Við skulum ekki skjóta okkur í fótinn Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 9. mars 2021 08:01 Á meðan raddir unga fólksins óma frá Loftslagsverkfallinu og flestir virðast vera að átta sig á stærð vandans sem við stöndum frammi fyrir vegna hamfarahlýnunar er líkt og margir setji annan fótinn inn um dyragættina án þess að stíga skrefið til fulls. Af hverju viljum við ekki að það hlýni? Það er staðreynd að eftir því sem við losum meira kolefni þá eykst hlýnun og það er slæmt. Hlýnunin er slæm af nokkrum ástæðum - m.a. sjáum við stöðugt vaxandi öfgar í veðri og sjórinn súrnar. Það hefur áhrif á framtíð okkar og lífríkisins alls. Þegar horft er á stóru myndina er ljóst að mikilvægast er að vernda lífríkið. Bæði vegna tilveruréttar lífríkisins og einnig vegna þess að við byggjum lífsviðurværi okkar á náttúrunni og fjölbreytileika hennar. Flestir þekkja IPCC, milliríkjaskýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, en færri þekkja IPBES, milliríkjaskýrslu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika og vistkerfi. Þróunin á þessum tveimur sviðum er samtvinnuð en samt lokar fólk oft augunum fyrir samhenginu. Sameinuðu þjóðirnar eru vanar að tileinka hvert ár einu málefni. Aftur á móti hefur allur áratugurinn 2011-2021 verið tileinkaður líffræðilegum fjölbreytileika, sem segir sitt um mikilvægi málefnisins. Náttúrufræðistofnun Íslands heldur utan um válista fugla, spendýra og æðplantna á Íslandi og segir frá stöðu þeirra í heiminum. Þar eru fjölmörg dýr og margar plöntur á válista! Þeirra á meðal eru lundinn og landselurinn, dýr sem bæði eru mörgum landsmönnum hjartfólgin. Við megum ekki gleyma því hvað er raunverulega í húfi þegar talað er um hnattræna hlýnun. Vistkerfin eru hringrásarkerfi lífs og náttúru og við erum partur af því hringrásarkerfi þrátt fyrir að við séum farin að upplifa okkur ansi aðskilin því. Forðumst því skyndilausnir á loftslagskrísunni sem koma niður á vistkerfum heimsins. Það leysir ekki vandamálið. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna og verðandi mastersnemi í leiðtogahæfni í náttúruvernd við háskólann í Cambridge. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að: Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Loftslagsmarkmið verði lögfest Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Þorgerður María Þorbjarnardóttir Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Á meðan raddir unga fólksins óma frá Loftslagsverkfallinu og flestir virðast vera að átta sig á stærð vandans sem við stöndum frammi fyrir vegna hamfarahlýnunar er líkt og margir setji annan fótinn inn um dyragættina án þess að stíga skrefið til fulls. Af hverju viljum við ekki að það hlýni? Það er staðreynd að eftir því sem við losum meira kolefni þá eykst hlýnun og það er slæmt. Hlýnunin er slæm af nokkrum ástæðum - m.a. sjáum við stöðugt vaxandi öfgar í veðri og sjórinn súrnar. Það hefur áhrif á framtíð okkar og lífríkisins alls. Þegar horft er á stóru myndina er ljóst að mikilvægast er að vernda lífríkið. Bæði vegna tilveruréttar lífríkisins og einnig vegna þess að við byggjum lífsviðurværi okkar á náttúrunni og fjölbreytileika hennar. Flestir þekkja IPCC, milliríkjaskýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, en færri þekkja IPBES, milliríkjaskýrslu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika og vistkerfi. Þróunin á þessum tveimur sviðum er samtvinnuð en samt lokar fólk oft augunum fyrir samhenginu. Sameinuðu þjóðirnar eru vanar að tileinka hvert ár einu málefni. Aftur á móti hefur allur áratugurinn 2011-2021 verið tileinkaður líffræðilegum fjölbreytileika, sem segir sitt um mikilvægi málefnisins. Náttúrufræðistofnun Íslands heldur utan um válista fugla, spendýra og æðplantna á Íslandi og segir frá stöðu þeirra í heiminum. Þar eru fjölmörg dýr og margar plöntur á válista! Þeirra á meðal eru lundinn og landselurinn, dýr sem bæði eru mörgum landsmönnum hjartfólgin. Við megum ekki gleyma því hvað er raunverulega í húfi þegar talað er um hnattræna hlýnun. Vistkerfin eru hringrásarkerfi lífs og náttúru og við erum partur af því hringrásarkerfi þrátt fyrir að við séum farin að upplifa okkur ansi aðskilin því. Forðumst því skyndilausnir á loftslagskrísunni sem koma niður á vistkerfum heimsins. Það leysir ekki vandamálið. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna og verðandi mastersnemi í leiðtogahæfni í náttúruvernd við háskólann í Cambridge. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að: Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Loftslagsmarkmið verði lögfest Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun