Þeir hafa birt af sér skemmtileg myndbönd, þá sér í lagi Richards af Keane, og þeir hafa vakið lukku á Sky Sports.
Nú er Roy Keane hins vegar orðaður við stjórastólinn hjá skoska stórliðinu Celtic en þeir eru nú án stjóra.
Neil Lennon hætti með liðið í síðasta mánuði en allt hefur gengið á afturfótunum hjá Celtic á tímabilinu.
Keane er sagður hafa mikinn áhuga á starfinu en Celtic tapaði skoska meistaratitlinum til Rangers í fyrsta sinn í lengri tíma.
I’ve just packed my bags!!! 💼
— Micah Richards (@MicahRichards) March 14, 2021
Scotland 🏴 here we come 😎
Roy Keane lék með Celtic-liðinu árið 2006 og varð meistari en nú er hann sagður vilja þjálfa liðið.
Richards sló á létta strengi á Twitter-síðu sinni í gær og skrifaði:
„Ég er búinn að pakka. Skotland, hér komum við!“ sagði Richards við færslu BBC um áhuga Keane á Celtic starfinu.
Þetta yrði ekki fyrsta stjórastarf Keane. Hann stýrði Sunderland á árunum 2006 til 2008 og Ipwsich frá 2009 til 2011.
Hann hefur svo einnig verið aðstoðarmaður hjá írska landsliðinu, Aston Villa og Nottingham Forest.
'Scotland here we come!'
— MailOnline Sport (@MailSport) March 15, 2021
Micah Richards jokes he has packed his bags and is ready to follow Roy Keane to Celtichttps://t.co/DQyo0FSydA