„Það venst ekkert að upplifa þessa stóru skjálfta“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. mars 2021 15:32 Fannar Jónasson er bæjarstjóri í Grindavíkurbæ. Vísir Fannar Jónasson, bæjastjóri í Grindavíkurbæ, segir skjálftann sem reið yfir Reykjanesskaga klukkan 14:15 í dag og var 5,4 að stærð hafa fundist einkar vel í bænum. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í yfir tvær vikur. Mannlífið gangi þó svo til sinn vanagang, þó mörgum íbúum verði ekki um sel þegar stærri skjálftarnir ríða yfir. Hann kveðst ekki hafa frétt af manntjóni eða alvarlegum skemmdum, þó innanstokksmunir hafi víða hrunið úr hillum þegar skjálftinn reið yfir. Hann segir viðbragðsaðila vera í startholunum. „Það er þannig að þessir skjálftar eru vel vaktaðir af veðurstofunni og sérfræðingum þar, svo er það almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sem hefur æðsta boðvald ef þykir ástæða til að kalla saman einhverja til þess að fara yfir stöðuna,“ segir Fannar. „Það hefur ekki verið gert enn þá en menn eru í viðbragðsstöðu og tilbúnir.“ Stórir skjálftar venjast seint Fannar segist þá hafa rætt við björgunarsveitina í bænum, sem hafi ekki fengið fregnir af alvarlegu tjóni í kjölfar skjálftans, hvorki á munum né fólki. „En það er andlega hliðin er ekki síst það sem við viljum huga að og vitum að fólki líður mörgu illa, enda gekk talsvert á,“ segir Fannar. Skjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur verið viðvarandi í tæpar þrjár vikur, eða frá 24. febrúar. „Með svona mismunandi sterkum skjálftum. Við þekkjum þetta að einhverju leyti, en það venst ekkert að upplifa þessa stóru skjálfta,“ segir Fannar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Með því sterkara sem hefur fundist“ „Þetta var svona með því sterkara sem hefur fundist. Hann var langur og það hristist vel hérna,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. 14. mars 2021 14:36 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Sjá meira
Hann kveðst ekki hafa frétt af manntjóni eða alvarlegum skemmdum, þó innanstokksmunir hafi víða hrunið úr hillum þegar skjálftinn reið yfir. Hann segir viðbragðsaðila vera í startholunum. „Það er þannig að þessir skjálftar eru vel vaktaðir af veðurstofunni og sérfræðingum þar, svo er það almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sem hefur æðsta boðvald ef þykir ástæða til að kalla saman einhverja til þess að fara yfir stöðuna,“ segir Fannar. „Það hefur ekki verið gert enn þá en menn eru í viðbragðsstöðu og tilbúnir.“ Stórir skjálftar venjast seint Fannar segist þá hafa rætt við björgunarsveitina í bænum, sem hafi ekki fengið fregnir af alvarlegu tjóni í kjölfar skjálftans, hvorki á munum né fólki. „En það er andlega hliðin er ekki síst það sem við viljum huga að og vitum að fólki líður mörgu illa, enda gekk talsvert á,“ segir Fannar. Skjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur verið viðvarandi í tæpar þrjár vikur, eða frá 24. febrúar. „Með svona mismunandi sterkum skjálftum. Við þekkjum þetta að einhverju leyti, en það venst ekkert að upplifa þessa stóru skjálfta,“ segir Fannar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Með því sterkara sem hefur fundist“ „Þetta var svona með því sterkara sem hefur fundist. Hann var langur og það hristist vel hérna,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. 14. mars 2021 14:36 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Sjá meira
„Með því sterkara sem hefur fundist“ „Þetta var svona með því sterkara sem hefur fundist. Hann var langur og það hristist vel hérna,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. 14. mars 2021 14:36