Fjölskylda Floyd fær 27 milljónir dollara frá Minneapolis í miskabætur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2021 20:33 Fjöldi fólks hefur minnst George Floyd á staðnum þar sem hann var myrtur. Vísir/Getty Fjölskylda George Floyd hefur samið við Minneapolis borg um að láta kæru sína á hendur borginni niður falla gegn 27 milljóna dollara, eða um 3.484 milljóna íslenskra króna, miskabótum. Dauði Floyd, óvopnaðs blökkumanns, varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi sem gekk yfir Bandaríkin og barst víða um lönd í fyrra. Floyd lést þegar lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í um níu mínútur þrátt fyrir að Floyd reyndi ítrekað að segja að hann „næði ekki andanum.“ Borgarstjórn Minneapolis samþykkti einhljóða kröfu fjölskyldu Floyd um bæturnar og greindi talskona borgarinnar frá því í dag að borgarstjórinn muni sjálfur staðfesta málamiðlunina. Um er að ræða eina stærstu sáttagreiðslu sem samið hefur verið um í máli sem varðar misbeitingu lögreglu á valdi sínu. Tilkynnt var um sættirnar nú í kvöld, eða um miðjan dag í Minneapolis, en á sama tíma sat Derek Chauvin, hvítur fyrrverandi lögreglumaður sem kraup á hálsi Floyds, í dómssal þar sem verið var að velja kviðdómendur fyrir málaferli hans. Chauvin hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu, morð af þriðju gráðu og manndráp af annarri gráðu vegna dauða Floyds. Fjölskylda Floyds stefndi Minneapolis borg í júlí fyrir einkamáladómstól og sagði að lögregla borgarinnar hafi brotið á réttindum Floyds og vanrækt skyldu sína til að þjálfa lögreglumenn í notkun skotvopna. Þá hafi borgin gerst sek um að reka ekki þá starfsmenn sem brytu starfsreglur. „Þessi sætti eru nauðsynlegt skref fyrir okkur öll til þess að fá einhvers konar sálarró,“ sagði Rodney Floyd, bróðir George Floyd, í yfirlýsingu í dag. „Arfleifð Georgs verður alltaf viðhorf hans um að hlutirnir verði betri og við vonumst til þess að þessi sætti leiði til þess – að þau geri hlutina aðeins betri í Minneapolis og verði leiðarljós samfélaga um allt land.“ Sáttagreiðslan er ekki sú fyrsta sem borgir hafa samið um við fjölskyldur fórnarlamba sem hafa dáið af völdum lögregluofbeldis. Til að mynda samdi Louisville borg við fjölskyldu Breonna Taylor um 12 milljóna dollara sáttagreiðslu í september síðastliðnum en Taylor, svört konar, lést eftir að lögreglumenn skutu hana margoft í íbúð hennar í mars í fyrra. Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Bæta við ákæru á hendur lögreglumanninum vegna dauða Floyd Dómari í Minneapolis samþykkti að bæta við ákæru á hendur Derek Chauvin, lögreglumanni, sem er sakaður um að hafa orðið George Floyd að bana í fyrra. Chauvin er nú einnig ákærður fyrir manndráp án ásetnings og telja sérfræðingar það auka líkurnar á að hann verði sakfelldur. 11. mars 2021 15:41 Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu. 9. mars 2021 10:25 Réttarhöld yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd að hefjast Taugar eru þandar í Minneapolis í Bandaríkjunum vegna réttarhalda yfir lögreglumanni sem varð George Floyd að bana sem hefjast í þessari viku. Byrjað verður að velja kviðdómendur í málinu í dag en upphaf réttarhaldanna gæti enn frestast. 8. mars 2021 12:30 Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Dauði Floyd, óvopnaðs blökkumanns, varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi sem gekk yfir Bandaríkin og barst víða um lönd í fyrra. Floyd lést þegar lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í um níu mínútur þrátt fyrir að Floyd reyndi ítrekað að segja að hann „næði ekki andanum.“ Borgarstjórn Minneapolis samþykkti einhljóða kröfu fjölskyldu Floyd um bæturnar og greindi talskona borgarinnar frá því í dag að borgarstjórinn muni sjálfur staðfesta málamiðlunina. Um er að ræða eina stærstu sáttagreiðslu sem samið hefur verið um í máli sem varðar misbeitingu lögreglu á valdi sínu. Tilkynnt var um sættirnar nú í kvöld, eða um miðjan dag í Minneapolis, en á sama tíma sat Derek Chauvin, hvítur fyrrverandi lögreglumaður sem kraup á hálsi Floyds, í dómssal þar sem verið var að velja kviðdómendur fyrir málaferli hans. Chauvin hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu, morð af þriðju gráðu og manndráp af annarri gráðu vegna dauða Floyds. Fjölskylda Floyds stefndi Minneapolis borg í júlí fyrir einkamáladómstól og sagði að lögregla borgarinnar hafi brotið á réttindum Floyds og vanrækt skyldu sína til að þjálfa lögreglumenn í notkun skotvopna. Þá hafi borgin gerst sek um að reka ekki þá starfsmenn sem brytu starfsreglur. „Þessi sætti eru nauðsynlegt skref fyrir okkur öll til þess að fá einhvers konar sálarró,“ sagði Rodney Floyd, bróðir George Floyd, í yfirlýsingu í dag. „Arfleifð Georgs verður alltaf viðhorf hans um að hlutirnir verði betri og við vonumst til þess að þessi sætti leiði til þess – að þau geri hlutina aðeins betri í Minneapolis og verði leiðarljós samfélaga um allt land.“ Sáttagreiðslan er ekki sú fyrsta sem borgir hafa samið um við fjölskyldur fórnarlamba sem hafa dáið af völdum lögregluofbeldis. Til að mynda samdi Louisville borg við fjölskyldu Breonna Taylor um 12 milljóna dollara sáttagreiðslu í september síðastliðnum en Taylor, svört konar, lést eftir að lögreglumenn skutu hana margoft í íbúð hennar í mars í fyrra.
Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Bæta við ákæru á hendur lögreglumanninum vegna dauða Floyd Dómari í Minneapolis samþykkti að bæta við ákæru á hendur Derek Chauvin, lögreglumanni, sem er sakaður um að hafa orðið George Floyd að bana í fyrra. Chauvin er nú einnig ákærður fyrir manndráp án ásetnings og telja sérfræðingar það auka líkurnar á að hann verði sakfelldur. 11. mars 2021 15:41 Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu. 9. mars 2021 10:25 Réttarhöld yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd að hefjast Taugar eru þandar í Minneapolis í Bandaríkjunum vegna réttarhalda yfir lögreglumanni sem varð George Floyd að bana sem hefjast í þessari viku. Byrjað verður að velja kviðdómendur í málinu í dag en upphaf réttarhaldanna gæti enn frestast. 8. mars 2021 12:30 Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Bæta við ákæru á hendur lögreglumanninum vegna dauða Floyd Dómari í Minneapolis samþykkti að bæta við ákæru á hendur Derek Chauvin, lögreglumanni, sem er sakaður um að hafa orðið George Floyd að bana í fyrra. Chauvin er nú einnig ákærður fyrir manndráp án ásetnings og telja sérfræðingar það auka líkurnar á að hann verði sakfelldur. 11. mars 2021 15:41
Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu. 9. mars 2021 10:25
Réttarhöld yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd að hefjast Taugar eru þandar í Minneapolis í Bandaríkjunum vegna réttarhalda yfir lögreglumanni sem varð George Floyd að bana sem hefjast í þessari viku. Byrjað verður að velja kviðdómendur í málinu í dag en upphaf réttarhaldanna gæti enn frestast. 8. mars 2021 12:30