Wenger vill taka upp handboltaleiðina í heimsfótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2021 17:45 Arsene Wenger og heimsmeistarabikarinn sem Frakkinn vill að verði spilað um á tveggja ára fresti. EPA-EFE/Valeriano di Domenico Einn færasti knattspyrnustjórinn á síðustu áratugum vill fjölga heimsmeistaramótum og Evrópumeistaramótum á líftíma hvers fótboltamanns. Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal í 22 ár og nú yfirmaður þróunardeildar FIFA, hefur róttækar hugmyndir um hvernig eigi að breyta fótboltadagatalinu og heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Wenger hefur áður rætt um breytingar á fótboltanum en þær hafa meðal snúið að útfærslu á rangstöðureglunni. Nú vill hann hins vegar stokka upp dagatalið og nota heimsmeistaramótið í Katar sem tækifæri til að breyta til. Wenger vill meðal annars færa keppnistímabilið til þannig að það fari allt fram á sama árinu. Hann talar um góða reynslu sína frá Japan þar sem tímabilið er frá mars til nóvember. Arsène Wenger has called for the world football calendar to be revamped, with domestic seasons running from March to November and the World Cup taking place every two years | @hirstclass https://t.co/2Q1iVUk39k— Times Sport (@TimesSport) March 17, 2021 „Þetta er minn draumur sem er kannski ekki draumur margra annarra. Ég hef það með mér að hafa unnið í Japan. Við spiluðum þar frá mars til nóvember og það var fullkomið. Þá myndi enginn vinna titilinn 2018-19. Nei meistaratitilinn myndi vinnast 2018, 2019 eða 2020. Ég tel líka að við þurfum að stokka upp allt dagatalið,“ sagði Arsene Wenger. „Það er gott tækifæri til að raða öllu upp á nýtt nú þegar næsta heimsmeistarakeppni fer fram í nóvember. Til að koma öllu í betra jafnvægi þá þarf einhver að gefa eftir, Evrópa eða restin af heiminum. Það myndi gera hlutina einfaldari og við skulum ekki gleyma því að sumarfríin koma frá þeim tíma þegar leikmenn voru ekki atvinnumenn,“ sagði Wenger. Handboltamenn hafa lengi kvartað mikið yfir álaginu sem fylgir því að hafa stórmót á hverju ári en þar eru HM og EM á tveggja ára fresti. HM og EM í fótbolta hafa alla tíð verið á fjögurra ára fresti en Wenger vill breyta því. Arsene Wenger has announced a potential radical shake-up of international tournaments saying that the World Cup & European Championship should be played every 2 years instead of 4 pic.twitter.com/ux5xduKmmG— Football Daily (@footballdaily) March 16, 2021 „Þegar við skoðum liðin á HM þá er meðalaldur þeirra á bilinu 27 til 28 ára. Vegna þessa, þar sem HM fer bara fram á fjögurra ára fresti, þá eru fá tækifæri fyrir leikmenn að vinna annan heimsmeistaratitil því þegar þeir koma á næsta HM þá eru þessir leikmenn orðnir 32 eða 33 ára gamlir,“ sagði Wenger. „Þess vegna ættum við kannski að hafa HM á tveggja ára fresti og EM á tveggja ára fresti líka á móti. Svo ættum við að henda öllum öðrum mótum út,“ sagði Wenger. Það er spurning hvort einhver handboltamaður ætti að hringja í hann og segja honum af sinni reynslu af því að keppa á stórmóti á hverju ári. Wenger er hins vegar áhrifamikill hjá FIFA í sinni stöðu og það verður því fróðlegt hvort honum takist að tala fyrir einhverjum af fyrrnefndum breytingum. HM 2022 í Katar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Sjá meira
Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal í 22 ár og nú yfirmaður þróunardeildar FIFA, hefur róttækar hugmyndir um hvernig eigi að breyta fótboltadagatalinu og heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Wenger hefur áður rætt um breytingar á fótboltanum en þær hafa meðal snúið að útfærslu á rangstöðureglunni. Nú vill hann hins vegar stokka upp dagatalið og nota heimsmeistaramótið í Katar sem tækifæri til að breyta til. Wenger vill meðal annars færa keppnistímabilið til þannig að það fari allt fram á sama árinu. Hann talar um góða reynslu sína frá Japan þar sem tímabilið er frá mars til nóvember. Arsène Wenger has called for the world football calendar to be revamped, with domestic seasons running from March to November and the World Cup taking place every two years | @hirstclass https://t.co/2Q1iVUk39k— Times Sport (@TimesSport) March 17, 2021 „Þetta er minn draumur sem er kannski ekki draumur margra annarra. Ég hef það með mér að hafa unnið í Japan. Við spiluðum þar frá mars til nóvember og það var fullkomið. Þá myndi enginn vinna titilinn 2018-19. Nei meistaratitilinn myndi vinnast 2018, 2019 eða 2020. Ég tel líka að við þurfum að stokka upp allt dagatalið,“ sagði Arsene Wenger. „Það er gott tækifæri til að raða öllu upp á nýtt nú þegar næsta heimsmeistarakeppni fer fram í nóvember. Til að koma öllu í betra jafnvægi þá þarf einhver að gefa eftir, Evrópa eða restin af heiminum. Það myndi gera hlutina einfaldari og við skulum ekki gleyma því að sumarfríin koma frá þeim tíma þegar leikmenn voru ekki atvinnumenn,“ sagði Wenger. Handboltamenn hafa lengi kvartað mikið yfir álaginu sem fylgir því að hafa stórmót á hverju ári en þar eru HM og EM á tveggja ára fresti. HM og EM í fótbolta hafa alla tíð verið á fjögurra ára fresti en Wenger vill breyta því. Arsene Wenger has announced a potential radical shake-up of international tournaments saying that the World Cup & European Championship should be played every 2 years instead of 4 pic.twitter.com/ux5xduKmmG— Football Daily (@footballdaily) March 16, 2021 „Þegar við skoðum liðin á HM þá er meðalaldur þeirra á bilinu 27 til 28 ára. Vegna þessa, þar sem HM fer bara fram á fjögurra ára fresti, þá eru fá tækifæri fyrir leikmenn að vinna annan heimsmeistaratitil því þegar þeir koma á næsta HM þá eru þessir leikmenn orðnir 32 eða 33 ára gamlir,“ sagði Wenger. „Þess vegna ættum við kannski að hafa HM á tveggja ára fresti og EM á tveggja ára fresti líka á móti. Svo ættum við að henda öllum öðrum mótum út,“ sagði Wenger. Það er spurning hvort einhver handboltamaður ætti að hringja í hann og segja honum af sinni reynslu af því að keppa á stórmóti á hverju ári. Wenger er hins vegar áhrifamikill hjá FIFA í sinni stöðu og það verður því fróðlegt hvort honum takist að tala fyrir einhverjum af fyrrnefndum breytingum.
HM 2022 í Katar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Sjá meira