Innlent

Snarpur morgunskjálfti 5,0 að stærð

Atli Ísleifsson skrifar
Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga síðustu vikurnar.
Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga síðustu vikurnar. Vísir/Vilhelm

Snarpur skjálfti fannst á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu um 7:43 í morgun. Skjálftinn var 5,0 að stærð við Fagradalsfjall.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að hann hafi fundist víða á suðvestanverðu landinu, austur á Hvolsvöll og upp í Borgarfjörð. 

Fyrri í morgun var sagt frá því að alls hafi um 750 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá því á miðnætti í nótt. Þar af hefðu fimmtán skjálftar verið yfir þremur að stærð og sá stærsti fjórir að stærð.

Fréttin hefur verið uppfærð. 


Tengdar fréttir

Fimmtán skjálftar yfir þremur í nótt

Alls hafa um 750 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá því á miðnætti í nótt. Þar af hafa fimmtán skjálftar verið yfir þremur að stærð og sá stærsti fjórir að stærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×