Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 9. mars 2021 06:17 Enn eru taldar á að það geti komið til eldgoss á því svæði þar sem jarðskjálftavirknin hefur verið hvað mest á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. Óróapúls er það sem Veðurstofan kallar litla vaxandi skjálfta með stuttu millibili. Óróinn er ekki eins kröftugur og sá sem mældist þann 3. mars að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings, á Veðurstofunni. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni, segir virknina líklega til marks um hraða stækkun kvikugangsins sem myndast hefur á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Elísabet segir engin merki sjást á vefmyndavélum um að kvika sé búin að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Þá séu skjálftarnir ekki stórir en þeir komi mjög þétt og hagi sér eins og órói. Enn eru því taldar líkur á að eldgos geti hafist á svæðinu. Kristín segir í samtali við fréttastofu að virknin í morgun sé sú kröftugasta sem sést hefur á svæðinu í tvo sólarhringa. Þetta er í þriðja sinn sem óróapúls mælist og lýsir Kristín skjálftunum þannig að um sé að ræða smáskjálfta sem renni saman í eina dálítið kröftuga hviðu. Óróinn nú sé heldur minni en sá sem mældist fyrst í síðustu viku en hafi varað heldur lengur en sá sem mældist um helgina. Hann hafi náð hámarki sínu um hálfsexleytið í morgun en síðan hefur dregið úr virkninni. „Þetta er mjög staðbundin virkni og ég held að við séum að læra það á þessu að þetta sé til marks um hraða stækkun gangsins. Þetta er kannski ekkert mikil stækkun, það er eins og það komi einhver vaxtarkippur. Þannig að virknin er mjög staðbundin við mitt Fagradalsfjallið,“ segir Kristín. Frá miðnætti hafa mælst um 700 skjálftar á Reykjanesskaga en þeir hafa ekki verið mjög stórir; einn til tveir þeirra hafa verið um þrír að stærð. Um kl. 5:20 í morgun jókst virknin við Fagradalsfjall, syðst í kvikuganginum. Óróahviða mældist um það leiti sem virknin...Posted by Veðurstofa Íslands on Tuesday, March 9, 2021 Fréttin var uppfærð klukkan 08:57. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Óróapúls er það sem Veðurstofan kallar litla vaxandi skjálfta með stuttu millibili. Óróinn er ekki eins kröftugur og sá sem mældist þann 3. mars að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings, á Veðurstofunni. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni, segir virknina líklega til marks um hraða stækkun kvikugangsins sem myndast hefur á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Elísabet segir engin merki sjást á vefmyndavélum um að kvika sé búin að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Þá séu skjálftarnir ekki stórir en þeir komi mjög þétt og hagi sér eins og órói. Enn eru því taldar líkur á að eldgos geti hafist á svæðinu. Kristín segir í samtali við fréttastofu að virknin í morgun sé sú kröftugasta sem sést hefur á svæðinu í tvo sólarhringa. Þetta er í þriðja sinn sem óróapúls mælist og lýsir Kristín skjálftunum þannig að um sé að ræða smáskjálfta sem renni saman í eina dálítið kröftuga hviðu. Óróinn nú sé heldur minni en sá sem mældist fyrst í síðustu viku en hafi varað heldur lengur en sá sem mældist um helgina. Hann hafi náð hámarki sínu um hálfsexleytið í morgun en síðan hefur dregið úr virkninni. „Þetta er mjög staðbundin virkni og ég held að við séum að læra það á þessu að þetta sé til marks um hraða stækkun gangsins. Þetta er kannski ekkert mikil stækkun, það er eins og það komi einhver vaxtarkippur. Þannig að virknin er mjög staðbundin við mitt Fagradalsfjallið,“ segir Kristín. Frá miðnætti hafa mælst um 700 skjálftar á Reykjanesskaga en þeir hafa ekki verið mjög stórir; einn til tveir þeirra hafa verið um þrír að stærð. Um kl. 5:20 í morgun jókst virknin við Fagradalsfjall, syðst í kvikuganginum. Óróahviða mældist um það leiti sem virknin...Posted by Veðurstofa Íslands on Tuesday, March 9, 2021 Fréttin var uppfærð klukkan 08:57.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent