Frelsið fyrst Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 16. mars 2021 07:31 Bláar gallabuxur eru stranglega bannaðar. Þær fást ekki í búðum, þær fást ekki sendar til landsins og ef þú kemst yfir par skaltu fela það á öruggum stað því þín bíður löng fangelsisvist ef einhver kemst að því. Þetta er í Norður-Kóreu, ekki á Íslandi. Þar eru reyndar mörg önnur bönn sem okkur finnast álíka fáránleg. Við myndum aldrei banna bláar gallabuxur á hér á landi. Ekki nema í þingsal Alþingis, þar eimir eftir af slíkri forsjárhyggju. Virðing Alþingis hangir náttúrlega á því að fólk klæðist buxum sem eru ekki „úr gallaefni með tvöföldum saum á hliðinni“. Við furðum okkur á órökréttri forsjárhyggju í útlöndum. Hlæjum að henni jafnvel. Af hverju má ekki fagna Valentínusardegi í Pakistan, kaupa Kinder Egg í Bandaríkjunum eða nota tóbak í Bútan? Við myndum aldrei leggja almennt bann við athöfn eða hlut sem engan skaðar – eða skaðar einungis einstaklinginn sem um ræðir – er það nokkuð? Það er góður mælikvarði á frelsið hvort athöfn sé líkleg til að valda öðrum skaða eða ekki. Drukkinn einstaklingur getur valdið stórkostlegum skaða undir stýri. Í góðra vina hópi skaðar hann fyrst og fremst sjálfan sig. Þess vegna er annað af þessu bannað en hitt leyfilegt. Þrátt fyrir þennan eðlilega mælikvarða er stutt í forsjárhyggjuna hjá okkur. Tilhneigingin til að hafa vit fyrir fullveðja fólki er rík á Íslandi. Við bönnum hnefaleika í atvinnuskyni (og höfum gert í 65 ár) þrátt fyrir að þar mætist tveir einstaklingar af fúsum og frjálsum vilja, í íþrótt sem keppt er í um allan heim. Við bönnum fólki að kaupa áfengi í heil tvö ár eftir að það verður lögráða. Við bönnum foreldrum að nefna börnin sín öðrum nöfnum en þeim sem finnast í sérstakri skrá ríkisins – og borgum nefnd fyrir að úrskurða að fullkomlega eðlileg nöfn á borð við Nathalía og Regin séu óæskileg. Svona mætti lengi telja. Forsjárhyggjan er drifin áfram af þeirri hugsun að almennt bann sé eðlilegt upphafsskref. Eftir það er skoðað hvort slaka eigi á banni eða veita undanþágur ef sérstök rök mæla með því. Þessi hugsun bæði er röng og hættuleg. Í samfélagi frjálsra einstaklinga, þar sem löggjafinn sækir vald til fólksins, er óeðlilegt að lög séu reist á hugmyndafræði forsjárhyggju. Það færir stjórnvöldum aukið vald á kostnað frelsis einstaklingsins og fyllir löggjöfina okkar af bönnum og jafnvel refsiheimildum sem engin rök eru fyrir. Rétt nálgun er að frelsið komi fyrst. Frelsið er upphafsskrefið. Ef líklegt er að athöfn valdi öðrum skaða, þ.e. öðrum en eingöngu þeim sem aðhefst, þá er sjálfsagt að ræða þörfina á löggjöf. Og ef lög eru sett er mikilvægt að þau gangi ekki lengra en nauðsynlegt er til að draga úr hættunni. Að fólki sé ekki refsað fyrir hluti sem hafa ekki nokkur áhrif á aðra. Ef þessi nálgun væri raunin á Íslandi þá væru kannski lausasölulyf seld í verslunum, Uber á leigubílamarkaði, veip og annað nikótín sem hjálpar fólki að hætta að reykja aðgengilegra og dánaraðstoð leyfð. Kannski væri vímuefnaneysla álitin heilbrigðismál en ekki glæpur. Raunin er að í öllum þessum dæmum er bannið skaðlegra en frelsið. Og í því ljósi eru refsingarnar jafn fjarstæðukenndar og fangelsi fyrir að klæðast bláum gallabuxum. Höfundur er lögfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Bláar gallabuxur eru stranglega bannaðar. Þær fást ekki í búðum, þær fást ekki sendar til landsins og ef þú kemst yfir par skaltu fela það á öruggum stað því þín bíður löng fangelsisvist ef einhver kemst að því. Þetta er í Norður-Kóreu, ekki á Íslandi. Þar eru reyndar mörg önnur bönn sem okkur finnast álíka fáránleg. Við myndum aldrei banna bláar gallabuxur á hér á landi. Ekki nema í þingsal Alþingis, þar eimir eftir af slíkri forsjárhyggju. Virðing Alþingis hangir náttúrlega á því að fólk klæðist buxum sem eru ekki „úr gallaefni með tvöföldum saum á hliðinni“. Við furðum okkur á órökréttri forsjárhyggju í útlöndum. Hlæjum að henni jafnvel. Af hverju má ekki fagna Valentínusardegi í Pakistan, kaupa Kinder Egg í Bandaríkjunum eða nota tóbak í Bútan? Við myndum aldrei leggja almennt bann við athöfn eða hlut sem engan skaðar – eða skaðar einungis einstaklinginn sem um ræðir – er það nokkuð? Það er góður mælikvarði á frelsið hvort athöfn sé líkleg til að valda öðrum skaða eða ekki. Drukkinn einstaklingur getur valdið stórkostlegum skaða undir stýri. Í góðra vina hópi skaðar hann fyrst og fremst sjálfan sig. Þess vegna er annað af þessu bannað en hitt leyfilegt. Þrátt fyrir þennan eðlilega mælikvarða er stutt í forsjárhyggjuna hjá okkur. Tilhneigingin til að hafa vit fyrir fullveðja fólki er rík á Íslandi. Við bönnum hnefaleika í atvinnuskyni (og höfum gert í 65 ár) þrátt fyrir að þar mætist tveir einstaklingar af fúsum og frjálsum vilja, í íþrótt sem keppt er í um allan heim. Við bönnum fólki að kaupa áfengi í heil tvö ár eftir að það verður lögráða. Við bönnum foreldrum að nefna börnin sín öðrum nöfnum en þeim sem finnast í sérstakri skrá ríkisins – og borgum nefnd fyrir að úrskurða að fullkomlega eðlileg nöfn á borð við Nathalía og Regin séu óæskileg. Svona mætti lengi telja. Forsjárhyggjan er drifin áfram af þeirri hugsun að almennt bann sé eðlilegt upphafsskref. Eftir það er skoðað hvort slaka eigi á banni eða veita undanþágur ef sérstök rök mæla með því. Þessi hugsun bæði er röng og hættuleg. Í samfélagi frjálsra einstaklinga, þar sem löggjafinn sækir vald til fólksins, er óeðlilegt að lög séu reist á hugmyndafræði forsjárhyggju. Það færir stjórnvöldum aukið vald á kostnað frelsis einstaklingsins og fyllir löggjöfina okkar af bönnum og jafnvel refsiheimildum sem engin rök eru fyrir. Rétt nálgun er að frelsið komi fyrst. Frelsið er upphafsskrefið. Ef líklegt er að athöfn valdi öðrum skaða, þ.e. öðrum en eingöngu þeim sem aðhefst, þá er sjálfsagt að ræða þörfina á löggjöf. Og ef lög eru sett er mikilvægt að þau gangi ekki lengra en nauðsynlegt er til að draga úr hættunni. Að fólki sé ekki refsað fyrir hluti sem hafa ekki nokkur áhrif á aðra. Ef þessi nálgun væri raunin á Íslandi þá væru kannski lausasölulyf seld í verslunum, Uber á leigubílamarkaði, veip og annað nikótín sem hjálpar fólki að hætta að reykja aðgengilegra og dánaraðstoð leyfð. Kannski væri vímuefnaneysla álitin heilbrigðismál en ekki glæpur. Raunin er að í öllum þessum dæmum er bannið skaðlegra en frelsið. Og í því ljósi eru refsingarnar jafn fjarstæðukenndar og fangelsi fyrir að klæðast bláum gallabuxum. Höfundur er lögfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar