Styrktarleikur fyrir Píeta samtökin í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2021 11:11 Valur leikur í búningum merktum Píeta samtökunum. Leikur Vals og Tindastóls í Origo-höllinni í Domino's deild karla annað kvöld er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Útsending byrjar klukkan 19:45 þar sem vakin verður athygli á Píeta samtökunum. „Fyrir um tveimur árum vorum við kynntir fyrir verkefni Geðhjálpar og Rauða krossins sem hét Útmeð'a! sem var forvarnarverkefni gegn sjálfsvígum. Þar var ungt fólk, sérstaklega ungir karlmenn, hvattir til að tala um tilfinningar sínar, opna sig og sækja sér þá hjálp sem þeir gætu þurft á að halda,“ sagði Bergur Ástráðsson, leikmaður Vals, í samtali við Vísi í dag. „Sjálfsvíg eru algengasta dánarorsok íslenskra karlmanna á aldrinum 18-25 ára og þetta tímabil, 2018-19, voru allir leikmenn Vals á þessu aldursbili sem hreyfði við okkur og við vorum með styrktarleik fyrir Útmeð'a! sem gekk mjög vel.“ Valsmenn hafa lagt Píeta samtökunum lið og bæði karla- og kvennalið félagsins leika í treyjum með merki Píeta samtakanna á brjóstinu og munu gera út tímabilið. „Við ákváðum að endurtaka leikinn og styðja við Píeta samtökin. Því miður eru alltof margar sögur af því að fólk sem sækir sér aðstoð lendir á vegg í kerfinu. Þarna koma Píeta samtökin inn. Þau styðjast ekki við biðtíma og síminn hjá þeim er opinn allan sólarhringinn. Þú getur hringt og fengið tíma nánast samstundis. Síðasta nóvember voru tekin 510 viðtöl hjá Píeta samtökunum sem eru um sautján viðtöl á dag. Þau vinna mjög þarft starf og við viljum endilega hjálpa til,“ sagði Bergur. „Við leikmennirnir, sem ungir karlmenn í þessum áhættuhópi, viljum vera talsmenn þessarar baráttu og vera hvati í þessari viðhorfsbreytingu sem hefur átt sér stað á undanförum árum, að það sé í lagi að tjá sig um tilfinningar sínar. Þetta hefur verið tabú alltof lengi en er hægt og rólega að breytast sem betur fer.“ Allur ágóði af miðasölu leiksins annað kvöld rennur til Píeta samtakanna. Einnig er hægt að leggja Píeta samtökunum lið með því leggja inn á reikning 301-26-041041, kennitala: 410416-0690. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Dominos-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Leikurinn hefst klukkan 20:15 og verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Útsending byrjar klukkan 19:45 þar sem vakin verður athygli á Píeta samtökunum. „Fyrir um tveimur árum vorum við kynntir fyrir verkefni Geðhjálpar og Rauða krossins sem hét Útmeð'a! sem var forvarnarverkefni gegn sjálfsvígum. Þar var ungt fólk, sérstaklega ungir karlmenn, hvattir til að tala um tilfinningar sínar, opna sig og sækja sér þá hjálp sem þeir gætu þurft á að halda,“ sagði Bergur Ástráðsson, leikmaður Vals, í samtali við Vísi í dag. „Sjálfsvíg eru algengasta dánarorsok íslenskra karlmanna á aldrinum 18-25 ára og þetta tímabil, 2018-19, voru allir leikmenn Vals á þessu aldursbili sem hreyfði við okkur og við vorum með styrktarleik fyrir Útmeð'a! sem gekk mjög vel.“ Valsmenn hafa lagt Píeta samtökunum lið og bæði karla- og kvennalið félagsins leika í treyjum með merki Píeta samtakanna á brjóstinu og munu gera út tímabilið. „Við ákváðum að endurtaka leikinn og styðja við Píeta samtökin. Því miður eru alltof margar sögur af því að fólk sem sækir sér aðstoð lendir á vegg í kerfinu. Þarna koma Píeta samtökin inn. Þau styðjast ekki við biðtíma og síminn hjá þeim er opinn allan sólarhringinn. Þú getur hringt og fengið tíma nánast samstundis. Síðasta nóvember voru tekin 510 viðtöl hjá Píeta samtökunum sem eru um sautján viðtöl á dag. Þau vinna mjög þarft starf og við viljum endilega hjálpa til,“ sagði Bergur. „Við leikmennirnir, sem ungir karlmenn í þessum áhættuhópi, viljum vera talsmenn þessarar baráttu og vera hvati í þessari viðhorfsbreytingu sem hefur átt sér stað á undanförum árum, að það sé í lagi að tjá sig um tilfinningar sínar. Þetta hefur verið tabú alltof lengi en er hægt og rólega að breytast sem betur fer.“ Allur ágóði af miðasölu leiksins annað kvöld rennur til Píeta samtakanna. Einnig er hægt að leggja Píeta samtökunum lið með því leggja inn á reikning 301-26-041041, kennitala: 410416-0690. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Dominos-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti