„Það er munur á því að vera með sjálfstraust og að vera með hroka“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2021 16:31 Katla Rún Garðarsdóttir og félagar hennar í Keflavíkurliðinu misstu af gullnu tækifæri að komast á toppinn í Domino´s deildinni. Vísir/Hulda Margrét Keflavíkurkonur töpuðu óvænt á móti botnliði KR í síðustu umferð Domino´s deildarinnar í körfubolta og leikurinn var rekinn fyrir í Domino´s Körfuboltakvöldi. Keflavíkurliðið hafði náð toppsæti deildarinnar með sigri því Valskonur töpuðu á sama tíma. Kjartan Atli Kjartansson spurði Pálínu Gunnlaugsdóttur um hversu svekktur Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, væri eftir þetta tap á móti neðsta liðinu. „Ég held að hann sé mjög svekktur. KR-ingar spiluðu mjög flotta vörn í leiknum en mér fannst líka Keflvíkingar graf sína eigin gröf. Þær voru pínulítið værukærar og það voru pínu stælar í þeim. Öll þessi þriggja stiga skot sem við sáum, það var eins og þær nenntu ekki að fara inn í teig,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Hroki í Keflavíkurkonum „Þær eru með skelfilega nýtingu í þriggja stiga skotum eða sextán prósent. Ég held að þær hafi farið þrisvar sinnum inn fyrir þriggja stiga línuna í fyrsta leikhluta,“ sagði Pálína. „Það var það sama í fjórða leikhluta því þá skutu þær fimmtán þriggja stiga skotum og fóru kannski þrisvar, fjórum sinnum inn fyrir þriggja stiga línuna," sagði Berglind Gunnarsdóttir, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Þetta er bara dauðadæmt. Ef þær hitta, allt í lagi, en ef þær eru ekki að hitta þá þurfa þær að fara nær körfunni. Ef þær eru ekki að hitta og eru að taka svona galin skot þá verður þetta bara fáránlegt. Mér fannst ákveðið agaleysi og smá hroki í Keflavíkurliðinu. Það er munur á því að vera með sjálfstraust og að vera með hroka,“ sagði Pálína. Það má sjá alla umræðuna um Keflavíkurliðið hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Handbolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
Keflavíkurliðið hafði náð toppsæti deildarinnar með sigri því Valskonur töpuðu á sama tíma. Kjartan Atli Kjartansson spurði Pálínu Gunnlaugsdóttur um hversu svekktur Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, væri eftir þetta tap á móti neðsta liðinu. „Ég held að hann sé mjög svekktur. KR-ingar spiluðu mjög flotta vörn í leiknum en mér fannst líka Keflvíkingar graf sína eigin gröf. Þær voru pínulítið værukærar og það voru pínu stælar í þeim. Öll þessi þriggja stiga skot sem við sáum, það var eins og þær nenntu ekki að fara inn í teig,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Hroki í Keflavíkurkonum „Þær eru með skelfilega nýtingu í þriggja stiga skotum eða sextán prósent. Ég held að þær hafi farið þrisvar sinnum inn fyrir þriggja stiga línuna í fyrsta leikhluta,“ sagði Pálína. „Það var það sama í fjórða leikhluta því þá skutu þær fimmtán þriggja stiga skotum og fóru kannski þrisvar, fjórum sinnum inn fyrir þriggja stiga línuna," sagði Berglind Gunnarsdóttir, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Þetta er bara dauðadæmt. Ef þær hitta, allt í lagi, en ef þær eru ekki að hitta þá þurfa þær að fara nær körfunni. Ef þær eru ekki að hitta og eru að taka svona galin skot þá verður þetta bara fáránlegt. Mér fannst ákveðið agaleysi og smá hroki í Keflavíkurliðinu. Það er munur á því að vera með sjálfstraust og að vera með hroka,“ sagði Pálína. Það má sjá alla umræðuna um Keflavíkurliðið hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Handbolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira