„Það er munur á því að vera með sjálfstraust og að vera með hroka“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2021 16:31 Katla Rún Garðarsdóttir og félagar hennar í Keflavíkurliðinu misstu af gullnu tækifæri að komast á toppinn í Domino´s deildinni. Vísir/Hulda Margrét Keflavíkurkonur töpuðu óvænt á móti botnliði KR í síðustu umferð Domino´s deildarinnar í körfubolta og leikurinn var rekinn fyrir í Domino´s Körfuboltakvöldi. Keflavíkurliðið hafði náð toppsæti deildarinnar með sigri því Valskonur töpuðu á sama tíma. Kjartan Atli Kjartansson spurði Pálínu Gunnlaugsdóttur um hversu svekktur Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, væri eftir þetta tap á móti neðsta liðinu. „Ég held að hann sé mjög svekktur. KR-ingar spiluðu mjög flotta vörn í leiknum en mér fannst líka Keflvíkingar graf sína eigin gröf. Þær voru pínulítið værukærar og það voru pínu stælar í þeim. Öll þessi þriggja stiga skot sem við sáum, það var eins og þær nenntu ekki að fara inn í teig,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Hroki í Keflavíkurkonum „Þær eru með skelfilega nýtingu í þriggja stiga skotum eða sextán prósent. Ég held að þær hafi farið þrisvar sinnum inn fyrir þriggja stiga línuna í fyrsta leikhluta,“ sagði Pálína. „Það var það sama í fjórða leikhluta því þá skutu þær fimmtán þriggja stiga skotum og fóru kannski þrisvar, fjórum sinnum inn fyrir þriggja stiga línuna," sagði Berglind Gunnarsdóttir, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Þetta er bara dauðadæmt. Ef þær hitta, allt í lagi, en ef þær eru ekki að hitta þá þurfa þær að fara nær körfunni. Ef þær eru ekki að hitta og eru að taka svona galin skot þá verður þetta bara fáránlegt. Mér fannst ákveðið agaleysi og smá hroki í Keflavíkurliðinu. Það er munur á því að vera með sjálfstraust og að vera með hroka,“ sagði Pálína. Það má sjá alla umræðuna um Keflavíkurliðið hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Enski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Fleiri fréttir Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Sjá meira
Keflavíkurliðið hafði náð toppsæti deildarinnar með sigri því Valskonur töpuðu á sama tíma. Kjartan Atli Kjartansson spurði Pálínu Gunnlaugsdóttur um hversu svekktur Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, væri eftir þetta tap á móti neðsta liðinu. „Ég held að hann sé mjög svekktur. KR-ingar spiluðu mjög flotta vörn í leiknum en mér fannst líka Keflvíkingar graf sína eigin gröf. Þær voru pínulítið værukærar og það voru pínu stælar í þeim. Öll þessi þriggja stiga skot sem við sáum, það var eins og þær nenntu ekki að fara inn í teig,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Hroki í Keflavíkurkonum „Þær eru með skelfilega nýtingu í þriggja stiga skotum eða sextán prósent. Ég held að þær hafi farið þrisvar sinnum inn fyrir þriggja stiga línuna í fyrsta leikhluta,“ sagði Pálína. „Það var það sama í fjórða leikhluta því þá skutu þær fimmtán þriggja stiga skotum og fóru kannski þrisvar, fjórum sinnum inn fyrir þriggja stiga línuna," sagði Berglind Gunnarsdóttir, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Þetta er bara dauðadæmt. Ef þær hitta, allt í lagi, en ef þær eru ekki að hitta þá þurfa þær að fara nær körfunni. Ef þær eru ekki að hitta og eru að taka svona galin skot þá verður þetta bara fáránlegt. Mér fannst ákveðið agaleysi og smá hroki í Keflavíkurliðinu. Það er munur á því að vera með sjálfstraust og að vera með hroka,“ sagði Pálína. Það má sjá alla umræðuna um Keflavíkurliðið hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Enski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Fleiri fréttir Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum