Enginn mætti á blaðamannafund stjóra Porto eftir leikinn gegn Juventus Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2021 16:30 Sérgio Conceicao fagnar eftir leik Porto og Juventus í gær. getty/Jonathan Moscrop Framlengja þurfti leik Juventus og Porto í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Blaðamannafundur knattspyrnustjóra Porto, Sérgio Conceicao, tók hins vegar enga stund. Bókstaflega. Juventus vann leikinn í Tórínó í gær, 3-2, en Porto komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Portúgalska liðið vann fyrri leikinn á Drekavöllum, 2-1. Afrek Porto er stórt og mikið en liðið var manni færri í leiknum í gær frá því í upphafi seinni hálfleiks þegar íranski framherjinn Mehdi Taremi fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að dómarinn var búinn að flauta. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-1, Juventus í vil, og því þurfti að framlengja. Þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni jafnaði Sérgio Oliveira með skoti beint úr aukaspyrnu. Adrien Rabiot kom yfir skömmu síðar en nær komust ítölsku meistararnir ekki. Conceicao fagnaði vel og innilega með sínum mönnum eftir leikinn. Þegar hann var búinn að ná sér niður þurfti hann að mæta á blaðamannafund. Þangað mætti hins vegar enginn blaðamaður. Þegar blaðafulltrúinn spurði hvort einhverjar spurningar biðu Conceicaos tók við nokkuð vandræðaleg þögn. Skömmu síðar var blaðamannafundinum lokið án þess að Conceicao þyrfti að svara nokkurri einustu spurningu eftir sennilega stærstu stundina á þjálfaraferli sínum. Klippa: Stuttur blaðamannafundur stjóra Porto Conceicao tók við Porto 2017 og hefur gert liðið að portúgölskum meisturum í tvígang. Á síðasta tímabili vann Porto bæði deild og bikar heima fyrir. Ljóst er að Porto endurtekur ekki leikinn í ár en liðið er úr leik í bikarkeppninni og er tíu stigum á eftir toppliði Sporting í portúgölsku úrvalsdeildinni. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina í Tórínó, mistök Ronaldos og VAR-fíaskóið í Dortmund Ekki vantaði dramatíkina í leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Níu mörk voru skoruð í þeim, eitt rautt spjald fór á loft og myndbandsdómgæslan kom mikið við sögu. 10. mars 2021 09:00 Sagði ófyrirgefanlegt að Ronaldo hafi verið hræddur við boltann Cristiano Ronaldo var harðlega gagnrýndur fyrir tilburði sína í öðru marki Porto gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær. Fabio Capello sagði að varnarleikur Ronaldos hafi verið ófyrirgefanlegur. 10. mars 2021 08:02 Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ Sjá meira
Juventus vann leikinn í Tórínó í gær, 3-2, en Porto komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Portúgalska liðið vann fyrri leikinn á Drekavöllum, 2-1. Afrek Porto er stórt og mikið en liðið var manni færri í leiknum í gær frá því í upphafi seinni hálfleiks þegar íranski framherjinn Mehdi Taremi fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að dómarinn var búinn að flauta. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-1, Juventus í vil, og því þurfti að framlengja. Þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni jafnaði Sérgio Oliveira með skoti beint úr aukaspyrnu. Adrien Rabiot kom yfir skömmu síðar en nær komust ítölsku meistararnir ekki. Conceicao fagnaði vel og innilega með sínum mönnum eftir leikinn. Þegar hann var búinn að ná sér niður þurfti hann að mæta á blaðamannafund. Þangað mætti hins vegar enginn blaðamaður. Þegar blaðafulltrúinn spurði hvort einhverjar spurningar biðu Conceicaos tók við nokkuð vandræðaleg þögn. Skömmu síðar var blaðamannafundinum lokið án þess að Conceicao þyrfti að svara nokkurri einustu spurningu eftir sennilega stærstu stundina á þjálfaraferli sínum. Klippa: Stuttur blaðamannafundur stjóra Porto Conceicao tók við Porto 2017 og hefur gert liðið að portúgölskum meisturum í tvígang. Á síðasta tímabili vann Porto bæði deild og bikar heima fyrir. Ljóst er að Porto endurtekur ekki leikinn í ár en liðið er úr leik í bikarkeppninni og er tíu stigum á eftir toppliði Sporting í portúgölsku úrvalsdeildinni. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina í Tórínó, mistök Ronaldos og VAR-fíaskóið í Dortmund Ekki vantaði dramatíkina í leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Níu mörk voru skoruð í þeim, eitt rautt spjald fór á loft og myndbandsdómgæslan kom mikið við sögu. 10. mars 2021 09:00 Sagði ófyrirgefanlegt að Ronaldo hafi verið hræddur við boltann Cristiano Ronaldo var harðlega gagnrýndur fyrir tilburði sína í öðru marki Porto gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær. Fabio Capello sagði að varnarleikur Ronaldos hafi verið ófyrirgefanlegur. 10. mars 2021 08:02 Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ Sjá meira
Sjáðu dramatíkina í Tórínó, mistök Ronaldos og VAR-fíaskóið í Dortmund Ekki vantaði dramatíkina í leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Níu mörk voru skoruð í þeim, eitt rautt spjald fór á loft og myndbandsdómgæslan kom mikið við sögu. 10. mars 2021 09:00
Sagði ófyrirgefanlegt að Ronaldo hafi verið hræddur við boltann Cristiano Ronaldo var harðlega gagnrýndur fyrir tilburði sína í öðru marki Porto gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær. Fabio Capello sagði að varnarleikur Ronaldos hafi verið ófyrirgefanlegur. 10. mars 2021 08:02
Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45