Ekki ósennilegt að kvika sé nær yfirborði en fyrr í vikunni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. mars 2021 18:40 Líklegasta svæðið þar sem eldgos gæti brotist út er við Nátthaga milli Borgarfjalls og Langahryggs. vísir/vilhelm Ekki er ósennilegt að kvika sé nær yfirborði en fyrr í vikunni við Fagradalsfjall, þegar hún var á um eins kílómetra dýpi að mati hópstjóra náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Vonast sé eftir að gervitunglamynd muni varpa skýrari mynd á það um helgina. Líklegasta svæðið þar sem eldgos gæti brotist upp á yfirborðið er syðst í Fagradalsfjalli við Nátthaga milli Borgarfjalls og Langahryggs. Sterkir jarðskjálftar hafa orðið þar á svæðinu síðan á miðnætti, sá stærsti þeirra 5,0M skömmu fyrir klukkan átta í morgun og fannst hann allt austur á Hvolsvöll og upp í Borgarfjörð. Á fjórða tug þúsunda skjálfta hafa mælst frá því hrinan hófst í lok febrúar. Nátthagi er á milli Borgarfjalls og Langahryggs við syðsta enda Fagradalsfjalls.Vísir/HÞ Vísindaráð almannavarna fundaði um stöðuna í hádeginu í dag þar sem farið var yfir þróun virkninnar á svæðinu síðustu daga og þær breytingar sem hafa orðið. Verði gos á þessum slóðum þarf ekki stórt gos til þess að hraun mundi renna yfir Suðurstrandaveg. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár segir að í sögulegu samhengi sé ekki líklegt að kvikugangurinn nái út í sjó. Þannig að það eru ekki líkur á því að það kæmi til öskugos á þessu svæði ef að gosið kæmi upp í sjó? „Ég ætla ekki að segja að það séu engar líkur en þær eru litlar,“ segir Kristín. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands.Vísir/Vilhelm Skjálftavirknin í morgun hefur verið kröftug sem merki að kvikuflæði sé til staðar í kvikuganginum. „Og hann er að reyna að búa til pláss og við það þá verða skjálftar en svo sjáum við það síðasta sólarhringinn að þá virðist hann ekki hafa færst framar og er stopp í Nátthaga,“ segir Kristín. Kristín sagði fyrr í vikunni að kvikan væri á um eins kílómetra dýpt von er á nýrri greiningu um helgina. „Það koma vonandi gervitunglamyndir um helgina þar sem við getum vonandi áttað okkur betur á því en við erum ekki að sjá nein skýr merki um það í skjálftunum og það er erfitt að átta sig á því í þeim mælingum sem við erum með akkúrat núna en mér finnst það ekkert ósennilegt,“ segir Kristín. Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að skipa sérstakan hóp ráðuneytisstjóra sem er ætlað að eiga í nánu samráði við viðeigandi stofnanir til að undirbúa áætlun til að vernda mikilvæga innviði á borð við vatnsból, orkukerfi og fjarskiptakerfi. Mikilvægt sé að hefja þessa vinnu strax þótt ekkert eldgos sé hafið. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Vísir/Stöð 2 „Það eru bara til varasjóðir og við munum alltaf standa með öllu því sem þarf að gera til þess að tryggja eins og hægt er bæði öryggi fólks og innviða,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ólíklegt að sprungan nái til sjávar með tilheyrandi öskugosi Ólíklegt er að gossprunga sem opnast suður af Fagradalsfjalli nái til sjávar ef horft er til gossögunnar og jarðfræðirannsókna á svæðinu. Eins og staðan er núna er því ósennilegt að það gjósi neðansjávar með tilheyrandi öskugosi, að sögn vísindaráðs almannavarna. 12. mars 2021 14:47 Eldgos í sjó möguleiki Ekkert lát er á snörpum jarðskjálftum á Reykjanesskaga þrátt fyrir að þeim hafi fækkað síðustu daga. Á þriðja tug jarðskjálfta stærri en þrír hafa mælst frá miðnætti. Sú sviðsmynd er til skoðunar að eldgos gæti orðið í sjó. 12. mars 2021 11:57 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Líklegasta svæðið þar sem eldgos gæti brotist upp á yfirborðið er syðst í Fagradalsfjalli við Nátthaga milli Borgarfjalls og Langahryggs. Sterkir jarðskjálftar hafa orðið þar á svæðinu síðan á miðnætti, sá stærsti þeirra 5,0M skömmu fyrir klukkan átta í morgun og fannst hann allt austur á Hvolsvöll og upp í Borgarfjörð. Á fjórða tug þúsunda skjálfta hafa mælst frá því hrinan hófst í lok febrúar. Nátthagi er á milli Borgarfjalls og Langahryggs við syðsta enda Fagradalsfjalls.Vísir/HÞ Vísindaráð almannavarna fundaði um stöðuna í hádeginu í dag þar sem farið var yfir þróun virkninnar á svæðinu síðustu daga og þær breytingar sem hafa orðið. Verði gos á þessum slóðum þarf ekki stórt gos til þess að hraun mundi renna yfir Suðurstrandaveg. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár segir að í sögulegu samhengi sé ekki líklegt að kvikugangurinn nái út í sjó. Þannig að það eru ekki líkur á því að það kæmi til öskugos á þessu svæði ef að gosið kæmi upp í sjó? „Ég ætla ekki að segja að það séu engar líkur en þær eru litlar,“ segir Kristín. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands.Vísir/Vilhelm Skjálftavirknin í morgun hefur verið kröftug sem merki að kvikuflæði sé til staðar í kvikuganginum. „Og hann er að reyna að búa til pláss og við það þá verða skjálftar en svo sjáum við það síðasta sólarhringinn að þá virðist hann ekki hafa færst framar og er stopp í Nátthaga,“ segir Kristín. Kristín sagði fyrr í vikunni að kvikan væri á um eins kílómetra dýpt von er á nýrri greiningu um helgina. „Það koma vonandi gervitunglamyndir um helgina þar sem við getum vonandi áttað okkur betur á því en við erum ekki að sjá nein skýr merki um það í skjálftunum og það er erfitt að átta sig á því í þeim mælingum sem við erum með akkúrat núna en mér finnst það ekkert ósennilegt,“ segir Kristín. Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að skipa sérstakan hóp ráðuneytisstjóra sem er ætlað að eiga í nánu samráði við viðeigandi stofnanir til að undirbúa áætlun til að vernda mikilvæga innviði á borð við vatnsból, orkukerfi og fjarskiptakerfi. Mikilvægt sé að hefja þessa vinnu strax þótt ekkert eldgos sé hafið. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Vísir/Stöð 2 „Það eru bara til varasjóðir og við munum alltaf standa með öllu því sem þarf að gera til þess að tryggja eins og hægt er bæði öryggi fólks og innviða,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ólíklegt að sprungan nái til sjávar með tilheyrandi öskugosi Ólíklegt er að gossprunga sem opnast suður af Fagradalsfjalli nái til sjávar ef horft er til gossögunnar og jarðfræðirannsókna á svæðinu. Eins og staðan er núna er því ósennilegt að það gjósi neðansjávar með tilheyrandi öskugosi, að sögn vísindaráðs almannavarna. 12. mars 2021 14:47 Eldgos í sjó möguleiki Ekkert lát er á snörpum jarðskjálftum á Reykjanesskaga þrátt fyrir að þeim hafi fækkað síðustu daga. Á þriðja tug jarðskjálfta stærri en þrír hafa mælst frá miðnætti. Sú sviðsmynd er til skoðunar að eldgos gæti orðið í sjó. 12. mars 2021 11:57 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Ólíklegt að sprungan nái til sjávar með tilheyrandi öskugosi Ólíklegt er að gossprunga sem opnast suður af Fagradalsfjalli nái til sjávar ef horft er til gossögunnar og jarðfræðirannsókna á svæðinu. Eins og staðan er núna er því ósennilegt að það gjósi neðansjávar með tilheyrandi öskugosi, að sögn vísindaráðs almannavarna. 12. mars 2021 14:47
Eldgos í sjó möguleiki Ekkert lát er á snörpum jarðskjálftum á Reykjanesskaga þrátt fyrir að þeim hafi fækkað síðustu daga. Á þriðja tug jarðskjálfta stærri en þrír hafa mælst frá miðnætti. Sú sviðsmynd er til skoðunar að eldgos gæti orðið í sjó. 12. mars 2021 11:57