Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2021 10:24 Það að árásarmaðurinn hafi ekki verið ákærður fyrir hatursglæpi hefur vakið mikil viðbrögð í Bandaríkjunum. AP/Curtis Compton Maður sem skaut átta til bana, þar af sex konur af asískum uppruna, í árásum á þrjár mismunandi nuddstofum í Atlanta í Bandaríkjunum í vikunni hefur verið ákærður fyrir átta morð. Hinn 21 árs gamli árásarmaður segist ekki vera rasisti. Einn maður dó í árásina og ein kona sem er ekki af asískum uppruna. Robert Aaron Long er 21 árs gamall og segist hafa skotið átta manns til bana því hann sé kynlífsfíkill.AP/Fógeti Crisp sýslu Samkvæmt lögreglunni segist Robert Aaron Long þess í stað þjást af kynlífsfíkn og segist hann hafa gert árás á staði sem hafi freistað hans. „Hann var eiginlega búinn að fá nóg og kominn á endastöð,“ sagði Jay Baker, talsmaður fógetans í Atlanta á blaðamannafundi í gær. „Hann átti mjög slæman dag í gær [þriðjudag] og þetta er það sem hann gerði,“ sagði Baker einnig. Þessi ummæli hafa ekki fallið vel í kramið vestanhafs og hefur Baker verið sakaður um að draga úr alvarleika málsins. Ofbeldi og árásir gegn Bandaríkjamönnum hefur aukist verulega á undanförnu ári, samhliða heimsfaraldri Nýju kórónuveirunnar. Ummælin má sjá hér að neðan. Netverjar og blaðamenn vestanhafs hafa fundið Facebookfærslur Bakersþar sem hann var að auglýsa boli þar sem nýja kórónuveiran var kölluð „Innflutt veira frá Kína“ þar sem Kína var vitlaust stafað; „CHY-NA“. Í frétt Washington Post kemur fram að fjölmargar árásir gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna hafa snúist um and-kínverskan áróður þar sem Kína er kennt um faraldur kórónuveirunnar en veiran greindist fyrst í mönnum þar í landi. Þar hefur Donald Trump, fyrrverandi forseti, farið manna fremstur og fjölmörg samtök Bandaríkjamanna af asískum uppruna segja hann og áróður hans hafa ýtt undir ofbeldi gegn fólki. AP fréttaveitan segir marga sömuleiðis vera reiða yfir því að Long hafi ekki verið ákærður fyrir hatursglæpi, að virðist á þeim grundvelli að hann sagðist sjálfur ekki vera rasisti. Hér að neðan má hlusta á símtal til Neyðarlínunnar vegna árásanna. Margaret Huang, sem stýrir Southern Poverty Law Center, sem fylgjast með öfgamönnum í Bandaríkjunum, sagði árásarmanninn augljóslega hafa beint sjónum sínum að sérstökum hópi fólks. Í samtali við blaðamann AP segist hún óttast að það að skilgreina árásina ekki sem hatursglæp muni hafa þau áhrif að fólk af asískum uppruna dragi lappirnar í því að leita sér hjálpar vegna ofbeldis og haturs. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Átta skotnir til bana í Atlanta í árás sem beindist gegn asísku fólki Átta voru skotin til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skotárásirnar voru gerðar á þremur stöðum og er sami einstaklingur grunaður um þær allar. 17. mars 2021 06:31 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Einn maður dó í árásina og ein kona sem er ekki af asískum uppruna. Robert Aaron Long er 21 árs gamall og segist hafa skotið átta manns til bana því hann sé kynlífsfíkill.AP/Fógeti Crisp sýslu Samkvæmt lögreglunni segist Robert Aaron Long þess í stað þjást af kynlífsfíkn og segist hann hafa gert árás á staði sem hafi freistað hans. „Hann var eiginlega búinn að fá nóg og kominn á endastöð,“ sagði Jay Baker, talsmaður fógetans í Atlanta á blaðamannafundi í gær. „Hann átti mjög slæman dag í gær [þriðjudag] og þetta er það sem hann gerði,“ sagði Baker einnig. Þessi ummæli hafa ekki fallið vel í kramið vestanhafs og hefur Baker verið sakaður um að draga úr alvarleika málsins. Ofbeldi og árásir gegn Bandaríkjamönnum hefur aukist verulega á undanförnu ári, samhliða heimsfaraldri Nýju kórónuveirunnar. Ummælin má sjá hér að neðan. Netverjar og blaðamenn vestanhafs hafa fundið Facebookfærslur Bakersþar sem hann var að auglýsa boli þar sem nýja kórónuveiran var kölluð „Innflutt veira frá Kína“ þar sem Kína var vitlaust stafað; „CHY-NA“. Í frétt Washington Post kemur fram að fjölmargar árásir gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna hafa snúist um and-kínverskan áróður þar sem Kína er kennt um faraldur kórónuveirunnar en veiran greindist fyrst í mönnum þar í landi. Þar hefur Donald Trump, fyrrverandi forseti, farið manna fremstur og fjölmörg samtök Bandaríkjamanna af asískum uppruna segja hann og áróður hans hafa ýtt undir ofbeldi gegn fólki. AP fréttaveitan segir marga sömuleiðis vera reiða yfir því að Long hafi ekki verið ákærður fyrir hatursglæpi, að virðist á þeim grundvelli að hann sagðist sjálfur ekki vera rasisti. Hér að neðan má hlusta á símtal til Neyðarlínunnar vegna árásanna. Margaret Huang, sem stýrir Southern Poverty Law Center, sem fylgjast með öfgamönnum í Bandaríkjunum, sagði árásarmanninn augljóslega hafa beint sjónum sínum að sérstökum hópi fólks. Í samtali við blaðamann AP segist hún óttast að það að skilgreina árásina ekki sem hatursglæp muni hafa þau áhrif að fólk af asískum uppruna dragi lappirnar í því að leita sér hjálpar vegna ofbeldis og haturs.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Átta skotnir til bana í Atlanta í árás sem beindist gegn asísku fólki Átta voru skotin til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skotárásirnar voru gerðar á þremur stöðum og er sami einstaklingur grunaður um þær allar. 17. mars 2021 06:31 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Átta skotnir til bana í Atlanta í árás sem beindist gegn asísku fólki Átta voru skotin til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skotárásirnar voru gerðar á þremur stöðum og er sami einstaklingur grunaður um þær allar. 17. mars 2021 06:31