. Varðandi framkvæmd frumurannsókna benti landlæknir á að tvö álit hefði borist frá fagráði og lagt var til að samráð yrði haft við forstjóra Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um hvar þeim rannsóknum yrði best fyrir komið.
Alþingi Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira