Neita að hafa hótað því að fella Barcelona niður um deild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2021 09:00 Ekki er enn vitað hvort Lionel Messi verði áfram hjá Barcelona en nýr forseti getur nú farið að einbeita sér að sannfæra hann um að vera áfram. AP/Joan Monfort Spænska deildin segist ekki hafa hótað því að senda stórlið Barcelona niður um deild tækist félaginu ekki að koma fram með 125 milljóna evru tryggingu í vikunni. Fréttir frá Spáni í vikunni voru um að La Liga hafi heimtað slíka tryggingu áður en nýr forseti tæki við. Fjárhagsvandræði Barcelona hafa farið hátt í marga mánuði og rekstur félagsins hefur gengið illa. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif en auk þess hafa peningamálin verið í ruglinu fyrir utan það. Barcelona hefur meðal annars keypt leikmenn fyrir stórar upphæðir en þeir hafa skilað litlu fyrir liðið inn á vellinum. La Liga Denies Barcelona Relegation Threat Over 125m https://t.co/oJ2xJ1UF4o— LEADERSHIP Newspaper (@LeadershipNGA) March 19, 2021 Toni Freixa, sem tapaði forsetakosningunum á dögunum, sagði frá því að hann ásamt hinum tveimur frambjóðendunum, Joan Laporta og Victor Font, hafi fengið að vita það hjá starfandi forseta, Carles Tusquets, að spænska deildin myndi taka hart á því ef slík trygging kæmi ekki áður en nýr forseti væri settur í embættið. Forseti spænsku deildarinnar á þar að hafa hótað Barcelona að senda það niður um deild. Bankatryggingin er fimmtán prósent af fjárhagsáætlun Barcelona og er sett inn sem leið til að tryggja það að félagið sé ekki rekið ábyrgðarlaust. La Liga þarf síðan að staðfesta að þessi trygging sé til staðar. Freixa sagði frá þessu á Twitter. „Svar La Liga eða nánar til getið svar forsetans Javier Tebas, var að ef þið setjið nýjan forseta í embætti án þess að koma fram með þessa tryggingu þá mun ég senda Barcelona niður í b-deildina. Þetta sagði Carles Tusquets okkur öllum þremur forsetaframbjóðendunum,“ skrifaði Toni Freixa. Barcelona president-elect Joan Laporta has received the 125M ($149M) bank guarantees required to "officially become Barcelona's president." He was expected to send them to @LaLiga for approval tonight ahead of the deadline. : https://t.co/EY2U7ZDO87 pic.twitter.com/CKa4xNBvQ9— Sports Business Journal (@sbjsbd) March 16, 2021 La Liga hefur nú komið fram að neitað því að að þeir Tebas og Tusquets hafi haft einhver samskipti í aðdraganda forsetakosninganna. Spænska deildin hefur líka staðfest það sem myndi gerast kæmi ekki slík trygging. Þá yrði að endurtaka forsetakosningarnar en Barcelona myndi ekki falla niður um deild. Joan Laporta tókst að koma með þessa umræddu tryggingu á réttum tíma og hefur nú endanlega verið staðfestur sem nýr forseti Barcelona. Fjárhagsmálin eru mikill höfuðverkur fyrir félagið en mesta pressan eins og er snýst um það hvort Joan Laporta takist að sannfæra Lionel Messi um að vera áfram þegar samningur hans rennur út í sumar. Spænski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Sjá meira
Fréttir frá Spáni í vikunni voru um að La Liga hafi heimtað slíka tryggingu áður en nýr forseti tæki við. Fjárhagsvandræði Barcelona hafa farið hátt í marga mánuði og rekstur félagsins hefur gengið illa. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif en auk þess hafa peningamálin verið í ruglinu fyrir utan það. Barcelona hefur meðal annars keypt leikmenn fyrir stórar upphæðir en þeir hafa skilað litlu fyrir liðið inn á vellinum. La Liga Denies Barcelona Relegation Threat Over 125m https://t.co/oJ2xJ1UF4o— LEADERSHIP Newspaper (@LeadershipNGA) March 19, 2021 Toni Freixa, sem tapaði forsetakosningunum á dögunum, sagði frá því að hann ásamt hinum tveimur frambjóðendunum, Joan Laporta og Victor Font, hafi fengið að vita það hjá starfandi forseta, Carles Tusquets, að spænska deildin myndi taka hart á því ef slík trygging kæmi ekki áður en nýr forseti væri settur í embættið. Forseti spænsku deildarinnar á þar að hafa hótað Barcelona að senda það niður um deild. Bankatryggingin er fimmtán prósent af fjárhagsáætlun Barcelona og er sett inn sem leið til að tryggja það að félagið sé ekki rekið ábyrgðarlaust. La Liga þarf síðan að staðfesta að þessi trygging sé til staðar. Freixa sagði frá þessu á Twitter. „Svar La Liga eða nánar til getið svar forsetans Javier Tebas, var að ef þið setjið nýjan forseta í embætti án þess að koma fram með þessa tryggingu þá mun ég senda Barcelona niður í b-deildina. Þetta sagði Carles Tusquets okkur öllum þremur forsetaframbjóðendunum,“ skrifaði Toni Freixa. Barcelona president-elect Joan Laporta has received the 125M ($149M) bank guarantees required to "officially become Barcelona's president." He was expected to send them to @LaLiga for approval tonight ahead of the deadline. : https://t.co/EY2U7ZDO87 pic.twitter.com/CKa4xNBvQ9— Sports Business Journal (@sbjsbd) March 16, 2021 La Liga hefur nú komið fram að neitað því að að þeir Tebas og Tusquets hafi haft einhver samskipti í aðdraganda forsetakosninganna. Spænska deildin hefur líka staðfest það sem myndi gerast kæmi ekki slík trygging. Þá yrði að endurtaka forsetakosningarnar en Barcelona myndi ekki falla niður um deild. Joan Laporta tókst að koma með þessa umræddu tryggingu á réttum tíma og hefur nú endanlega verið staðfestur sem nýr forseti Barcelona. Fjárhagsmálin eru mikill höfuðverkur fyrir félagið en mesta pressan eins og er snýst um það hvort Joan Laporta takist að sannfæra Lionel Messi um að vera áfram þegar samningur hans rennur út í sumar.
Spænski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Sjá meira