Molde úr leik þrátt fyrir sigur á meðan Roma fór örugglega áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. mars 2021 20:01 Björn Bergmann í leik kvöldsins. EPA-EFE/Tamas Kovacs Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Molde sem vann Granada 2-1 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Granda vann fyrri leikinn 2-0 og fer því áfram í 8-liða úrslitin. Þá vann Roma 2-1 útisigur á Shakhtar Donetsk og einvígið þar með 5-1. Jesus Vallejo skoraði sjálfsmark fyrir Granda þegar tæpur hálftími var liðinn í kvöld og Molde því aðeins marki frá því að knýja fram framlengingu er flautað var til hálfleiks. Gamla brýnið Roberto Soldado jafnaði metin fyrir Granada-menn á 72. mínútu og tryggði gestunum frá Spáni þar með farseðilinn í 8-liða úrslit. 4- Soldado scored in the 1st leg for Granada with the Spaniard becoming just the 4th player to score for 4 teams from the same country in UEFA Cup/Europa League history (Osasuna, Valencia and Villareal) after João Pinto, Pierre-Alain Frau and Lazaros Christodoulopoulos. Veteran.— OptaJose (@OptaJose) March 18, 2021 Eirik Hestead skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma en Molde hefði þurft að vinna 4-1 til að komast áfram þar sem Granada vann fyrri leik liðanna. Lokatölur 2-1 Molde í vil en leikurinn fór fram á Puskas Arena í Ungverjalandi. Björn Bergmann var tekinn af velli á 63. mínútu leiksins. Í Úkraínu vann Roma 2-1 útisigur á Shakhtar Donetsk og einvígið þar með sannfærandi 5-1. Borja Mayoral kom Roma yfir í upphafi fyrri hálfleiks. Junior Moraes jafnaði metin þegar tæp klukkustund var liðin en Mayoral var aftur á ferðinni áður en leik lauk og tryggði Roma þar með sigur í báðum leikjum. Granada, Roma og Arsenal eru því komin áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar en dregið verður í þau í hádeginu á morgun. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira
Jesus Vallejo skoraði sjálfsmark fyrir Granda þegar tæpur hálftími var liðinn í kvöld og Molde því aðeins marki frá því að knýja fram framlengingu er flautað var til hálfleiks. Gamla brýnið Roberto Soldado jafnaði metin fyrir Granada-menn á 72. mínútu og tryggði gestunum frá Spáni þar með farseðilinn í 8-liða úrslit. 4- Soldado scored in the 1st leg for Granada with the Spaniard becoming just the 4th player to score for 4 teams from the same country in UEFA Cup/Europa League history (Osasuna, Valencia and Villareal) after João Pinto, Pierre-Alain Frau and Lazaros Christodoulopoulos. Veteran.— OptaJose (@OptaJose) March 18, 2021 Eirik Hestead skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma en Molde hefði þurft að vinna 4-1 til að komast áfram þar sem Granada vann fyrri leik liðanna. Lokatölur 2-1 Molde í vil en leikurinn fór fram á Puskas Arena í Ungverjalandi. Björn Bergmann var tekinn af velli á 63. mínútu leiksins. Í Úkraínu vann Roma 2-1 útisigur á Shakhtar Donetsk og einvígið þar með sannfærandi 5-1. Borja Mayoral kom Roma yfir í upphafi fyrri hálfleiks. Junior Moraes jafnaði metin þegar tæp klukkustund var liðin en Mayoral var aftur á ferðinni áður en leik lauk og tryggði Roma þar með sigur í báðum leikjum. Granada, Roma og Arsenal eru því komin áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar en dregið verður í þau í hádeginu á morgun. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira