Málið verður skoðað í kvöldfréttum Stöðvar 2 og haldið áfram að fjalla um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að opna landið fyrir íbúum utan Shcengen. Heit umræða skapaðist um málið á þingi í dag.
Elín Margrét, fréttamaður okkar í Danmörku, mun einnig fara yfir stöðuna á kórónuveirufaraldrinum þar í landi og heyra hljóðið í Íslendingum sem þar búa.
Happdrætti Háskóla Íslands hefur verið veittur nokkurra daga frestur til þess að hætta rekstri spilakassa, annars verði starfsemin kærð til lögreglu. Við fjöllum um málið í fréttatímanum og verðum í beinni útsendingu frá Fossvogsskóla þar sem foreldrar ætla að safnast saman og mótmæla sinnuleysi stjórnvalda hvað varðar myglu sem hefur komið upp í skólanum.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.