Sport

Dag­skráin í dag: Eitt­hvað fyrir alla

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Luis Suárez og félagar í Atlético Madrid eru í beinni í dag.
Luis Suárez og félagar í Atlético Madrid eru í beinni í dag. Angel Martinez/Getty Images

Það er einfaldlega NÓG um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Dagskráin byrjar fyrir hádegi og nær langt fram á kvöld.

Stöð 2 Sport

Leikur Keflavíkur og ÍA í Lengjubikar karla er á dagskrá klukkan 11.50. Bæði lið leika í Pepsi Max deild karla í sumar.

Stöð 2 Sport 2

Leikur Luton Town og Swansea City í ensku B-deildinni er á dagskrá klukkan 12.10. Klukkan 14.50 er svo komið að leik Portsmouth og Salford City í EFL-bikarnum.

Klukkan 19.00 er komið að Oklahoma City Thunder og New York Knicks í NBA-deildinni í körfubolta.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 12.50 er leikur Alavés og Cádiz á dagskrá. Klukkan 15.05 er leikur Real Madrid og Elche á dagskrá.

Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Casademont Zaragoza heimsækja Barcelona í spænska körfuboltanum klukkan 19.35.

Stöð 2 Sport 4

Getafe fær topplið Atlético Madrid í heimsókn klukkan 19.50 í spænsku úrvalsdeildinni.

Golfstöðin

Evrópumótaröðin heldur áfram klukkan 09.00. PGA-mótaröðin fer svo af stað klukkan 18.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×