Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 77-87 | Fyrsti sigur Vals á KR á þessari öld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2021 22:50 Jordan Roland skoraði fjörutíu stig í DHL-höllinni. vísir/hulda margrét Valur gerði góða ferð í DHL-höllina og vann KR, 77-87, í 14. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Valsmanna á KR-ingum í nákvæmlega 22 ár. Síðasti sigurinn kom í lokaumferð efstu deildar í Hagaskóla 11. mars 1999. Þetta var fyrsti leikur gömlu KR-ingana Jóns Arnórs Stefánssonar og Kristófers Acox í DHL-höllinni eftir vistaskiptin til Vals. Þetta var einnig fyrsti leikur Finns Freys Stefánssonar sem þjálfara Vals á sínum gamla heimavelli. Jordan Roland átti magnaðan leik fyrir Val og skoraði fjörutíu stig. Matthías Orri Sigurðarson og Brandon Nazione skoruðu fimmtán stig hvor fyrir KR. Leikurinn var gríðarlega jafn lengst af en Valur náði smá áhlaupi í lok 3. leikhluta. Valsmenn nýttu sér svo meðbyrinn í upphafi þess fjórða, skoruðu fyrstu þrettán stig hans og náðu forskoti sem þeir létu ekki af hendi. Valur er í 7. sæti deildarinnar með tólf stig en KR í 4. sætinu með átján stig. KR-ingar hafa tapað fimm af sjö heimaleikjum sínum í vetur. Roland fór hamförum í fyrri hálfleik þegar hann skoraði 24 af 42 stigum Vals og hitti úr tíu af þrettán skotum sínum. Á meðan dreifðist stigaskorið betur hjá KR. Átta KR-ingar skoruðu í fyrri hálfleik, enginn meira en níu stig. Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn en aldrei munaði meira en sex stigum á liðunum. Staðan að honum loknum var 43-42, KR í vil. Mikið var skorað í 1. leikhluta, samtals fimmtíu stig, en í 2. leikhluta voru varnirnar þéttari. KR hitti vel fyrir utan þriggja stiga línuna (44 prósent) en Valur var með sjötíu prósent skotnýtingu inni í teig. Valur var yfir eftir 3. leikhluta, 64-66, eftir að hafa skorað fimm síðustu stig hans. Valsmenn skoruðu svo fyrstu þrettán stig 4. leikhluta og náðu sínu mesta forskoti í leiknum, 64-82. Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, var verulega ósáttur við dómgæsluna á þessum kafla og rekinn út úr húsi eftir að hafa fengið tvær tæknivillur með örskömmu millibili. Valsvörnin var gríðarlega öflug í 4. leikhluta og KR-ingar skoruðu ekki sína fyrstu körfu í honum fyrr en eftir rúmar fimm mínútur. Valsmenn spiluðu virkilega á lokakafla leiksins og endurkoma KR-inga var aldrei í kortunum. Valur vann á endanum tíu stiga sigur, 77-87. Hjálmar Stefánsson í baráttu um sóknarfrákast. Hann spilaði frábæra vörn í kvöld.vísir/hulda margrét Af hverju vann Valur? Valsmenn spiluðu frábæra vörn í seinni hálfleik þar sem þeir fengu aðeins á sig 34 stig. Þá voru þeir með besta sóknarmanninn á vellinum í kvöld í Roland. KR-ingar hittu betur fyrir utan (42 prósent gegn 34 prósentum) en Valsmenn nýttu 26 af fjörutíu skotum sínum inni í teig (65 prósent). Hverjir stóðu upp úr? Roland bar þyngstu byrðarnar í sóknarleik Vals og gerði það frábærlega. Hann skoraði fjörutíu stig og var með frábæra skotnýtingu (66 prósent). Jón Arnór og Kristófer léku vel og Miguel Cardoso vann sig vel inn í leikinn og gaf tíu stoðsendingar, flestar allra á vellinum. Hjálmar Stefánsson skilaði bara þremur framlagsstigum en spilaði frábæra vörn á Ty Sabin, stigahæsta leikmann deildarinnar. Nazione og Matthías Orri stóðu upp úr í liði KR. Þeir skoruðu sitt hvor fimmtán stigin og Nazione tók auk þess átta fráköst og Matthías Orri skilaði sjö stoðsendingum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur KR var afar dapur í 4. leikhluta eins og áður sagði og liðið var ekki með lausnir á sterkum varnarleik Vals. Gestirnir héldu bakvörðum KR niðri, sérstaklega Sabin sem skoraði aðeins fjórtán stig og tók bara ellefu skot. Zarko Jukic gerði svo afar lítið á þeim tæpu átján mínútum sem hann spilaði. Hann lauk leik með þrjú stig, heilt frákast og tvær stoðsendingar. Hvað gerist næst? Næstu leikir beggja liða eru ekki fyrr en eftir viku. Þá fara á KR-ingar á Egilsstaði og mæta þar Hattarmönnum. Á meðan fær Val Tindastól í heimsókn. Jón Arnór: Mikill fiðringur í maganum Jón Arnór Stefánsson skoraði tólf stig.vísir/hulda margrét Jón Arnór Stefánsson sagði tilfinninguna að spila á heimavelli KR í búningi Vals sérstaka en hann naut leiksins til hins ítrasta. „Þetta var svolítið skrítin tilfinning. Ég neita því ekki. Mikið af tilfinningum að koma hingað, keyra þessa leið sem maður hefur farið svo oft áður. Sjá þessi andlit og heyra KR-lagið. Ég stóð mig að því að syngja með Bubba í upphitun,“ sagði Jón Arnór eftir leikinn. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt, mikill fiðringur í maganum og gaman að spila svona leik, hvað þá á móti félaginu þar sem maður ólst upp. Þetta var mjög skemmtilegur dagur í alla staði.“ Liðin héldu í hendur allt þar til í upphafi 4. leikhluta þegar Valsmenn náðu góðu áhlaupi. „Þetta var stál í stál bróðurpartinn af leiknum en einhvern veginn var tilfinningin eins og við værum með þá,“ sagði Jón Arnór. „Þegar þetta small leið okkur eins og við værum með þá þar sem við vildum. Við vorum vel undirbúnir fyrir leikinn, vorum með gott plan og framkvæmdum það vel. Þetta var frábær leikur og mjög mikilvægur sigur fyrir okkur.“ Jordan Roland hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Vals og skoraði fjörutíu stig í kvöld. „Þetta er það sem okkur hefur vantað, að fá skorara sem breytir öllu fyrir okkur, tekur meiri pressu af liðinu og opnar möguleika fyrir marga aðra. Hann dregur athyglina að sér og þá þurfum við hinir að vera klárir að setja skotin ofan í,“ sagði Jón Arnór. „Vonandi verður bara gott jafnvægi þarna á milli. Þetta var eiginlega frábær leikur frá öllum í kvöld. Jordan var framúrskarandi og allir lögðu í púkkið. Það var frábær liðsheild sem skóp þennan sigur.“ Hörður: Fannst línan svolítið skrítin Hörður Unnsteinsson tók við þjálfarakeflinu hjá KR í 4. leikhluta.vísir/hulda margrét Hörður Unnsteinsson, aðstoðarþjálfari KR, fékk það verkefni að stýra liðinu síðustu mínúturnar gegn Val eftir að Darra Frey Atlasyni var hent út úr húsi. Hann sagði að KR-ingar hefðu ekki spilað nógu vel í leiknum, sérstaklega sóknarmegin. „Við vorum ekki nógu góðir í kvöld og töpuðum leiknum nokkuð verðskuldað. Við hefðum getað gert miklu betur í sókninni en við gerðum og lögðum upp með.“ Darri fékk tvær tæknivillur með stuttu millibili í 4. leikhluta fyrir kröftug mótmæli. „Hann fékk fyrst tæknivillu frá öðrum dómaranum fyrir mótmæli og svo kom hinn bara beint í kjölfarið og fleygði á hann annarri tæknivillu. Þetta voru bara tvær tæknivillur í röð,“ sagði Hörður. KR-ingar voru ekki sáttir með dómgæsluna í leiknum en Hörður sagði að hún hefði ekki ráðið úrslitum í kvöld. „Mér fannst línan svolítið skrítin, ef ég á að segja alveg eins og er. En við getum ekki kennt því um tapið í kvöld. Við töpuðum þessu alveg sjálfir og verðum að gera betur, sérstaklega í sókninni,“ sagði Hörður að lokum. Finnur Freyr: Vörnin var frábær Finnur Freyr Stefánsson sótti sigur á sinn gamla heimavöll.vísir/hulda margrét Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sagði að sterk vörn hefði skilað sigrinum á KR í kvöld. „Við vorum grimmir í vörninni allan tímann. Þeir gerðu vel í að búa til skot í byrjun en svo náðum við að hægja á þeim. Ég er virkilega ánægður með varnarframmistöðuna í dag,“ sagði Finnur eftir leikinn. Leikurinn var gríðarlega jafn en fyrstu þrjá leikhlutana munaði aldrei meira en sex stigum á liðunum. Valsmenn enduðu 3. leikhlutann betur, skoruðu svo fyrstu þrettán stig hans og náði forskoti sem þeir létu ekki af hendi. „Á tímabili var þetta bara spurning hvort liðið myndi ná að setja nokkrar körfur í röð og binda saman stopp og körfur. Við gerðum vel, fráköstuðum betur en við höfum verið að gera og vörnin var traustari í alla staði,“ sagði Finnur. „Ég er virkilega stoltur af frammistöðunni. Það kom stundum upp smá misskilningur og smá óðagot á okkur í sókninni en vörnin var frábær.“ Dominos-deild karla KR Valur
Valur gerði góða ferð í DHL-höllina og vann KR, 77-87, í 14. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Valsmanna á KR-ingum í nákvæmlega 22 ár. Síðasti sigurinn kom í lokaumferð efstu deildar í Hagaskóla 11. mars 1999. Þetta var fyrsti leikur gömlu KR-ingana Jóns Arnórs Stefánssonar og Kristófers Acox í DHL-höllinni eftir vistaskiptin til Vals. Þetta var einnig fyrsti leikur Finns Freys Stefánssonar sem þjálfara Vals á sínum gamla heimavelli. Jordan Roland átti magnaðan leik fyrir Val og skoraði fjörutíu stig. Matthías Orri Sigurðarson og Brandon Nazione skoruðu fimmtán stig hvor fyrir KR. Leikurinn var gríðarlega jafn lengst af en Valur náði smá áhlaupi í lok 3. leikhluta. Valsmenn nýttu sér svo meðbyrinn í upphafi þess fjórða, skoruðu fyrstu þrettán stig hans og náðu forskoti sem þeir létu ekki af hendi. Valur er í 7. sæti deildarinnar með tólf stig en KR í 4. sætinu með átján stig. KR-ingar hafa tapað fimm af sjö heimaleikjum sínum í vetur. Roland fór hamförum í fyrri hálfleik þegar hann skoraði 24 af 42 stigum Vals og hitti úr tíu af þrettán skotum sínum. Á meðan dreifðist stigaskorið betur hjá KR. Átta KR-ingar skoruðu í fyrri hálfleik, enginn meira en níu stig. Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn en aldrei munaði meira en sex stigum á liðunum. Staðan að honum loknum var 43-42, KR í vil. Mikið var skorað í 1. leikhluta, samtals fimmtíu stig, en í 2. leikhluta voru varnirnar þéttari. KR hitti vel fyrir utan þriggja stiga línuna (44 prósent) en Valur var með sjötíu prósent skotnýtingu inni í teig. Valur var yfir eftir 3. leikhluta, 64-66, eftir að hafa skorað fimm síðustu stig hans. Valsmenn skoruðu svo fyrstu þrettán stig 4. leikhluta og náðu sínu mesta forskoti í leiknum, 64-82. Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, var verulega ósáttur við dómgæsluna á þessum kafla og rekinn út úr húsi eftir að hafa fengið tvær tæknivillur með örskömmu millibili. Valsvörnin var gríðarlega öflug í 4. leikhluta og KR-ingar skoruðu ekki sína fyrstu körfu í honum fyrr en eftir rúmar fimm mínútur. Valsmenn spiluðu virkilega á lokakafla leiksins og endurkoma KR-inga var aldrei í kortunum. Valur vann á endanum tíu stiga sigur, 77-87. Hjálmar Stefánsson í baráttu um sóknarfrákast. Hann spilaði frábæra vörn í kvöld.vísir/hulda margrét Af hverju vann Valur? Valsmenn spiluðu frábæra vörn í seinni hálfleik þar sem þeir fengu aðeins á sig 34 stig. Þá voru þeir með besta sóknarmanninn á vellinum í kvöld í Roland. KR-ingar hittu betur fyrir utan (42 prósent gegn 34 prósentum) en Valsmenn nýttu 26 af fjörutíu skotum sínum inni í teig (65 prósent). Hverjir stóðu upp úr? Roland bar þyngstu byrðarnar í sóknarleik Vals og gerði það frábærlega. Hann skoraði fjörutíu stig og var með frábæra skotnýtingu (66 prósent). Jón Arnór og Kristófer léku vel og Miguel Cardoso vann sig vel inn í leikinn og gaf tíu stoðsendingar, flestar allra á vellinum. Hjálmar Stefánsson skilaði bara þremur framlagsstigum en spilaði frábæra vörn á Ty Sabin, stigahæsta leikmann deildarinnar. Nazione og Matthías Orri stóðu upp úr í liði KR. Þeir skoruðu sitt hvor fimmtán stigin og Nazione tók auk þess átta fráköst og Matthías Orri skilaði sjö stoðsendingum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur KR var afar dapur í 4. leikhluta eins og áður sagði og liðið var ekki með lausnir á sterkum varnarleik Vals. Gestirnir héldu bakvörðum KR niðri, sérstaklega Sabin sem skoraði aðeins fjórtán stig og tók bara ellefu skot. Zarko Jukic gerði svo afar lítið á þeim tæpu átján mínútum sem hann spilaði. Hann lauk leik með þrjú stig, heilt frákast og tvær stoðsendingar. Hvað gerist næst? Næstu leikir beggja liða eru ekki fyrr en eftir viku. Þá fara á KR-ingar á Egilsstaði og mæta þar Hattarmönnum. Á meðan fær Val Tindastól í heimsókn. Jón Arnór: Mikill fiðringur í maganum Jón Arnór Stefánsson skoraði tólf stig.vísir/hulda margrét Jón Arnór Stefánsson sagði tilfinninguna að spila á heimavelli KR í búningi Vals sérstaka en hann naut leiksins til hins ítrasta. „Þetta var svolítið skrítin tilfinning. Ég neita því ekki. Mikið af tilfinningum að koma hingað, keyra þessa leið sem maður hefur farið svo oft áður. Sjá þessi andlit og heyra KR-lagið. Ég stóð mig að því að syngja með Bubba í upphitun,“ sagði Jón Arnór eftir leikinn. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt, mikill fiðringur í maganum og gaman að spila svona leik, hvað þá á móti félaginu þar sem maður ólst upp. Þetta var mjög skemmtilegur dagur í alla staði.“ Liðin héldu í hendur allt þar til í upphafi 4. leikhluta þegar Valsmenn náðu góðu áhlaupi. „Þetta var stál í stál bróðurpartinn af leiknum en einhvern veginn var tilfinningin eins og við værum með þá,“ sagði Jón Arnór. „Þegar þetta small leið okkur eins og við værum með þá þar sem við vildum. Við vorum vel undirbúnir fyrir leikinn, vorum með gott plan og framkvæmdum það vel. Þetta var frábær leikur og mjög mikilvægur sigur fyrir okkur.“ Jordan Roland hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Vals og skoraði fjörutíu stig í kvöld. „Þetta er það sem okkur hefur vantað, að fá skorara sem breytir öllu fyrir okkur, tekur meiri pressu af liðinu og opnar möguleika fyrir marga aðra. Hann dregur athyglina að sér og þá þurfum við hinir að vera klárir að setja skotin ofan í,“ sagði Jón Arnór. „Vonandi verður bara gott jafnvægi þarna á milli. Þetta var eiginlega frábær leikur frá öllum í kvöld. Jordan var framúrskarandi og allir lögðu í púkkið. Það var frábær liðsheild sem skóp þennan sigur.“ Hörður: Fannst línan svolítið skrítin Hörður Unnsteinsson tók við þjálfarakeflinu hjá KR í 4. leikhluta.vísir/hulda margrét Hörður Unnsteinsson, aðstoðarþjálfari KR, fékk það verkefni að stýra liðinu síðustu mínúturnar gegn Val eftir að Darra Frey Atlasyni var hent út úr húsi. Hann sagði að KR-ingar hefðu ekki spilað nógu vel í leiknum, sérstaklega sóknarmegin. „Við vorum ekki nógu góðir í kvöld og töpuðum leiknum nokkuð verðskuldað. Við hefðum getað gert miklu betur í sókninni en við gerðum og lögðum upp með.“ Darri fékk tvær tæknivillur með stuttu millibili í 4. leikhluta fyrir kröftug mótmæli. „Hann fékk fyrst tæknivillu frá öðrum dómaranum fyrir mótmæli og svo kom hinn bara beint í kjölfarið og fleygði á hann annarri tæknivillu. Þetta voru bara tvær tæknivillur í röð,“ sagði Hörður. KR-ingar voru ekki sáttir með dómgæsluna í leiknum en Hörður sagði að hún hefði ekki ráðið úrslitum í kvöld. „Mér fannst línan svolítið skrítin, ef ég á að segja alveg eins og er. En við getum ekki kennt því um tapið í kvöld. Við töpuðum þessu alveg sjálfir og verðum að gera betur, sérstaklega í sókninni,“ sagði Hörður að lokum. Finnur Freyr: Vörnin var frábær Finnur Freyr Stefánsson sótti sigur á sinn gamla heimavöll.vísir/hulda margrét Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sagði að sterk vörn hefði skilað sigrinum á KR í kvöld. „Við vorum grimmir í vörninni allan tímann. Þeir gerðu vel í að búa til skot í byrjun en svo náðum við að hægja á þeim. Ég er virkilega ánægður með varnarframmistöðuna í dag,“ sagði Finnur eftir leikinn. Leikurinn var gríðarlega jafn en fyrstu þrjá leikhlutana munaði aldrei meira en sex stigum á liðunum. Valsmenn enduðu 3. leikhlutann betur, skoruðu svo fyrstu þrettán stig hans og náði forskoti sem þeir létu ekki af hendi. „Á tímabili var þetta bara spurning hvort liðið myndi ná að setja nokkrar körfur í röð og binda saman stopp og körfur. Við gerðum vel, fráköstuðum betur en við höfum verið að gera og vörnin var traustari í alla staði,“ sagði Finnur. „Ég er virkilega stoltur af frammistöðunni. Það kom stundum upp smá misskilningur og smá óðagot á okkur í sókninni en vörnin var frábær.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum