„Það er munur á því að vera með sjálfstraust og að vera með hroka“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2021 16:31 Katla Rún Garðarsdóttir og félagar hennar í Keflavíkurliðinu misstu af gullnu tækifæri að komast á toppinn í Domino´s deildinni. Vísir/Hulda Margrét Keflavíkurkonur töpuðu óvænt á móti botnliði KR í síðustu umferð Domino´s deildarinnar í körfubolta og leikurinn var rekinn fyrir í Domino´s Körfuboltakvöldi. Keflavíkurliðið hafði náð toppsæti deildarinnar með sigri því Valskonur töpuðu á sama tíma. Kjartan Atli Kjartansson spurði Pálínu Gunnlaugsdóttur um hversu svekktur Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, væri eftir þetta tap á móti neðsta liðinu. „Ég held að hann sé mjög svekktur. KR-ingar spiluðu mjög flotta vörn í leiknum en mér fannst líka Keflvíkingar graf sína eigin gröf. Þær voru pínulítið værukærar og það voru pínu stælar í þeim. Öll þessi þriggja stiga skot sem við sáum, það var eins og þær nenntu ekki að fara inn í teig,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Hroki í Keflavíkurkonum „Þær eru með skelfilega nýtingu í þriggja stiga skotum eða sextán prósent. Ég held að þær hafi farið þrisvar sinnum inn fyrir þriggja stiga línuna í fyrsta leikhluta,“ sagði Pálína. „Það var það sama í fjórða leikhluta því þá skutu þær fimmtán þriggja stiga skotum og fóru kannski þrisvar, fjórum sinnum inn fyrir þriggja stiga línuna," sagði Berglind Gunnarsdóttir, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Þetta er bara dauðadæmt. Ef þær hitta, allt í lagi, en ef þær eru ekki að hitta þá þurfa þær að fara nær körfunni. Ef þær eru ekki að hitta og eru að taka svona galin skot þá verður þetta bara fáránlegt. Mér fannst ákveðið agaleysi og smá hroki í Keflavíkurliðinu. Það er munur á því að vera með sjálfstraust og að vera með hroka,“ sagði Pálína. Það má sjá alla umræðuna um Keflavíkurliðið hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Sjá meira
Keflavíkurliðið hafði náð toppsæti deildarinnar með sigri því Valskonur töpuðu á sama tíma. Kjartan Atli Kjartansson spurði Pálínu Gunnlaugsdóttur um hversu svekktur Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, væri eftir þetta tap á móti neðsta liðinu. „Ég held að hann sé mjög svekktur. KR-ingar spiluðu mjög flotta vörn í leiknum en mér fannst líka Keflvíkingar graf sína eigin gröf. Þær voru pínulítið værukærar og það voru pínu stælar í þeim. Öll þessi þriggja stiga skot sem við sáum, það var eins og þær nenntu ekki að fara inn í teig,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Hroki í Keflavíkurkonum „Þær eru með skelfilega nýtingu í þriggja stiga skotum eða sextán prósent. Ég held að þær hafi farið þrisvar sinnum inn fyrir þriggja stiga línuna í fyrsta leikhluta,“ sagði Pálína. „Það var það sama í fjórða leikhluta því þá skutu þær fimmtán þriggja stiga skotum og fóru kannski þrisvar, fjórum sinnum inn fyrir þriggja stiga línuna," sagði Berglind Gunnarsdóttir, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Þetta er bara dauðadæmt. Ef þær hitta, allt í lagi, en ef þær eru ekki að hitta þá þurfa þær að fara nær körfunni. Ef þær eru ekki að hitta og eru að taka svona galin skot þá verður þetta bara fáránlegt. Mér fannst ákveðið agaleysi og smá hroki í Keflavíkurliðinu. Það er munur á því að vera með sjálfstraust og að vera með hroka,“ sagði Pálína. Það má sjá alla umræðuna um Keflavíkurliðið hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum