Danir hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2021 09:58 Bóluefni AstraZenica er eitt þeirra bóluefna sem hafa verið notuð í fjöldabólusetningunum hér á landi. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. Frá þessu segir á vef Danska ríkisútvarpsins. Þar er vísað í tilkynningu frá Dönsku heilbrigðisstofnuninni (d. Sundhedsstyrelsen). Tilkynningar hafi borist um „alvarleg tilfelli blóðtappa“ hjá fólki sem hafi verið bólusett gegn Covid-19 með bóluefni AstraZeneca. Ein tilkynningin snýr að dauðsfalli. Því hafi verið beint til þeirra sem halda utan um bólusetningar í landinu að hætta notkun bóluefnis AstraZeneca tímabundið. Lyfjastofnun landsins muni nú ráðast í gerð nýs mats á efninu. Ekki léttvæg ákvörðun Søren Brostrøm, forstjóri Dönsku heilbrigðisstofnunarinnar, segir það ekki léttvæga ákvörðun að stöðva notkunina á umræddu efni. Danir standi nú í umfangsmestu bólusetningunum í sögu landsins og því sé þörf á öllu því bóluefni sem til boða stendur. En þar sem verið sé að bólusetja svo marga verði að bregðast við þegar tilkynningar um aukaverkanir sem þessar berist. Brostrøm segur þörf á nýju mati áður en hægt sé að hefja notkun á bóluefni AstraZeneca á ný. Brostrøm segir að þeir sem hafi nú þegar fengið fyrri sprautuna af bóluefni AstraZeneca þurfi að bíða eftir seinni sprautunni. Búið sé að aflýsa bólusetningartíma hjá öllum þeim sem áttu að fá bóluefni AstraZeneca, en áfram verði bólusett með öðrum þeim bóluefnum sem í boði eru. Í frétt EuroNews segir að notkun bóluefnis AstraZeneca hafi einnig verið stöðvuð í Austurríki, Lúxemborg, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Danmörk Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
Frá þessu segir á vef Danska ríkisútvarpsins. Þar er vísað í tilkynningu frá Dönsku heilbrigðisstofnuninni (d. Sundhedsstyrelsen). Tilkynningar hafi borist um „alvarleg tilfelli blóðtappa“ hjá fólki sem hafi verið bólusett gegn Covid-19 með bóluefni AstraZeneca. Ein tilkynningin snýr að dauðsfalli. Því hafi verið beint til þeirra sem halda utan um bólusetningar í landinu að hætta notkun bóluefnis AstraZeneca tímabundið. Lyfjastofnun landsins muni nú ráðast í gerð nýs mats á efninu. Ekki léttvæg ákvörðun Søren Brostrøm, forstjóri Dönsku heilbrigðisstofnunarinnar, segir það ekki léttvæga ákvörðun að stöðva notkunina á umræddu efni. Danir standi nú í umfangsmestu bólusetningunum í sögu landsins og því sé þörf á öllu því bóluefni sem til boða stendur. En þar sem verið sé að bólusetja svo marga verði að bregðast við þegar tilkynningar um aukaverkanir sem þessar berist. Brostrøm segur þörf á nýju mati áður en hægt sé að hefja notkun á bóluefni AstraZeneca á ný. Brostrøm segir að þeir sem hafi nú þegar fengið fyrri sprautuna af bóluefni AstraZeneca þurfi að bíða eftir seinni sprautunni. Búið sé að aflýsa bólusetningartíma hjá öllum þeim sem áttu að fá bóluefni AstraZeneca, en áfram verði bólusett með öðrum þeim bóluefnum sem í boði eru. Í frétt EuroNews segir að notkun bóluefnis AstraZeneca hafi einnig verið stöðvuð í Austurríki, Lúxemborg, Eistlandi, Lettlandi og Litháen.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Danmörk Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira