Löw óttast um stjörnuleikmenn en áfallið yrði meira fyrir Ísland Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2021 08:02 Joachim Löw og Arnar Þór Viðarsson mætast í Duisburg 25. mars með landslið sín. Annar er brátt að ljúka þjálfaratíð sinni en hinn að byrja sína. Getty/Thomas Böcker Besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í janúar og febrúar, Ilkay Gündogan, gæti misst af leik Þýskalands við Ísland eftir níu daga líkt og fleiri leikmenn sem spila í Englandi. Ísland byrjar undankeppni HM í Katar á því að spila við Þýskaland, Armeníu og loks Liechtenstein, dagana 25.-31. mars. Þýski miðillinn Kicker greinir frá því að Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, óttist að verða án fimm leikmanna vegna sóttvarnareglna í Þýskalandi. Samkvæmt núgildandi reglum í Þýskalandi má fólk ekki koma frá Bretlandi til Þýskalands án þess að fara í sóttkví, vegna breska afbrigðis kórónuveirunnar. Að óbreyttu munu því Gündogan, Timo Wener, Kai Havertz, Bernd Leno og Antonio Rüdiger missa af heimaleikjum Þýskalands við Ísland og Norður-Makedóníu. Löw segir við Kicker að það sé svo ekki sérlega góð hugmynd að leikmennirnir fimm mæti aðeins í útileikinn við Rúmeníu. Ísland yrði án lykilleikmanna Núgildandi sóttvarnareglur í Þýskalandi hafa sömuleiðis í för með sér að Ísland verði án fjögurra leikmanna gegn Þýskalandi. Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson spila allir á Englandi. Ljóst er að Þýskaland hefur úr talsvert fleiri leikmönnum úr landsliðsklassa að velja en Ísland. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagði við Vísi í síðustu viku að það væri einfaldlega óvíst hvort þeir yrðu með gegn Þýskalandi. Samkvæmt frétt Kicker skoðaði þýska knattspyrnusambandið þann möguleika að færa heimaleiki sína í annað land, líkt og gert hefur verið í Evrópukeppnum félagsliða, en ákvað að fara ekki þá leið. Leikirnir við Ísland og Norður-Makedóníu verði því í Duisburg. Arnar Þór tilkynnir landsliðshóp sinn á morgun en Löw bíður fram á föstudag með að tilkynna sinn hóp. HM 2022 í Katar Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Ísland byrjar undankeppni HM í Katar á því að spila við Þýskaland, Armeníu og loks Liechtenstein, dagana 25.-31. mars. Þýski miðillinn Kicker greinir frá því að Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, óttist að verða án fimm leikmanna vegna sóttvarnareglna í Þýskalandi. Samkvæmt núgildandi reglum í Þýskalandi má fólk ekki koma frá Bretlandi til Þýskalands án þess að fara í sóttkví, vegna breska afbrigðis kórónuveirunnar. Að óbreyttu munu því Gündogan, Timo Wener, Kai Havertz, Bernd Leno og Antonio Rüdiger missa af heimaleikjum Þýskalands við Ísland og Norður-Makedóníu. Löw segir við Kicker að það sé svo ekki sérlega góð hugmynd að leikmennirnir fimm mæti aðeins í útileikinn við Rúmeníu. Ísland yrði án lykilleikmanna Núgildandi sóttvarnareglur í Þýskalandi hafa sömuleiðis í för með sér að Ísland verði án fjögurra leikmanna gegn Þýskalandi. Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson spila allir á Englandi. Ljóst er að Þýskaland hefur úr talsvert fleiri leikmönnum úr landsliðsklassa að velja en Ísland. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagði við Vísi í síðustu viku að það væri einfaldlega óvíst hvort þeir yrðu með gegn Þýskalandi. Samkvæmt frétt Kicker skoðaði þýska knattspyrnusambandið þann möguleika að færa heimaleiki sína í annað land, líkt og gert hefur verið í Evrópukeppnum félagsliða, en ákvað að fara ekki þá leið. Leikirnir við Ísland og Norður-Makedóníu verði því í Duisburg. Arnar Þór tilkynnir landsliðshóp sinn á morgun en Löw bíður fram á föstudag með að tilkynna sinn hóp.
HM 2022 í Katar Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira