Löw óttast um stjörnuleikmenn en áfallið yrði meira fyrir Ísland Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2021 08:02 Joachim Löw og Arnar Þór Viðarsson mætast í Duisburg 25. mars með landslið sín. Annar er brátt að ljúka þjálfaratíð sinni en hinn að byrja sína. Getty/Thomas Böcker Besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í janúar og febrúar, Ilkay Gündogan, gæti misst af leik Þýskalands við Ísland eftir níu daga líkt og fleiri leikmenn sem spila í Englandi. Ísland byrjar undankeppni HM í Katar á því að spila við Þýskaland, Armeníu og loks Liechtenstein, dagana 25.-31. mars. Þýski miðillinn Kicker greinir frá því að Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, óttist að verða án fimm leikmanna vegna sóttvarnareglna í Þýskalandi. Samkvæmt núgildandi reglum í Þýskalandi má fólk ekki koma frá Bretlandi til Þýskalands án þess að fara í sóttkví, vegna breska afbrigðis kórónuveirunnar. Að óbreyttu munu því Gündogan, Timo Wener, Kai Havertz, Bernd Leno og Antonio Rüdiger missa af heimaleikjum Þýskalands við Ísland og Norður-Makedóníu. Löw segir við Kicker að það sé svo ekki sérlega góð hugmynd að leikmennirnir fimm mæti aðeins í útileikinn við Rúmeníu. Ísland yrði án lykilleikmanna Núgildandi sóttvarnareglur í Þýskalandi hafa sömuleiðis í för með sér að Ísland verði án fjögurra leikmanna gegn Þýskalandi. Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson spila allir á Englandi. Ljóst er að Þýskaland hefur úr talsvert fleiri leikmönnum úr landsliðsklassa að velja en Ísland. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagði við Vísi í síðustu viku að það væri einfaldlega óvíst hvort þeir yrðu með gegn Þýskalandi. Samkvæmt frétt Kicker skoðaði þýska knattspyrnusambandið þann möguleika að færa heimaleiki sína í annað land, líkt og gert hefur verið í Evrópukeppnum félagsliða, en ákvað að fara ekki þá leið. Leikirnir við Ísland og Norður-Makedóníu verði því í Duisburg. Arnar Þór tilkynnir landsliðshóp sinn á morgun en Löw bíður fram á föstudag með að tilkynna sinn hóp. HM 2022 í Katar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Ísland byrjar undankeppni HM í Katar á því að spila við Þýskaland, Armeníu og loks Liechtenstein, dagana 25.-31. mars. Þýski miðillinn Kicker greinir frá því að Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, óttist að verða án fimm leikmanna vegna sóttvarnareglna í Þýskalandi. Samkvæmt núgildandi reglum í Þýskalandi má fólk ekki koma frá Bretlandi til Þýskalands án þess að fara í sóttkví, vegna breska afbrigðis kórónuveirunnar. Að óbreyttu munu því Gündogan, Timo Wener, Kai Havertz, Bernd Leno og Antonio Rüdiger missa af heimaleikjum Þýskalands við Ísland og Norður-Makedóníu. Löw segir við Kicker að það sé svo ekki sérlega góð hugmynd að leikmennirnir fimm mæti aðeins í útileikinn við Rúmeníu. Ísland yrði án lykilleikmanna Núgildandi sóttvarnareglur í Þýskalandi hafa sömuleiðis í för með sér að Ísland verði án fjögurra leikmanna gegn Þýskalandi. Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson spila allir á Englandi. Ljóst er að Þýskaland hefur úr talsvert fleiri leikmönnum úr landsliðsklassa að velja en Ísland. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagði við Vísi í síðustu viku að það væri einfaldlega óvíst hvort þeir yrðu með gegn Þýskalandi. Samkvæmt frétt Kicker skoðaði þýska knattspyrnusambandið þann möguleika að færa heimaleiki sína í annað land, líkt og gert hefur verið í Evrópukeppnum félagsliða, en ákvað að fara ekki þá leið. Leikirnir við Ísland og Norður-Makedóníu verði því í Duisburg. Arnar Þór tilkynnir landsliðshóp sinn á morgun en Löw bíður fram á föstudag með að tilkynna sinn hóp.
HM 2022 í Katar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira