Íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki tryggir sér þriggja milljóna dala fjármögnun Eiður Þór Árnason skrifar 16. mars 2021 21:39 Guðmundur Hafsteinsson, Kristján Ingi Mikaelsson, Sara Másdóttir og Björgvin Guðmundsson, starfsmenn Fractal 5. Fractal 5 Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Menlo Ventures hefur fjárfest í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Fractal 5, sem er að þróa nýjan hugbúnað á sviði samskiptatækni. Sjóðurinn leiðir fjárfestinguna og sest fulltrúi hans í stjórn félagsins, en meðal annarra fjárfesta er íslenski fjárfestingasjóðurinn Crowberry Capital. Heildarfjárfestingin nemur 3 milljónum Bandaríkjadala, eða um 384 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fractal 5 en forstjóri og stofnandi fyrirtækisins er Guðmundur Hafsteinsson. Hann hefur langa starfsreynslu í tæknigeiranum og vann meðal annars í fimmtán ár í Bandaríkjunum, síðast sem yfirmaður vöruþróunar hjá Google til 2019 áður en hann flutti aftur heim til Íslands. Þar áður leiddi Guðmundur þróunarvinnu hjá ýmsum fyrirtækjum, þar á meðal Apple, og eins fyrirtækjum sem hann stofnaði sjálfur og voru síðar yfirtekin, er segir í tilkynningu. Auk þess hefur Guðmundur leitt vinnu við mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Vilja auðvelda fólki að eiga í samskiptum „Fractal 5 var stofnað árið 2020 og þar starfa nú fjórir starfsmenn. Búist er við að fjölga starfsfólki á næstunni eftir því sem vöruþróuninni vindur fram og verkefnum fjölgar. Skipulag teymisins byggir á þeirri hugmyndafræði að hægt sé að ráða fólk hvar sem er í heiminum þar sem ekki sé um neinar eiginlegar höfuðstöðvar að ræða. Fljótlega fer frumútgáfa af lausn Fractal 5 í prófanir, en hún felur í sér tækni til að auðvelda fólki að eiga í samskiptum við einstaklinga og hópa sem það vill rækta samband við.“ Meðstofnandi Guðmundar í Fractal 5 er Björgvin Guðmundsson. Í um 13 ár starfaði hann í fjölmiðlum á Íslandi, síðast sem ritstjóri Viðskiptablaðsins. Í byrjun 2014 keypti hann ásamt fleirum KOM ráðgjöf og starfaði þar sem ráðgjafi fram til ársins 2020. Þá lét hann af daglegum störfum fyrir KOM og tók við sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Ásamt Guðmundi og Björgvin starfa Sara Björk Másdóttir og Kristján Ingi Mikaelsson hjá Fractal 5 en Sara flutti frá Kísildalnum í Kaliforníu í ágúst 2020 og hóf þá strax störf hjá fyrirtækinu. Í Bandaríkjunum vann hún við hugbúnaðarþróun hjá þarlendu fyrirtæki með milligöngu samtaka sem ryðja leið fyrir efnilega forritara inn á vinnumarkað þar sem samkeppnin er mikil, er segir í tilkynningu. Sara er einn stofnanda Reboot Hack, sem er fyrsta nemendadrifna hakkaþonið á Íslandi. Kristján Ingi er fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs Íslands og gegndi því starfi frá árinu 2018. Hann er sagður hafa verið „leiðandi í hópi íslenskra forritara, opnað nýjar leiðir við öflun og úrvinnslu gagna og virkjað samráð og umræður í samfélagi forritara með ráðstefnu- og fundahaldi.“ Hann starfaði sömuleiðis um tíma í Kísildalnum þar sem hann rak eigin fyrirtæki. Tækni Nýsköpun Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Sjóðurinn leiðir fjárfestinguna og sest fulltrúi hans í stjórn félagsins, en meðal annarra fjárfesta er íslenski fjárfestingasjóðurinn Crowberry Capital. Heildarfjárfestingin nemur 3 milljónum Bandaríkjadala, eða um 384 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fractal 5 en forstjóri og stofnandi fyrirtækisins er Guðmundur Hafsteinsson. Hann hefur langa starfsreynslu í tæknigeiranum og vann meðal annars í fimmtán ár í Bandaríkjunum, síðast sem yfirmaður vöruþróunar hjá Google til 2019 áður en hann flutti aftur heim til Íslands. Þar áður leiddi Guðmundur þróunarvinnu hjá ýmsum fyrirtækjum, þar á meðal Apple, og eins fyrirtækjum sem hann stofnaði sjálfur og voru síðar yfirtekin, er segir í tilkynningu. Auk þess hefur Guðmundur leitt vinnu við mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Vilja auðvelda fólki að eiga í samskiptum „Fractal 5 var stofnað árið 2020 og þar starfa nú fjórir starfsmenn. Búist er við að fjölga starfsfólki á næstunni eftir því sem vöruþróuninni vindur fram og verkefnum fjölgar. Skipulag teymisins byggir á þeirri hugmyndafræði að hægt sé að ráða fólk hvar sem er í heiminum þar sem ekki sé um neinar eiginlegar höfuðstöðvar að ræða. Fljótlega fer frumútgáfa af lausn Fractal 5 í prófanir, en hún felur í sér tækni til að auðvelda fólki að eiga í samskiptum við einstaklinga og hópa sem það vill rækta samband við.“ Meðstofnandi Guðmundar í Fractal 5 er Björgvin Guðmundsson. Í um 13 ár starfaði hann í fjölmiðlum á Íslandi, síðast sem ritstjóri Viðskiptablaðsins. Í byrjun 2014 keypti hann ásamt fleirum KOM ráðgjöf og starfaði þar sem ráðgjafi fram til ársins 2020. Þá lét hann af daglegum störfum fyrir KOM og tók við sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Ásamt Guðmundi og Björgvin starfa Sara Björk Másdóttir og Kristján Ingi Mikaelsson hjá Fractal 5 en Sara flutti frá Kísildalnum í Kaliforníu í ágúst 2020 og hóf þá strax störf hjá fyrirtækinu. Í Bandaríkjunum vann hún við hugbúnaðarþróun hjá þarlendu fyrirtæki með milligöngu samtaka sem ryðja leið fyrir efnilega forritara inn á vinnumarkað þar sem samkeppnin er mikil, er segir í tilkynningu. Sara er einn stofnanda Reboot Hack, sem er fyrsta nemendadrifna hakkaþonið á Íslandi. Kristján Ingi er fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs Íslands og gegndi því starfi frá árinu 2018. Hann er sagður hafa verið „leiðandi í hópi íslenskra forritara, opnað nýjar leiðir við öflun og úrvinnslu gagna og virkjað samráð og umræður í samfélagi forritara með ráðstefnu- og fundahaldi.“ Hann starfaði sömuleiðis um tíma í Kísildalnum þar sem hann rak eigin fyrirtæki.
Tækni Nýsköpun Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira