Topp­liðið af­greiddi Ful­ham í upp­hafi síðari hálf­leiks

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Agüero skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni í tæpa 14 mánuði í kvöld.
Agüero skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni í tæpa 14 mánuði í kvöld. EPA-EFE/Adam Davy

Það vakti athygli að hvorki Kevin De Bruyne né İlkay Gündoğan voru í byrjunarliði Manchester City í kvöld. Ekki nóg með heldur voru Raheem Sterling, Phil Foden og Riyad Mahrez allir einnig á bekknum.

Það virtist hafa áhrif á City-liðið því eins og áður sagði var staðan markalaus í hálfleik. Pep Guardiola var þó ekkert að stressa sig og beið með skiptingar fram í síðari hálfleik. Það borgaði sig heldur betur því John Stones kom City yfir strax í upphafi síðari hálfleiks eftir sendingu João Cancelo.

Gabriel Jesus skoraði skömmu síðar eftir skelfileg mistök í öftustu línu hjá Fulham og þegar aðeins fimmtán mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fengu gestirnir vítaspyrnu.

Á punktinn steig Argentínumaður að nafni Sergio Agüero og skoraði hann af öryggi. Hans fyrsta mark í úrvalsdeildinni síðan í janúar 2020. Staðan orðin 3-0 og enn hálftími eftir.

Gestirnir slökuðu á klónni eftir það og sigldu þægilegum 3-0 sigir í hús. Manchester City er sem fyrr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, nú með 71 stig eða 17 stigum meira en Manchester United sem á þó tvo leiki til góða.

Fulham er í bullandi fallbaráttu í 18. sæti með 26 stig, líkt og Brighton & Hove Albion sem er þó með betri markatölu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira