Stígur fram og sakar Armie Hammer um nauðgun Sylvía Hall skrifar 18. mars 2021 22:31 Effie greindi frá því á blaðamannafundinum að samband hennar og Armie Hammer hafi staðið yfir í fjögur ár með hléum. Á þeim tíma hafi hann beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi. Getty/Skjáskot 24 ára gömul kona, sem gengur undir nafninu Effie, hefur stigið fram og sakað leikarann Armie Hammer um andlegt og kynferðislegt ofbeldi í fjögurra ára sambandi þeirra. Samband þeirra stóð yfir með hléum á sama tíma og hann var giftur fyrrverandi eiginkonu sinni Elizabeth Chambers. Effie kýs að halda raunverulegu nafni sínu leyndu en hún var meðal þeirra fyrstu sem greindi frá ofbeldi af hálfu leikarans, en hún heldur úti Instagram-aðganginum House of Effie. Í dag boðaði hún til blaðamannafundar ásamt lögmanni sínum Gloriu Allred, sem er hvað þekktust fyrir kvenréttindabaráttu sína og hefur tekið að sér fjölmarga skjólstæðinga sem hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Á blaðamannafundinum greindi hún frá því að hún hafi átt í ástarsambandi við Hammer. Á þeim tíma hafi hann beitt hana andlegu ofbeldi og margoft farið yfir mörk hennar í samskiptum, þá sérstaklega í kynlífi. Árið 2017 hafi hann nauðgað á ofbeldisfullan hátt í fjóra tíma. „Þann 24. apríl árið 2017 nauðgaði Armie Hammer mér í rúmlega fjóra tíma í Los Angeles, sló höfði mínu ítrekað í vegg með þeim afleiðingum að ég hlaut mar í andliti,“ sagði Effie í yfirlýsingu. „Hann beitti mig öðru ofbeldi sem ég samþykkti ekki. Til dæmis sló hann mig í fæturna með písk svo mér var illt í hverju skrefi vikuna eftir. Í þessa fjóra tíma reyndi ég að komast í burtu en hann leyfði mér það ekki. Ég hélt hann myndi drepa mig. Hann fór svo án þess að hafa nokkrar áhyggjur af velferð minni.“ Reyndi að afskrifa ofbeldið sem „sjúka tegund af ást“ Effie segist hafa búið í ótta frá því að árásin átti sér stað. Hún hafi reynt að líta svo á að samband þeirra hafi verið „sjúk tegund af ást“ en nú hafi hann ekki lengur tak á henni. „Ég er farin að sjá að það sturlaða andlega tak sem hann hafði á mér var ótrúlega skaðlegt á margan hátt.“ Ásakanir í garð leikarans fóru að líta dagsins ljós snemma á þessu ári, en háskólaneminn og áhrifavaldurinn Paige Lorenze greindi frá því fyrr á árinu að Hammer hefði „merkt sig“ og dreift nektarmyndum af henni í óleyfi. Þá á leikarinn að hafa lýst því yfir við konur að hann vildi drekka blóð þeirra og að hann væri mannæta. Leikarinn hefur hafnað ásökununum og segja talsmenn hans að allt sem fór milli hans og Effie hafi verið með vitund og vilja hennar. Effie hafi sent skilaboð til leikarans síðasta sumar og lýst því yfir að hún hafi viljað endurvekja samband þeirra en Hammer hafi neitað því. „Það var aldrei ætlun hr. Hammer að greina frá blæti eða skrítnum kynferðislegum löngunum [Effie], en hún hefur nú tekið málið á það stig að ráða lögmann til að halda blaðamannafund. Með sannleikann á sinni hlið fagnar hr. Hammer tækifærinu til þess að láta það sanna koma í ljós,“ sagði í yfirlýsingu talsmannanna. Lögreglan í Los Angeles staðfesti við Page Six að lögreglurannsókn væri hafin á ásökunum í garð Hammer eftir að tilkynnt var um kynferðisofbeldi af hans hálfu í byrjun febrúar. Á blaðamannafundinum sagði Allred lögregluna hafa einnig fengið gögn frá Effie, og það væri undir þeim komið að ákveða hvort það væri nægilegur grundvöllur fyrir ákæru. Hollywood Bandaríkin MeToo Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Sjá meira
Effie kýs að halda raunverulegu nafni sínu leyndu en hún var meðal þeirra fyrstu sem greindi frá ofbeldi af hálfu leikarans, en hún heldur úti Instagram-aðganginum House of Effie. Í dag boðaði hún til blaðamannafundar ásamt lögmanni sínum Gloriu Allred, sem er hvað þekktust fyrir kvenréttindabaráttu sína og hefur tekið að sér fjölmarga skjólstæðinga sem hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Á blaðamannafundinum greindi hún frá því að hún hafi átt í ástarsambandi við Hammer. Á þeim tíma hafi hann beitt hana andlegu ofbeldi og margoft farið yfir mörk hennar í samskiptum, þá sérstaklega í kynlífi. Árið 2017 hafi hann nauðgað á ofbeldisfullan hátt í fjóra tíma. „Þann 24. apríl árið 2017 nauðgaði Armie Hammer mér í rúmlega fjóra tíma í Los Angeles, sló höfði mínu ítrekað í vegg með þeim afleiðingum að ég hlaut mar í andliti,“ sagði Effie í yfirlýsingu. „Hann beitti mig öðru ofbeldi sem ég samþykkti ekki. Til dæmis sló hann mig í fæturna með písk svo mér var illt í hverju skrefi vikuna eftir. Í þessa fjóra tíma reyndi ég að komast í burtu en hann leyfði mér það ekki. Ég hélt hann myndi drepa mig. Hann fór svo án þess að hafa nokkrar áhyggjur af velferð minni.“ Reyndi að afskrifa ofbeldið sem „sjúka tegund af ást“ Effie segist hafa búið í ótta frá því að árásin átti sér stað. Hún hafi reynt að líta svo á að samband þeirra hafi verið „sjúk tegund af ást“ en nú hafi hann ekki lengur tak á henni. „Ég er farin að sjá að það sturlaða andlega tak sem hann hafði á mér var ótrúlega skaðlegt á margan hátt.“ Ásakanir í garð leikarans fóru að líta dagsins ljós snemma á þessu ári, en háskólaneminn og áhrifavaldurinn Paige Lorenze greindi frá því fyrr á árinu að Hammer hefði „merkt sig“ og dreift nektarmyndum af henni í óleyfi. Þá á leikarinn að hafa lýst því yfir við konur að hann vildi drekka blóð þeirra og að hann væri mannæta. Leikarinn hefur hafnað ásökununum og segja talsmenn hans að allt sem fór milli hans og Effie hafi verið með vitund og vilja hennar. Effie hafi sent skilaboð til leikarans síðasta sumar og lýst því yfir að hún hafi viljað endurvekja samband þeirra en Hammer hafi neitað því. „Það var aldrei ætlun hr. Hammer að greina frá blæti eða skrítnum kynferðislegum löngunum [Effie], en hún hefur nú tekið málið á það stig að ráða lögmann til að halda blaðamannafund. Með sannleikann á sinni hlið fagnar hr. Hammer tækifærinu til þess að láta það sanna koma í ljós,“ sagði í yfirlýsingu talsmannanna. Lögreglan í Los Angeles staðfesti við Page Six að lögreglurannsókn væri hafin á ásökunum í garð Hammer eftir að tilkynnt var um kynferðisofbeldi af hans hálfu í byrjun febrúar. Á blaðamannafundinum sagði Allred lögregluna hafa einnig fengið gögn frá Effie, og það væri undir þeim komið að ákveða hvort það væri nægilegur grundvöllur fyrir ákæru.
Hollywood Bandaríkin MeToo Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Sjá meira