The Players hefst í dag: „Skrýtið að eiga enn titil að verja“ Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2021 14:01 Rory McIlroy vann The Players síðast þegar mótið var klárað, árið 2019. Getty/Kevin C. Cox Bestu kylfingar heims eru mættir til Flórída þar sem stærsta golfmót ársins hingað til, The Players meistaramótið, hefst í dag. Rory McIlroy hefur titil að verja, líkt og í fyrra. McIlroy vann The Players árið 2019 í fyrsta sinn. Þar sem að Tiger Woods er á sjúkrahúsi eftir bílslys hefur enginn keppenda í ár unnið mótið oftar en einu sinni, og nær ómögulegt virðist að spá fyrir um sigurvegara að þessu sinni. Efsti maður heimslistans, Dustin Johnson, er þó sigurstranglegastur hjá veðbönkum en fast á hæla hans koma Jon Rahm, Bryson Dechambeau, Justin Thomas og McIlroy. Kylfingar náðu aðeins að leika einn hring í fyrra áður en mótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. McIlroy lék þann hring á 72 höggum, eða á pari TPC Sawgrass vallarins, og var því kannski ekki eins svekktur og sumir aðrir yfir því að mótinu væri slitið. Rýr uppskera eftir að faraldurinn hófst „Ég held að mér líði aðeins betur með það en Hideki [Matsuyama, sem lék á 63 höggum],“ sagði McIlroy í vikunni. „Ef að mér leið illa fyrir hönd einhvers í fyrra þá var það Hideki. Þetta var augljóslega magnaður fyrsti hringur. Ég fékk fugla á síðustu þremur holunum og náði pari, svo það hefði getað verið verra,“ sagði McIlroy. „Það er frekar skrýtið að eiga enn titil að verja eftir að hafa ekki unnið í tvö ár. En það er gott að vera kominn aftur og vonandi get ég byrjað betur en í fyrra. Náð að spila á 60 og eitthvað höggum, vera ekki of langt frá efsta manni og byggja ofan á það,“ sagði McIlroy. McIlroy hefur ekki unnið mót síðan á HSBC mótinu í Kína ári 2019. Frá því að keppni hófst að nýju í júní í fyrra, eftir hlé vegna faraldursins, hefur McIlroy spilað á 19 mótum en aðeins tvisvar endað í hópi fimm efstu. Bein útsending frá The Players hefst kl. 17 í dag á Stöð 2 Golf. Mótið verður spilað næstu fjóra daga og verður í beinni útsendingu á stöðinni. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Tengdar fréttir Tiger á batavegi og lét McIlroy heyra það á sjúkrabeðinu Tiger Woods er á batavegi eftir bílslysið í síðasta mánuði og gæti farið af spítalanum og heim til sín á næstu dögum. 11. mars 2021 09:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
McIlroy vann The Players árið 2019 í fyrsta sinn. Þar sem að Tiger Woods er á sjúkrahúsi eftir bílslys hefur enginn keppenda í ár unnið mótið oftar en einu sinni, og nær ómögulegt virðist að spá fyrir um sigurvegara að þessu sinni. Efsti maður heimslistans, Dustin Johnson, er þó sigurstranglegastur hjá veðbönkum en fast á hæla hans koma Jon Rahm, Bryson Dechambeau, Justin Thomas og McIlroy. Kylfingar náðu aðeins að leika einn hring í fyrra áður en mótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. McIlroy lék þann hring á 72 höggum, eða á pari TPC Sawgrass vallarins, og var því kannski ekki eins svekktur og sumir aðrir yfir því að mótinu væri slitið. Rýr uppskera eftir að faraldurinn hófst „Ég held að mér líði aðeins betur með það en Hideki [Matsuyama, sem lék á 63 höggum],“ sagði McIlroy í vikunni. „Ef að mér leið illa fyrir hönd einhvers í fyrra þá var það Hideki. Þetta var augljóslega magnaður fyrsti hringur. Ég fékk fugla á síðustu þremur holunum og náði pari, svo það hefði getað verið verra,“ sagði McIlroy. „Það er frekar skrýtið að eiga enn titil að verja eftir að hafa ekki unnið í tvö ár. En það er gott að vera kominn aftur og vonandi get ég byrjað betur en í fyrra. Náð að spila á 60 og eitthvað höggum, vera ekki of langt frá efsta manni og byggja ofan á það,“ sagði McIlroy. McIlroy hefur ekki unnið mót síðan á HSBC mótinu í Kína ári 2019. Frá því að keppni hófst að nýju í júní í fyrra, eftir hlé vegna faraldursins, hefur McIlroy spilað á 19 mótum en aðeins tvisvar endað í hópi fimm efstu. Bein útsending frá The Players hefst kl. 17 í dag á Stöð 2 Golf. Mótið verður spilað næstu fjóra daga og verður í beinni útsendingu á stöðinni. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Tengdar fréttir Tiger á batavegi og lét McIlroy heyra það á sjúkrabeðinu Tiger Woods er á batavegi eftir bílslysið í síðasta mánuði og gæti farið af spítalanum og heim til sín á næstu dögum. 11. mars 2021 09:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tiger á batavegi og lét McIlroy heyra það á sjúkrabeðinu Tiger Woods er á batavegi eftir bílslysið í síðasta mánuði og gæti farið af spítalanum og heim til sín á næstu dögum. 11. mars 2021 09:30