Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 28-29 | Eyjamenn stöðvuðu sigurgöngu Vals Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 17. mars 2021 20:50 Hákon Daði reyndist hetjan á vítalínunni. vísir/elín ÍBV stöðvuðu sigurgöngu Vals þegar þeir unnu 28-29 í vægast sagt ótrúlegum leik. Deildin hefur verið í rúmlega 20 daga landsleikjapásu og var spennandi að sjá hvernig liðin koma undan pásunni þar sem þétt hefur verið spilað síðan deildin fór aftur af stað. Valsmenn hafa verið á góðu róli í síðustu leikjum og hafa til að mynda unnið síðustu þrjá leiki. ÍBV hafa verið í smá basli en ekki kom það að sök í dag og náðu þeir að vinna Valsmenn með einu marki 28-29. Þessi leikur fer seint í sögubækurnar fyrir fallegan handbolta. Leikurinn fór hægt af stað og var jafnræði með liðunum fyrst um sinn. Þegar stundarfjórðungur var búinn af fyrri hálfleik voru Valsmenn hinsvegar farnir að gefa aðeins í og komnir tveimur mörkum yfir, 8-6. Sigurinn var ansi mikilvægur fyrir ÍBV sem berst um úrslitakeppnissæti.vísir/elín Mikið var um tapaða bolta aðallega hjá ÍBV í fyrri hálfleik og voru Valsmenn fljótir að refsa. Þegar flautað var til loka fyrri hálfleik leiddu Valsmenn með þremur mörkum, 15-12. Valsmenn héldu áfram að leiða í seinni hálfleik. Ennþá voru ÍBV að tapa boltanum klaufalega en Valsmenn virtust ganga á lagið með það og fóru einnig að tapa boltanum á klaufalegan hátt. Mikið af mörkum ÍBV voru skoruð þvert yfir völlinn og í tómt mark Valsmanna sem var orðið ansi dýrkeypt. Þegar stundarfjórðungur var eftir komu ÍBV sér yfir, 22-23, en Valsmenn voru fljótir að grípa í taumanna. Þegar um ein mínúta var til leiksloka var staðan 28-28. Þá fiskar Gabríel Martinez, leikmaður ÍBV víti. Hákon Daði Styrmisson fór á punktinn og tryggði ÍBV sigurinn, 28-29. Afhverju unnu ÍBV? Það er alfarið hægt að skrifa sigur ÍBV á vítið sem Gabríel Martinez fiskaði. Það var ekkert sem benti til þess að þeir myndu vinna leikinn í nánast 55 mínútur. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Valsmönnum var það Magnús Óli Magnússon sem var atkvæðamestur með 6 mörk. Anton Rúnarsson og Finnur Ingi Stefánsson voru þar á eftir með 5 mörk. Martin Nagy var góður í markinu 11 varða bolta, 32% markvörslu. Í liði Eyjamanna var Hákon Daði Styrmisson atkvæðamestur með 10 mörk. Sigtryggur Daði Rúnarsson var með 6 mörk. Það var hart barist í kvöld. Þrír Valsmenn reyna að stöðva Kára Kristján Kristjánsson.vísir/elín Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍBV var ekki upp á marga fiska. Mikið hökt og mikið af töpuðum boltum þar sem þeir voru að reyna koma boltanum á Kára á línunni. Í seinni hálfleik er líka hægt að skrifa fall Vals á tapaða bolta. Þeir voru með leikinn í höndum sér fram að loka mínútum leiksins. Hvað er framundan? Í næstu umferð taka ÍBV á móti Þór Ak. í Vestmannaeyjum, leikurinn fer fram sunnudaginn 21. mars kl. 15:00. Næsti leikur Vals fer einnig fram á sunnudaginn en þá verður sannkallaður KFUM-slagur þar sem þeir fá Hauka í heimsókn kl. 18.00 og verður leikurinn sýndur í beinni á Stöð 2 sport. Kristinn Guðmundsson:Við höfum verið í ákveðnum basli sóknarlega ,,Ég er gríðarlega stoltur af liðinu,“ sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV eftir eins marks sigur á Val. ÍBV voru undir nánast allan leikinn og var ekki sjón að sjá liðið í fyrri hálfleik. Mikið af töpuðum boltum og hökt á sóknarleiknum ,,Við erum að gera ódýra feila sóknarlega og hleypa þeim í ódýr mörk. Þá verður þetta erfitt og við vorum að einbeita okkur að hlutum sem við höfðum ekki stjórn á.“ ÍBV náði að koma sér inn í leikinn þegar tæplega stundarfjórðungur var eftir af leiknum. ,,Við hristum þetta saman í hálfleik og töluðum um að keyra aðeins í bakið á þeim, þora og taka ábyrgð. Það small í seinni hálfleik.“ Mikið af töpuðum boltum hjá ÍBV í kvöld var þegar þeir voru að reyna koma boltanum á Kára Kristján á línunni sem var í engu færi að taka við boltanum. ,,Við höfum verið í ákveðnum basli sóknarlega. Það er svo sem ekkert nýtt. Við þurfum að sækja mörk á ódýran hátt, í hraðaupphlaupum og seinni bylgju. Við verðum svolítið ráðlausir og erum að reyna þessar neyðarsendingar á Kára sem þeir hirtu upp,“ sagði Kristinn að lokum. Vignir Stefánsson tapaði gegn uppeldisfélaginu í kvöld.vísir/elín Snorri Steinn: Ég er grautfúll „Ég er grautfúll. Við köstuðum þessu frá okkur og ég er mjög svekktur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals eftir naumt tap gegn ÍBV í kvöld. Valsmenn voru með leikinn í sínum höndum bróðurpart leiksins en þegar um stundarfjórðungur var eftir hleyptu þeir Eyjamönnum inn í leikinn, sem sigruðu svo að lokum. „Seinni hálfleikurinn er ekki góður og við gerum hrikalega mikið af tæknifeilum, ég er ekki með töluna á því en það var alveg yfir 10. Það er nátturulega ekki nógu gott.“ Mikið af mörkum ÍBV komu í seinni hálfleik þar sem að mark Valsmanna var tómt. „Við vorum í undirtölu og tókum markmanninn útaf. Við eigum að gera betur.“ Næsti leikur Vals er KFUM slagur við Hauka og er margt sem þarf að fara yfir fyrir hann. „Við erum að fara að spila á móti besta liði landsins og vorum að tapa í dag þannig það er ýmislegt sem þarf að fara yfir,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Olís-deild karla Valur ÍBV
ÍBV stöðvuðu sigurgöngu Vals þegar þeir unnu 28-29 í vægast sagt ótrúlegum leik. Deildin hefur verið í rúmlega 20 daga landsleikjapásu og var spennandi að sjá hvernig liðin koma undan pásunni þar sem þétt hefur verið spilað síðan deildin fór aftur af stað. Valsmenn hafa verið á góðu róli í síðustu leikjum og hafa til að mynda unnið síðustu þrjá leiki. ÍBV hafa verið í smá basli en ekki kom það að sök í dag og náðu þeir að vinna Valsmenn með einu marki 28-29. Þessi leikur fer seint í sögubækurnar fyrir fallegan handbolta. Leikurinn fór hægt af stað og var jafnræði með liðunum fyrst um sinn. Þegar stundarfjórðungur var búinn af fyrri hálfleik voru Valsmenn hinsvegar farnir að gefa aðeins í og komnir tveimur mörkum yfir, 8-6. Sigurinn var ansi mikilvægur fyrir ÍBV sem berst um úrslitakeppnissæti.vísir/elín Mikið var um tapaða bolta aðallega hjá ÍBV í fyrri hálfleik og voru Valsmenn fljótir að refsa. Þegar flautað var til loka fyrri hálfleik leiddu Valsmenn með þremur mörkum, 15-12. Valsmenn héldu áfram að leiða í seinni hálfleik. Ennþá voru ÍBV að tapa boltanum klaufalega en Valsmenn virtust ganga á lagið með það og fóru einnig að tapa boltanum á klaufalegan hátt. Mikið af mörkum ÍBV voru skoruð þvert yfir völlinn og í tómt mark Valsmanna sem var orðið ansi dýrkeypt. Þegar stundarfjórðungur var eftir komu ÍBV sér yfir, 22-23, en Valsmenn voru fljótir að grípa í taumanna. Þegar um ein mínúta var til leiksloka var staðan 28-28. Þá fiskar Gabríel Martinez, leikmaður ÍBV víti. Hákon Daði Styrmisson fór á punktinn og tryggði ÍBV sigurinn, 28-29. Afhverju unnu ÍBV? Það er alfarið hægt að skrifa sigur ÍBV á vítið sem Gabríel Martinez fiskaði. Það var ekkert sem benti til þess að þeir myndu vinna leikinn í nánast 55 mínútur. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Valsmönnum var það Magnús Óli Magnússon sem var atkvæðamestur með 6 mörk. Anton Rúnarsson og Finnur Ingi Stefánsson voru þar á eftir með 5 mörk. Martin Nagy var góður í markinu 11 varða bolta, 32% markvörslu. Í liði Eyjamanna var Hákon Daði Styrmisson atkvæðamestur með 10 mörk. Sigtryggur Daði Rúnarsson var með 6 mörk. Það var hart barist í kvöld. Þrír Valsmenn reyna að stöðva Kára Kristján Kristjánsson.vísir/elín Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍBV var ekki upp á marga fiska. Mikið hökt og mikið af töpuðum boltum þar sem þeir voru að reyna koma boltanum á Kára á línunni. Í seinni hálfleik er líka hægt að skrifa fall Vals á tapaða bolta. Þeir voru með leikinn í höndum sér fram að loka mínútum leiksins. Hvað er framundan? Í næstu umferð taka ÍBV á móti Þór Ak. í Vestmannaeyjum, leikurinn fer fram sunnudaginn 21. mars kl. 15:00. Næsti leikur Vals fer einnig fram á sunnudaginn en þá verður sannkallaður KFUM-slagur þar sem þeir fá Hauka í heimsókn kl. 18.00 og verður leikurinn sýndur í beinni á Stöð 2 sport. Kristinn Guðmundsson:Við höfum verið í ákveðnum basli sóknarlega ,,Ég er gríðarlega stoltur af liðinu,“ sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV eftir eins marks sigur á Val. ÍBV voru undir nánast allan leikinn og var ekki sjón að sjá liðið í fyrri hálfleik. Mikið af töpuðum boltum og hökt á sóknarleiknum ,,Við erum að gera ódýra feila sóknarlega og hleypa þeim í ódýr mörk. Þá verður þetta erfitt og við vorum að einbeita okkur að hlutum sem við höfðum ekki stjórn á.“ ÍBV náði að koma sér inn í leikinn þegar tæplega stundarfjórðungur var eftir af leiknum. ,,Við hristum þetta saman í hálfleik og töluðum um að keyra aðeins í bakið á þeim, þora og taka ábyrgð. Það small í seinni hálfleik.“ Mikið af töpuðum boltum hjá ÍBV í kvöld var þegar þeir voru að reyna koma boltanum á Kára Kristján á línunni sem var í engu færi að taka við boltanum. ,,Við höfum verið í ákveðnum basli sóknarlega. Það er svo sem ekkert nýtt. Við þurfum að sækja mörk á ódýran hátt, í hraðaupphlaupum og seinni bylgju. Við verðum svolítið ráðlausir og erum að reyna þessar neyðarsendingar á Kára sem þeir hirtu upp,“ sagði Kristinn að lokum. Vignir Stefánsson tapaði gegn uppeldisfélaginu í kvöld.vísir/elín Snorri Steinn: Ég er grautfúll „Ég er grautfúll. Við köstuðum þessu frá okkur og ég er mjög svekktur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals eftir naumt tap gegn ÍBV í kvöld. Valsmenn voru með leikinn í sínum höndum bróðurpart leiksins en þegar um stundarfjórðungur var eftir hleyptu þeir Eyjamönnum inn í leikinn, sem sigruðu svo að lokum. „Seinni hálfleikurinn er ekki góður og við gerum hrikalega mikið af tæknifeilum, ég er ekki með töluna á því en það var alveg yfir 10. Það er nátturulega ekki nógu gott.“ Mikið af mörkum ÍBV komu í seinni hálfleik þar sem að mark Valsmanna var tómt. „Við vorum í undirtölu og tókum markmanninn útaf. Við eigum að gera betur.“ Næsti leikur Vals er KFUM slagur við Hauka og er margt sem þarf að fara yfir fyrir hann. „Við erum að fara að spila á móti besta liði landsins og vorum að tapa í dag þannig það er ýmislegt sem þarf að fara yfir,“ sagði Snorri Steinn að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti