Framlag Hvítrússa í Júróvisjón vekur reiði mótmælenda Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2021 14:12 TIl stendur að halda söngvakeppnina í Rotterdam í Hollandi í maí. Spurning er hvort að Hvíta-Rússland fái að senda fulltrúa þangað. Vísir/EPA Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi andmælir nú harðlega ákvörðun ríkisútvarps landsins um að velja hljómsveit sem hefur hæðst að mótmælum gegn Alexander Lúkasjenka, forseta, sem framlag sitt til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Órói hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi frá forsetakosningunum í ágúst sem stjórnarandstæðingar fullyrða að hafi verið sviksamlegar. Lúkasjenka lýsti sjálfan sig sigurvegara en hann hefur ríkt í meira en aldarfjórðung. Mannréttindasamtök segja að ríkisstjórn Lúkasjenka hafi látið handtaka fleiri en 33.000 manns í aðgerðum gegn stjórnarandstæðingum. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna varaði við „neyðarástandi í mannréttindamálum“ í Hvíta-Rússlandi í síðasta mánuði. Val hvítrússneska ríkisútvarpsins á laginu „Ég skal kenna þér“ í söngvakeppnina í ár hefur síst orðið til að lægja öldurnar. Hljómsveitin Galasy ZMesta, sem gæti útlagst sem „Rödd skynseminnar“, hefur ítrekað gert lítið úr mótmælunum og leiðtogum þeirra í lögum sínum. Í laginu sem varð fyrir valinu í keppnina má meðal annars finna textabrotið „Ég skal kenna þér að hlýða“. Lagið virðist ekki fá mikinn hljómgrunn á meðal aðdáenda keppninnar. Þegar þessi orð eru skrifuð hafa um 7.300 manns líkað við lagið en 47.000 mislíkað það á opinberri Youtube-síðu keppninnar. Á meðal þeirra óánægðu er Angelica Agurbash sem keppti fyrir hönd Hvíta-Rússlands í keppninni árið 2005. „Þetta hefur hvítrússnesku þjóðina að háð og spotti og allt þar sem hefur gerst í landinu. Það væri rangt að taka á móti fulltrúa blóðþyrstrar stjórnar Lúkasjenka,“ segir Agurbash við Reuters-fréttastofuna. Evrópusamtök útvarpsstöðva (EBU), sem standa fyrir söngvakeppninni, segja Reuters að farið sé yfir öll lög sem eru send til keppni til að ganga úr skugga um að þau samrýmist reglum keppninnar. Henni verði ekki breytt í pólitískt tól. Karin Karlsbro, sænskur Evrópuþingmaður, hefur þegar kallað eftir því að Hvíta-Rússland verði útilokað frá söngvakeppninni. Ríkisútvarpsstöðin sé ekkert annað en áróðursvél fyrir einræðisstjórn Lúkasjenka og hann persónulega. Uppfært 15:10 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var myndband við lagið af Youtube-rás keppninnar í Hvíta-Rússlandi. Svo virðist sem að myndbandið hafi síðan verið fjarlægt eða lokað fyrir aðgang að því. Hvíta-Rússland Eurovision Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Órói hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi frá forsetakosningunum í ágúst sem stjórnarandstæðingar fullyrða að hafi verið sviksamlegar. Lúkasjenka lýsti sjálfan sig sigurvegara en hann hefur ríkt í meira en aldarfjórðung. Mannréttindasamtök segja að ríkisstjórn Lúkasjenka hafi látið handtaka fleiri en 33.000 manns í aðgerðum gegn stjórnarandstæðingum. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna varaði við „neyðarástandi í mannréttindamálum“ í Hvíta-Rússlandi í síðasta mánuði. Val hvítrússneska ríkisútvarpsins á laginu „Ég skal kenna þér“ í söngvakeppnina í ár hefur síst orðið til að lægja öldurnar. Hljómsveitin Galasy ZMesta, sem gæti útlagst sem „Rödd skynseminnar“, hefur ítrekað gert lítið úr mótmælunum og leiðtogum þeirra í lögum sínum. Í laginu sem varð fyrir valinu í keppnina má meðal annars finna textabrotið „Ég skal kenna þér að hlýða“. Lagið virðist ekki fá mikinn hljómgrunn á meðal aðdáenda keppninnar. Þegar þessi orð eru skrifuð hafa um 7.300 manns líkað við lagið en 47.000 mislíkað það á opinberri Youtube-síðu keppninnar. Á meðal þeirra óánægðu er Angelica Agurbash sem keppti fyrir hönd Hvíta-Rússlands í keppninni árið 2005. „Þetta hefur hvítrússnesku þjóðina að háð og spotti og allt þar sem hefur gerst í landinu. Það væri rangt að taka á móti fulltrúa blóðþyrstrar stjórnar Lúkasjenka,“ segir Agurbash við Reuters-fréttastofuna. Evrópusamtök útvarpsstöðva (EBU), sem standa fyrir söngvakeppninni, segja Reuters að farið sé yfir öll lög sem eru send til keppni til að ganga úr skugga um að þau samrýmist reglum keppninnar. Henni verði ekki breytt í pólitískt tól. Karin Karlsbro, sænskur Evrópuþingmaður, hefur þegar kallað eftir því að Hvíta-Rússland verði útilokað frá söngvakeppninni. Ríkisútvarpsstöðin sé ekkert annað en áróðursvél fyrir einræðisstjórn Lúkasjenka og hann persónulega. Uppfært 15:10 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var myndband við lagið af Youtube-rás keppninnar í Hvíta-Rússlandi. Svo virðist sem að myndbandið hafi síðan verið fjarlægt eða lokað fyrir aðgang að því.
Hvíta-Rússland Eurovision Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira