Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Stjarnan 92-83 | Heimamenn upp í annað sætið eftir frábæran síðari hálfleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. mars 2021 20:20 Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur á Stjörnunni í kvöld. Vísir/Elín Björg Frábær síðari hálfleikur Þórs Þorlákshafnar skilaði þeim frábærum níu stiga sigri eftir að liðið var 13 stigum undir í hálfleik. Þór Þ. er því komið upp í annað sæti Dominos-deildarinnar í körfubolta á meðan gestirnir úr Garðabæ eru dottnir niður í þriðja sætið. Lokatölur 92-83 Þórsurum í vil. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta. Mikill hraði var í upphafi leiks og við fengum að sjá margar sóknir. Stjörnumenn náðu smá forskoti, eða sex stigum þegar mest var, en heimamenn unnu upp það forskot. Gestirnir voru örlítið sterkari í lok leikhlutans og voru með þriggja stiga forskot þegar flautan gall. Gestirnir tóku svo öll völd í öðrum leikhluta. Vörn þeirra var frábær og Þórsarar skoruðu ekki nema fjögur stig fyrstu sex eða sjö mínútur leikhlutans. Gestirnir náðu á þeim tíma 13 stiga forskoti og héldu því út hálfleikinn. Staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja 33-46 og mikið verk framundan fyrir Lárus og strákana hans frá Þorlákshöfn. Gestirnir skoruðu svo fyrstu fjögur stig seinni hálfleiksins og munurinn því orðinn 17 stig. Þá vöknuðu heimamenn loksins til lífsins. Þórsarar skoruðu 29 stig í þriðja leikhluta og héldu Stjörnumönnum í 14. Þegar komið var að lokaleikhlutanum voru heimamenn því komnir með tveggja stiga forskot. Þórsarar héldu sannkallaða skotsýningu í fjórða leikhluta. Það gekk gjörsamlega allt upp hjá þeim sóknarlega, en góður varnarleikur skilaði þeim auðveldum opnunum. Heimamenn settu niður sjö þrista í fjórða leikhluta og tryggðu níu stiga sigur á heimavelli. Af hverju vann Þór? Þórsarar litu ekki sannfærandi út í fyrri hálfleik en voru eins og nýtt lið í þeim seinni. Frábær varnarleikur skilaði þeim auðveldum stigum, og það hjálpar til að hitta nánast hverju einasta þriggja stiga skoti sem liðið tekur í seinni hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Callum Reese Lawson skoraði 21 stig og tók átta fráköst í liði heimamanna. Ragnar Örn, Halldór Garðar og Emil Karel áttu líka allir flottan leik í seinni hálfleik og þjálfari þeirra hrósaði þeim sérstaklega fyrir sitt framlag. Halldór Garðar stýrði sóknarleiknum vel og Ragnar og Emil settu niður mikilvæg stig og rifu stemninguna upp hjá sínum mönnum. Í liði gestanna var það Ægir Þór sem stóð upp úr. Hann setti niður 20 stig, tók sjö fráköst og átti fimm stoðsendingar. Hvað gerist næst? Stjarnan fær Hauka í heimsókn á sunnudaginn og þurfa þar á sigri að halda ef þeir ætla ekki að missa Keflvíkinga og Þórsara of langt fram úr sér. Haukarnir eru komnir með nýjan þjálfara og sitja í neðsta sæti deildarinnar. Þórsarar fara í Breiðholtið og heimsækja ÍR næstkomandi mánudag. ÍR-ingar eru í fimmta sæti deildarinnar og geta með sigri saxað vel á liðin fyrir ofan sig. Arnar: Þeir bara splundruðu okkur algjörlega Arnar Guðjónsson var ekki sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld.Vísir/Vilhelm „Ég er bara gríðarlega svekktur með spilamennsku okkar,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar eftir tapið í kvöld. „Ég vil byrja á því a óska Þórsurum til hamingju. Þeir voru frábærir í seinni hálfleik og gerðu alveg nógu vel í seinni hálfleik til að verðskulda sigurinn en við koðnuðum niður.“ Stjarnan náði 17 stiga forskoti snemma í þriðja leikhluta en Þórsarar tóku öll völd eftir það. „Þeir bara splundruðu okkur algjörlega og fóru bara mjög illa með varnarleikinn okkar. Við urðum litlir í okkur. Ef þeir spiluðu fast þá urðum við litlir og tókum ekki fráköst. Það er margt sem að við þurfum að laga. Við erum ekki á góðum stað eins og er.“ Þórsarar tóku vel á Stjörnumönnum, og kannski full harkalega á köflum. Arnar lét dómara leiksins nokkrum sinnum vita hvað honum þætti, og þá sérstaklega þegar hans menn fengu högg á andlitið. Eitthvað sem getur komið fyrir, en Arnari fannst nóg komið þegar það gerðist í fjórða skiptið í leiknum. Arnar hélt þó ró sinni þegar hann var spurður út í þessi atvik og vildi ekki tjá sig um þau. „Ég ætla ekki að tala um dómgæslu í fjölmiðlum,“ sagði Arnar og þar við sat. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Lárus: Við þurftum bara að hætta að hika Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar var virkilega ánægður með sína menn í kvöld, en þeir unnu góðan 92-83 sigur gegn Stjörnunni í Dominos deild karla. 18. mars 2021 20:27
Frábær síðari hálfleikur Þórs Þorlákshafnar skilaði þeim frábærum níu stiga sigri eftir að liðið var 13 stigum undir í hálfleik. Þór Þ. er því komið upp í annað sæti Dominos-deildarinnar í körfubolta á meðan gestirnir úr Garðabæ eru dottnir niður í þriðja sætið. Lokatölur 92-83 Þórsurum í vil. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta. Mikill hraði var í upphafi leiks og við fengum að sjá margar sóknir. Stjörnumenn náðu smá forskoti, eða sex stigum þegar mest var, en heimamenn unnu upp það forskot. Gestirnir voru örlítið sterkari í lok leikhlutans og voru með þriggja stiga forskot þegar flautan gall. Gestirnir tóku svo öll völd í öðrum leikhluta. Vörn þeirra var frábær og Þórsarar skoruðu ekki nema fjögur stig fyrstu sex eða sjö mínútur leikhlutans. Gestirnir náðu á þeim tíma 13 stiga forskoti og héldu því út hálfleikinn. Staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja 33-46 og mikið verk framundan fyrir Lárus og strákana hans frá Þorlákshöfn. Gestirnir skoruðu svo fyrstu fjögur stig seinni hálfleiksins og munurinn því orðinn 17 stig. Þá vöknuðu heimamenn loksins til lífsins. Þórsarar skoruðu 29 stig í þriðja leikhluta og héldu Stjörnumönnum í 14. Þegar komið var að lokaleikhlutanum voru heimamenn því komnir með tveggja stiga forskot. Þórsarar héldu sannkallaða skotsýningu í fjórða leikhluta. Það gekk gjörsamlega allt upp hjá þeim sóknarlega, en góður varnarleikur skilaði þeim auðveldum opnunum. Heimamenn settu niður sjö þrista í fjórða leikhluta og tryggðu níu stiga sigur á heimavelli. Af hverju vann Þór? Þórsarar litu ekki sannfærandi út í fyrri hálfleik en voru eins og nýtt lið í þeim seinni. Frábær varnarleikur skilaði þeim auðveldum stigum, og það hjálpar til að hitta nánast hverju einasta þriggja stiga skoti sem liðið tekur í seinni hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Callum Reese Lawson skoraði 21 stig og tók átta fráköst í liði heimamanna. Ragnar Örn, Halldór Garðar og Emil Karel áttu líka allir flottan leik í seinni hálfleik og þjálfari þeirra hrósaði þeim sérstaklega fyrir sitt framlag. Halldór Garðar stýrði sóknarleiknum vel og Ragnar og Emil settu niður mikilvæg stig og rifu stemninguna upp hjá sínum mönnum. Í liði gestanna var það Ægir Þór sem stóð upp úr. Hann setti niður 20 stig, tók sjö fráköst og átti fimm stoðsendingar. Hvað gerist næst? Stjarnan fær Hauka í heimsókn á sunnudaginn og þurfa þar á sigri að halda ef þeir ætla ekki að missa Keflvíkinga og Þórsara of langt fram úr sér. Haukarnir eru komnir með nýjan þjálfara og sitja í neðsta sæti deildarinnar. Þórsarar fara í Breiðholtið og heimsækja ÍR næstkomandi mánudag. ÍR-ingar eru í fimmta sæti deildarinnar og geta með sigri saxað vel á liðin fyrir ofan sig. Arnar: Þeir bara splundruðu okkur algjörlega Arnar Guðjónsson var ekki sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld.Vísir/Vilhelm „Ég er bara gríðarlega svekktur með spilamennsku okkar,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar eftir tapið í kvöld. „Ég vil byrja á því a óska Þórsurum til hamingju. Þeir voru frábærir í seinni hálfleik og gerðu alveg nógu vel í seinni hálfleik til að verðskulda sigurinn en við koðnuðum niður.“ Stjarnan náði 17 stiga forskoti snemma í þriðja leikhluta en Þórsarar tóku öll völd eftir það. „Þeir bara splundruðu okkur algjörlega og fóru bara mjög illa með varnarleikinn okkar. Við urðum litlir í okkur. Ef þeir spiluðu fast þá urðum við litlir og tókum ekki fráköst. Það er margt sem að við þurfum að laga. Við erum ekki á góðum stað eins og er.“ Þórsarar tóku vel á Stjörnumönnum, og kannski full harkalega á köflum. Arnar lét dómara leiksins nokkrum sinnum vita hvað honum þætti, og þá sérstaklega þegar hans menn fengu högg á andlitið. Eitthvað sem getur komið fyrir, en Arnari fannst nóg komið þegar það gerðist í fjórða skiptið í leiknum. Arnar hélt þó ró sinni þegar hann var spurður út í þessi atvik og vildi ekki tjá sig um þau. „Ég ætla ekki að tala um dómgæslu í fjölmiðlum,“ sagði Arnar og þar við sat. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Lárus: Við þurftum bara að hætta að hika Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar var virkilega ánægður með sína menn í kvöld, en þeir unnu góðan 92-83 sigur gegn Stjörnunni í Dominos deild karla. 18. mars 2021 20:27
Lárus: Við þurftum bara að hætta að hika Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar var virkilega ánægður með sína menn í kvöld, en þeir unnu góðan 92-83 sigur gegn Stjörnunni í Dominos deild karla. 18. mars 2021 20:27
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum