Auðveldara fyrir kvikuna að ferðast lárétt heldur en lóðrétt enn sem komið er Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. mars 2021 18:45 Vísir/HÞ Skýr merki eru á jarðskorpunni um jarðskjálftann við Grindavík á sunnudag. Jarðeðlisfræðingur telur kviku vera á þónokkurri hreyfingu í kvikuganginum og færist nú aftur nær Keili. Jarðhræringar á Reykjanesskaga hafa tekið breytingum undanfarinn sólarhring. Stórum skjálftum hefur fækkað og eru þeir minni en áður. Virkni er samt sem áður mikil enda fleiri en fjörutíu þúsund skjálftar mælst frá því hrinan hófst fyrir tuttugu dögum. Íslenskar orkurannsóknir hafa fylgst vel með þróun jarðhræringanna og segir jarðeðlifræðingur að skjálftavirkni hafi verið að færast til við Fagradalsfjall aftur í átt að Keili. „Það mundi segja mér að kemst ekki lengra til suðvesturs og er að reyna að finna sér leið til norðausturs,“ segir Þorbjörg Ágústsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Íslensku orkurannsóknum. Frá þeim gögnum sem rýnt hefur verið í síðustu daga segir Þorbjörg að kvikugangur sé í dag um átta kílómetra langur, fjórir kílómetrar á hæð og líklega ekki nema metri á breidd. Talið er að skjálftavirknin sé undir kvikuganginum. Þorbjörg Ágústsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum.Vísir/Egill „Ef þið hugsið ykkur að kvikan hegði sér eins og vatn og vatn flæðir bara þangað þar sem það er auðveldast. Þó að þetta sé á kílómetra til fimm kílómetra dýpi þá er sama lögmál. Núna er er að á leið til norðausturs en það er ekki útilokað að það fari aftur til baka,“ segir Þorbjörg. Ekki er hægt að segja til um hvort kvikan nái til yfirborðs eða hvort það verði eldgos yfir höfuð. „Enn sem komið er, er einfaldara og auðveldara fyrir kvikuna að ferðast lárétt heldur en lóðrétt,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg útskýrir kvikuganginn við Fagradalsfjall.Vísir/Egill Með tilheyrandi hreyfingum á jarðskorpunni. Staðsetning kvikugangsins hefur komið sérfræðingum á óvart miðað við önnur svæði á Reykjanesskaga. „Það eru mjög fáar gossprungur, þið sjáið lítið af rauðu strikum. Það eru miklu fleiri á Krýsuvíkursvæðinu til dæmis. Eins er heldur engin ummyndun á yfirborði sem segir okkur til um jarðhita. Þannig að þetta virðist vera frekar kalt svæði miðað við Reykjanesið, Svartsengi og Krýsuvík,“ segir Þorbjörg. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Hætta á ferðum víðar en í fjalllendi Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum hvetur göngufólk til að gæta varúðar í fjalllendi á Reykjanesskaga en grjóthrun hefur orðið í kjölfar öflugra jarðskjálfta á Reykjanesskaga undanfarna daga. 16. mars 2021 15:45 Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Skýr merki um kvikuflæði Þrátt fyrir minni og færri jarðskjálfta á Reykjanesskaga frá miðnætti eru skýr merki um kvikuflæði við Fagradalsfjall. Þetta sýna nýjar gervihnattamyndir af svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir stund milli stríða í jarðskjálftahrinunni. 16. mars 2021 14:17 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Stefna kennurum Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira
Jarðhræringar á Reykjanesskaga hafa tekið breytingum undanfarinn sólarhring. Stórum skjálftum hefur fækkað og eru þeir minni en áður. Virkni er samt sem áður mikil enda fleiri en fjörutíu þúsund skjálftar mælst frá því hrinan hófst fyrir tuttugu dögum. Íslenskar orkurannsóknir hafa fylgst vel með þróun jarðhræringanna og segir jarðeðlifræðingur að skjálftavirkni hafi verið að færast til við Fagradalsfjall aftur í átt að Keili. „Það mundi segja mér að kemst ekki lengra til suðvesturs og er að reyna að finna sér leið til norðausturs,“ segir Þorbjörg Ágústsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Íslensku orkurannsóknum. Frá þeim gögnum sem rýnt hefur verið í síðustu daga segir Þorbjörg að kvikugangur sé í dag um átta kílómetra langur, fjórir kílómetrar á hæð og líklega ekki nema metri á breidd. Talið er að skjálftavirknin sé undir kvikuganginum. Þorbjörg Ágústsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum.Vísir/Egill „Ef þið hugsið ykkur að kvikan hegði sér eins og vatn og vatn flæðir bara þangað þar sem það er auðveldast. Þó að þetta sé á kílómetra til fimm kílómetra dýpi þá er sama lögmál. Núna er er að á leið til norðausturs en það er ekki útilokað að það fari aftur til baka,“ segir Þorbjörg. Ekki er hægt að segja til um hvort kvikan nái til yfirborðs eða hvort það verði eldgos yfir höfuð. „Enn sem komið er, er einfaldara og auðveldara fyrir kvikuna að ferðast lárétt heldur en lóðrétt,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg útskýrir kvikuganginn við Fagradalsfjall.Vísir/Egill Með tilheyrandi hreyfingum á jarðskorpunni. Staðsetning kvikugangsins hefur komið sérfræðingum á óvart miðað við önnur svæði á Reykjanesskaga. „Það eru mjög fáar gossprungur, þið sjáið lítið af rauðu strikum. Það eru miklu fleiri á Krýsuvíkursvæðinu til dæmis. Eins er heldur engin ummyndun á yfirborði sem segir okkur til um jarðhita. Þannig að þetta virðist vera frekar kalt svæði miðað við Reykjanesið, Svartsengi og Krýsuvík,“ segir Þorbjörg.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Hætta á ferðum víðar en í fjalllendi Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum hvetur göngufólk til að gæta varúðar í fjalllendi á Reykjanesskaga en grjóthrun hefur orðið í kjölfar öflugra jarðskjálfta á Reykjanesskaga undanfarna daga. 16. mars 2021 15:45 Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Skýr merki um kvikuflæði Þrátt fyrir minni og færri jarðskjálfta á Reykjanesskaga frá miðnætti eru skýr merki um kvikuflæði við Fagradalsfjall. Þetta sýna nýjar gervihnattamyndir af svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir stund milli stríða í jarðskjálftahrinunni. 16. mars 2021 14:17 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Stefna kennurum Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira
Hætta á ferðum víðar en í fjalllendi Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum hvetur göngufólk til að gæta varúðar í fjalllendi á Reykjanesskaga en grjóthrun hefur orðið í kjölfar öflugra jarðskjálfta á Reykjanesskaga undanfarna daga. 16. mars 2021 15:45
Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Skýr merki um kvikuflæði Þrátt fyrir minni og færri jarðskjálfta á Reykjanesskaga frá miðnætti eru skýr merki um kvikuflæði við Fagradalsfjall. Þetta sýna nýjar gervihnattamyndir af svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir stund milli stríða í jarðskjálftahrinunni. 16. mars 2021 14:17