Kári, Hannes, Birkir Már, Ari Freyr og Kolbeinn allir með í fyrsta hóp Arnars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2021 13:05 Kári Árnason er áfram aldursforseti íslenska liðsins. Hér er hann með Birki Bjarnason eftir góðan sigurleik landsliðsins í Laugardalnum. VÍSIR/DANÍEL Gamla bandið verður allt saman með í fyrsta verkefni Arnars Þórs Viðarssonar sem landsliðsþjálfara. Arnar tilkynnti 25 manna hóp í dag. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla í fótbolta, tilkynnti í dag sinn fyrsta landsliðshóp en framundan eru þrír fyrstu leikir íslensku strákanna í undankeppni HM 2022. Arnar Þór valdi alla gömlu leikmennina í hópinn sinn og þá kemur Björn Bergmann Sigurðarson aftur inn í landsliðið. Arnar Þór tók við íslenska landsliðinu rétt fyrir jól en nú næstum því þremur mánuðum síðar er komið af fyrsta verkefni liðsins undir hans stjórn. Þetta eru fyrstu leikir liðsins síðan að liðið tapaði á móti Englandi á Wembley 18. nóvember. Hópur A karla fyrir leikina þrjá í mars, en Ísland mætir Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM 2022.Our squad for the three qualifying games for the FIFA World Cup 2022, where we play Germany, Armenia and Liechtenstein.#fyririsland pic.twitter.com/WgnsMHcfQt— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 17, 2021 Arnar Þór og aðstoðarmenn hans Eiður Smári Guðjohnsen og Lars Lagerbäck völdu 25 leikmenn í hópinn fyrir þessa þrjá leiki sem eru allir á útivelli og á móti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein. Gamla bandið er allt saman til staðar í þessu fyrsta verkefni. Kári Árnason, Hannes Þór Halldórsson, Birkir Már Sævarsson og Ari Freyr Skúlason litu út fyrir að vera að kveðja landsliðið eftir Englandsleikinn í nóvember en þeir eru allir með í þessum hóp. Kolbeinn Sigþórsson heldur líka sæti sínu í liðinu og þá kemur Björn Bergmann Sigurðarson aftur inn í landsliðið eftir nokkra fjarveru. Arnór Sigurðsson og Alfons Sampsted eru í þessum hóp og það er því öruggt að þeir verða ekki með 21 árs landsliðinu í úrslitakeppni EM. Þrír leikmenn úr Pepsi Max deildinni eru í hópnum eða þeir Hannes Þór Halldórsson og Birkir Már Sævarsson hjá Val og Kári Árnason hjá Víkingi. Alfreð Finnbogason getur ekki tekið þátt í þessu verkefni vegna meiðsla og þá var Viðar Örn Kjartansson ekki valinn. Framherjarnir Hólmbert Aron Friðjónsson og Björn Bergmann Sigurðarson koma aftur á móti aftur inn í staðinn. Arnar Þór fór yfir valið á þessum fyrsta hóp sínum á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í dag. Ísland mætir Þýskalandi 25. mars, Armeníu 29. mars og Liechtenstein 31. mars, en allir leikirnir eru liður í undankeppni HM 2022. Þetta eru fyrstu leikirnir undir stjórn Arnars Þórs og á sama tíma verður leikurinn gegn Þýskalandi leikur númer 500 hjá A karla. Hópurinn Hannes Þór Halldórsson | Valur | 74 leikir Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 17 leikir Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 7 leikir Birkir Már Sævarsson | Valur | 95 leikir, 2 mörk Guðlaugur Victor Pálsson | Darmstadt | 23 leikir Sverrir Ingi Ingason | PAOK | 36 leikir, 3 mörk Ragnar Sigurðsson | Rukh Lviv | 97 leikir, 5 mörk Alfons Sampsted | Bodö Glimt | 2 leikir Ari Freyr Skúlason | KV Oostende | 77 leikir Kári Árnason | Víkingur R. | 87 leikir, 6 mörk Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moscow | 34 leikir, 2 mörk Hólmar Örn Eyjólfsson | Rosenborg | 19 leikir, 2 mörk Hjörtur Hermannsson | Bröndby | 18 leikir, 1 mark Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 91 leikur, 2 mörk Birkir Bjarnason | Brescia | 92 leikir, 13 mörk Rúnar Már Sigurjónsson | CFR Cluj | 30 leikir, 1 mark Arnór Ingvi Traustason | New England Revolution | 37 leikir, 5 mörk Gylfi Þór Sigurðsson | Everton | 78 leikir, 25 mörk Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley | 77 leikir, 8 mörk Arnór Sigurðsson | CSKA Moscow | 11 leikir, 1 mark Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 55 leikir, 3 mörk Kolbeinn Sigþórsson | IFK Göteborg | 60 leikir, 26 mörk Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 18 leikir, 3 mörk Hólmbert Aron Friðjónsson | Brescia | 4 leikir, 2 mörk Björn Bergmann Sigurðarson | Molde | 17 leikir, 1 mark HM 2022 í Katar Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla í fótbolta, tilkynnti í dag sinn fyrsta landsliðshóp en framundan eru þrír fyrstu leikir íslensku strákanna í undankeppni HM 2022. Arnar Þór valdi alla gömlu leikmennina í hópinn sinn og þá kemur Björn Bergmann Sigurðarson aftur inn í landsliðið. Arnar Þór tók við íslenska landsliðinu rétt fyrir jól en nú næstum því þremur mánuðum síðar er komið af fyrsta verkefni liðsins undir hans stjórn. Þetta eru fyrstu leikir liðsins síðan að liðið tapaði á móti Englandi á Wembley 18. nóvember. Hópur A karla fyrir leikina þrjá í mars, en Ísland mætir Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM 2022.Our squad for the three qualifying games for the FIFA World Cup 2022, where we play Germany, Armenia and Liechtenstein.#fyririsland pic.twitter.com/WgnsMHcfQt— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 17, 2021 Arnar Þór og aðstoðarmenn hans Eiður Smári Guðjohnsen og Lars Lagerbäck völdu 25 leikmenn í hópinn fyrir þessa þrjá leiki sem eru allir á útivelli og á móti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein. Gamla bandið er allt saman til staðar í þessu fyrsta verkefni. Kári Árnason, Hannes Þór Halldórsson, Birkir Már Sævarsson og Ari Freyr Skúlason litu út fyrir að vera að kveðja landsliðið eftir Englandsleikinn í nóvember en þeir eru allir með í þessum hóp. Kolbeinn Sigþórsson heldur líka sæti sínu í liðinu og þá kemur Björn Bergmann Sigurðarson aftur inn í landsliðið eftir nokkra fjarveru. Arnór Sigurðsson og Alfons Sampsted eru í þessum hóp og það er því öruggt að þeir verða ekki með 21 árs landsliðinu í úrslitakeppni EM. Þrír leikmenn úr Pepsi Max deildinni eru í hópnum eða þeir Hannes Þór Halldórsson og Birkir Már Sævarsson hjá Val og Kári Árnason hjá Víkingi. Alfreð Finnbogason getur ekki tekið þátt í þessu verkefni vegna meiðsla og þá var Viðar Örn Kjartansson ekki valinn. Framherjarnir Hólmbert Aron Friðjónsson og Björn Bergmann Sigurðarson koma aftur á móti aftur inn í staðinn. Arnar Þór fór yfir valið á þessum fyrsta hóp sínum á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í dag. Ísland mætir Þýskalandi 25. mars, Armeníu 29. mars og Liechtenstein 31. mars, en allir leikirnir eru liður í undankeppni HM 2022. Þetta eru fyrstu leikirnir undir stjórn Arnars Þórs og á sama tíma verður leikurinn gegn Þýskalandi leikur númer 500 hjá A karla. Hópurinn Hannes Þór Halldórsson | Valur | 74 leikir Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 17 leikir Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 7 leikir Birkir Már Sævarsson | Valur | 95 leikir, 2 mörk Guðlaugur Victor Pálsson | Darmstadt | 23 leikir Sverrir Ingi Ingason | PAOK | 36 leikir, 3 mörk Ragnar Sigurðsson | Rukh Lviv | 97 leikir, 5 mörk Alfons Sampsted | Bodö Glimt | 2 leikir Ari Freyr Skúlason | KV Oostende | 77 leikir Kári Árnason | Víkingur R. | 87 leikir, 6 mörk Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moscow | 34 leikir, 2 mörk Hólmar Örn Eyjólfsson | Rosenborg | 19 leikir, 2 mörk Hjörtur Hermannsson | Bröndby | 18 leikir, 1 mark Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 91 leikur, 2 mörk Birkir Bjarnason | Brescia | 92 leikir, 13 mörk Rúnar Már Sigurjónsson | CFR Cluj | 30 leikir, 1 mark Arnór Ingvi Traustason | New England Revolution | 37 leikir, 5 mörk Gylfi Þór Sigurðsson | Everton | 78 leikir, 25 mörk Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley | 77 leikir, 8 mörk Arnór Sigurðsson | CSKA Moscow | 11 leikir, 1 mark Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 55 leikir, 3 mörk Kolbeinn Sigþórsson | IFK Göteborg | 60 leikir, 26 mörk Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 18 leikir, 3 mörk Hólmbert Aron Friðjónsson | Brescia | 4 leikir, 2 mörk Björn Bergmann Sigurðarson | Molde | 17 leikir, 1 mark
Hópurinn Hannes Þór Halldórsson | Valur | 74 leikir Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 17 leikir Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 7 leikir Birkir Már Sævarsson | Valur | 95 leikir, 2 mörk Guðlaugur Victor Pálsson | Darmstadt | 23 leikir Sverrir Ingi Ingason | PAOK | 36 leikir, 3 mörk Ragnar Sigurðsson | Rukh Lviv | 97 leikir, 5 mörk Alfons Sampsted | Bodö Glimt | 2 leikir Ari Freyr Skúlason | KV Oostende | 77 leikir Kári Árnason | Víkingur R. | 87 leikir, 6 mörk Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moscow | 34 leikir, 2 mörk Hólmar Örn Eyjólfsson | Rosenborg | 19 leikir, 2 mörk Hjörtur Hermannsson | Bröndby | 18 leikir, 1 mark Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 91 leikur, 2 mörk Birkir Bjarnason | Brescia | 92 leikir, 13 mörk Rúnar Már Sigurjónsson | CFR Cluj | 30 leikir, 1 mark Arnór Ingvi Traustason | New England Revolution | 37 leikir, 5 mörk Gylfi Þór Sigurðsson | Everton | 78 leikir, 25 mörk Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley | 77 leikir, 8 mörk Arnór Sigurðsson | CSKA Moscow | 11 leikir, 1 mark Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 55 leikir, 3 mörk Kolbeinn Sigþórsson | IFK Göteborg | 60 leikir, 26 mörk Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 18 leikir, 3 mörk Hólmbert Aron Friðjónsson | Brescia | 4 leikir, 2 mörk Björn Bergmann Sigurðarson | Molde | 17 leikir, 1 mark
HM 2022 í Katar Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Sjá meira