Toppliðin töpuðu bæði í kvennakörfunni: Gaupi fór yfir leiki gærkvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2021 17:00 Eva Margrét Kristjánsdóttir og félagar í Haukaliðunu unnu sinn þriðja sigur í röð í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Það voru óvænt úrslit í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi þar sem topplið Vals og Keflavíkur þurftu bæði að sætta sig við tap fyrir liði úr neðri hluta deildarinnar. Guðjón Guðmundsson tók saman það sem gerðist í fjórtándu umferðinni sem fór öll fram í gær og lið KR, Breiðabliks, Hauka og Fjölnis fögnuðu sigri. Breiðablik og KR unnu topplið deildarinnar og bæði Haukar og Fjölnir unnu sinn þriðja leik í röð. Haukarnir eru nú bara tveimur stigum á eftir toppliðum Vals og Keflavíkur en Fjölnir er aftur á móti komið með sex stiga forskot á Skallagrím í baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. KR komst líka upp að hlið Snæfelli í neðstu sætum deildarinnar og Blikar eru á lygnum sjó eftir sigur sinn í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir alla leiki gærkvöldsins og tók saman sjónvarpsfrétt sem má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi fór yfir fjórtándu umferð Domino´s deildar kvenna KR-konur unnu óvæntan 81-75 sigur á Keflavík í Keflavík. KR-liðið hafði aðeins unnið einn af þrettán leikjum sínum fyrir leikinn og Keflavíkurliðið aðeins tapað tveimur leikjum samanlagt. Keflavíkurliðið missti hina bandarísku Daniela Wallen Morillo af velli undir lok fyrri hálflsiek og spilaði hún ekki meira í leiknum. KR-konur unnu næstu fimm mínútur 20-3 og lögðu með því grunninn að sigrinum sem var þó naumur í lokin. Finninn Annika Holopainen var stigahæst hjá KR með 23 stig, Taryn McCutcheon skoraði 17 stig og tók 14 fráköst og Ástrós Lena Ægisdóttir var með 13 stig. Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 19 stig fyrir Keflavík og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var með 17 stig og 12 fráköst. Breiðablik vann fimm stiga sigur á Val, 74-69, þar sem Blikarnir voru næstum því búnar að missa frá sér sigurinn í lokin. Blikar misstu niður 62-48 forystu í 66-67 á sjö mínútum en gerðu síðan vel í að klára leikinn á æsispennandi lokamínútum. Jessica Kay Loera var frábær með 20 stig, 13 stoðsendingar og 5 stolna bolta og Iva Georgieva skoraði 20 stig. Eydís Eva Þórisdóttir var stigahæst hjá Val með 13 stig en Valsliðið lék án þriggja landsliðskvenna í leiknum. Hildur Björg Kjartansdóttir og Dagbjört Dögg Karlsdóttir misstu af leiknum vegna meiðsla og Guðbjörg Sverrisdóttir meiddist í upphafi leiks. Alyesha Lovett var með 22 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar í 73-69 sigri Hauka á Skallagrími en tvíburasysturnar Bríet Sif Hinriksdóttir (13 stig) og Sara Rún Hinriksdóttir (12 stig) komu henni næstar í stigaskorun. Keira Robinson skoraði 30 stig fyrir Skallagrím auk þess að taka 10 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Ariel Hearn bauð upp á 19 stig, 17 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Fjölnir vann 79-71 sigur á Snæfelli en Lina Pikciuté var með 18 stig og 14 fráköst. Sara Djassi skoraði 14 stig og Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir var með 13 stig. Haiden Palmer var atkvæðamest hjá Snæfelli með 29 stig, 22 fráköst og 6 stoðsendingar. Dominos-deild kvenna Valur Keflavík ÍF Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Guðjón Guðmundsson tók saman það sem gerðist í fjórtándu umferðinni sem fór öll fram í gær og lið KR, Breiðabliks, Hauka og Fjölnis fögnuðu sigri. Breiðablik og KR unnu topplið deildarinnar og bæði Haukar og Fjölnir unnu sinn þriðja leik í röð. Haukarnir eru nú bara tveimur stigum á eftir toppliðum Vals og Keflavíkur en Fjölnir er aftur á móti komið með sex stiga forskot á Skallagrím í baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. KR komst líka upp að hlið Snæfelli í neðstu sætum deildarinnar og Blikar eru á lygnum sjó eftir sigur sinn í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir alla leiki gærkvöldsins og tók saman sjónvarpsfrétt sem má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi fór yfir fjórtándu umferð Domino´s deildar kvenna KR-konur unnu óvæntan 81-75 sigur á Keflavík í Keflavík. KR-liðið hafði aðeins unnið einn af þrettán leikjum sínum fyrir leikinn og Keflavíkurliðið aðeins tapað tveimur leikjum samanlagt. Keflavíkurliðið missti hina bandarísku Daniela Wallen Morillo af velli undir lok fyrri hálflsiek og spilaði hún ekki meira í leiknum. KR-konur unnu næstu fimm mínútur 20-3 og lögðu með því grunninn að sigrinum sem var þó naumur í lokin. Finninn Annika Holopainen var stigahæst hjá KR með 23 stig, Taryn McCutcheon skoraði 17 stig og tók 14 fráköst og Ástrós Lena Ægisdóttir var með 13 stig. Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 19 stig fyrir Keflavík og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var með 17 stig og 12 fráköst. Breiðablik vann fimm stiga sigur á Val, 74-69, þar sem Blikarnir voru næstum því búnar að missa frá sér sigurinn í lokin. Blikar misstu niður 62-48 forystu í 66-67 á sjö mínútum en gerðu síðan vel í að klára leikinn á æsispennandi lokamínútum. Jessica Kay Loera var frábær með 20 stig, 13 stoðsendingar og 5 stolna bolta og Iva Georgieva skoraði 20 stig. Eydís Eva Þórisdóttir var stigahæst hjá Val með 13 stig en Valsliðið lék án þriggja landsliðskvenna í leiknum. Hildur Björg Kjartansdóttir og Dagbjört Dögg Karlsdóttir misstu af leiknum vegna meiðsla og Guðbjörg Sverrisdóttir meiddist í upphafi leiks. Alyesha Lovett var með 22 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar í 73-69 sigri Hauka á Skallagrími en tvíburasysturnar Bríet Sif Hinriksdóttir (13 stig) og Sara Rún Hinriksdóttir (12 stig) komu henni næstar í stigaskorun. Keira Robinson skoraði 30 stig fyrir Skallagrím auk þess að taka 10 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Ariel Hearn bauð upp á 19 stig, 17 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Fjölnir vann 79-71 sigur á Snæfelli en Lina Pikciuté var með 18 stig og 14 fráköst. Sara Djassi skoraði 14 stig og Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir var með 13 stig. Haiden Palmer var atkvæðamest hjá Snæfelli með 29 stig, 22 fráköst og 6 stoðsendingar.
Dominos-deild kvenna Valur Keflavík ÍF Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira