RAX Augnablik: Forvitnin varð þeirra banabiti Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. mars 2021 07:01 Ole Neylsen á veiðum úti á hafísnum við Thule á Grænlandi. RAX „Ég þekkti engan og var svona að kynnast mönnum og finna út hverja væri best að tala við. Ole var vinalegur og við urðum ágætis vinir. Hann var mjög góður maður,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson um Ole Nyelsen. RAX kynntist Ole þegar hann fylgdi veiðimönnum eftir á hafísnum við Thule á Grænlandi. „Ísinn var svolítið erfiður því það var svo lítill snjór á honum þannig að hundarnir verða sárfættir svo hann saumaði á þá skó,“ rifjar RAX upp í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. Ole var alltaf tilbúinn og á einni myndinni sem RAX tók bíður Ole tilbúinn fyrir veiði og náhvalur hafði sést nálægt þeim. Hann heldur á uppblásnum selsbelg og í hann er fast snæri og spjót. Sjá hvert hvalirnir synda „Þeir sauma saman selskinn og blása lofti í hann svo hann er alveg þéttur. Þegar þeir skutla hvalinn frá kajaknum að þá festist spjótið í hvalnum og línan dregst út,“ útskýrir RAX um þessa hefð veiðimannanna. Hvalurinn getur ekki kafað með selsbelginn og því geta veiðimennirnir elt hann fótgangandi á ísnum og svo skotið hann. „Þeir sjá alltaf á yfirborðinu hvert hvalurinn er að synda.“ Selsbelgina nota þeir einnig til að veiða seli og ná þeim upp á yfirborðið, forvitnin verður þá þeirra banabiti. Hægt er að heyra frásögnina í heild sinni ásamt því að sjá fleiri ljósmyndir úr ferðinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og þátturinn Selsbelgurinn er tæpar fjórar mínútur. Klippa: RAX Augnablik - Selsbelgurinn Í tilefni af því að það byrjaði að gjósa í Geldingadal við Fagradalsfjall um helgina er viðeigandi að rifja upp frásögn RAX af eldgosinu í Holuhrauni árið 2014, sem margir segja að sé svipað gos. Sagan af Ole og selsbelgnum er ekki fyrsta sagan hans RAX frá Grænlandi. Hér fyrir neðan má horfa á nokkrar vel valdar Grænlandssögur úr RAX Augnablik síðustu mánuði. Kóngurinn í Thule Sagan af því þegar RAX kynnist veiðimanninum Massana, sem var kallaður Kóngurinn í Thule, og fékk að fara með honum í margra daga veiðiferð. Í ferðinni heillaðist RAX af Massana og þeim frumstæðu lífsháttum sem veiðimennirnir stunda, og eru á undanhaldi. Jökulstormur Grænlendingar þurfa að búa við tíða jökulstorma sem þeir kalla Piteraq. Orðið Piteraq þýðir í raun „sá sem ræðst á þig“ og við fáum að kynnast því hvernig það er að láta ráðast á okkur í gegnum magnaðar myndir sem RAX hefur myndað í miðjum jökulstormi. Í krumlu hafíssins RAX eltir bræðurna Hjelmer og Ababa út á hafísinn til þess að reyna að veiða ísbjörn. Þeir eru í kapphlaupi við tímann því jökulstormur (Piteraq) stefnir í áttina að þeim. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. RAX Ljósmyndun Grænland Tengdar fréttir Rax Augnablik: „Ég er með tvær tennur, önnur er fyrir kjöt og hin er fyrir fisk“ „Þetta var eins og fara inn í einhvern ævintýraheim þar sem að maður keyrði í þröngum fjallvegum og trén fuku framhjá, eins og þau væru tröll.“ 14. mars 2021 07:02 RAX Augnablik: „Þarna var hestur og ég gaf honum smá kók“ „Manni finnst svolítið eins og maður sé að endurtaka sig. Maður þarf alltaf að vera að reyna að finna eitthvað nýtt. Manni finnst vanta eitthvað. Maður er aldrei fullkomlega sáttur við það sem maður er að gera,“ segir Rax þegar hann talar um gerð bókarinnar Fjallland. 7. mars 2021 07:01 RAX Augnablik: „Það hvarflaði ekki að mér að hann væri enn á lífi“ Sumarið 1988 var ljósmyndarinn Ragnar Axelsson staddur í Færeyum á eyunni Sandey. Það rigndi mikið í litla þorpinu Húsavík þegar hann kom auga á mann á gangi sem studdist við staf. 28. febrúar 2021 07:01 RAX: „Það er eins og kölski sé að horfa beint á okkur“ „Alltaf þegar ég er að fljúga þá er ég alltaf að leita að allskonar fígúrum, formum og andlitum. Ég bjóst nú reyndar ekki við því í Holuhrauni þegar ég fór þangað að sjá einhver andlit.“ Þetta segir Ragnar Axelson um reynslu sína þegar hann myndaði gosið í Holuhrauni árið 2014. 21. febrúar 2021 07:01 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
RAX kynntist Ole þegar hann fylgdi veiðimönnum eftir á hafísnum við Thule á Grænlandi. „Ísinn var svolítið erfiður því það var svo lítill snjór á honum þannig að hundarnir verða sárfættir svo hann saumaði á þá skó,“ rifjar RAX upp í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. Ole var alltaf tilbúinn og á einni myndinni sem RAX tók bíður Ole tilbúinn fyrir veiði og náhvalur hafði sést nálægt þeim. Hann heldur á uppblásnum selsbelg og í hann er fast snæri og spjót. Sjá hvert hvalirnir synda „Þeir sauma saman selskinn og blása lofti í hann svo hann er alveg þéttur. Þegar þeir skutla hvalinn frá kajaknum að þá festist spjótið í hvalnum og línan dregst út,“ útskýrir RAX um þessa hefð veiðimannanna. Hvalurinn getur ekki kafað með selsbelginn og því geta veiðimennirnir elt hann fótgangandi á ísnum og svo skotið hann. „Þeir sjá alltaf á yfirborðinu hvert hvalurinn er að synda.“ Selsbelgina nota þeir einnig til að veiða seli og ná þeim upp á yfirborðið, forvitnin verður þá þeirra banabiti. Hægt er að heyra frásögnina í heild sinni ásamt því að sjá fleiri ljósmyndir úr ferðinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og þátturinn Selsbelgurinn er tæpar fjórar mínútur. Klippa: RAX Augnablik - Selsbelgurinn Í tilefni af því að það byrjaði að gjósa í Geldingadal við Fagradalsfjall um helgina er viðeigandi að rifja upp frásögn RAX af eldgosinu í Holuhrauni árið 2014, sem margir segja að sé svipað gos. Sagan af Ole og selsbelgnum er ekki fyrsta sagan hans RAX frá Grænlandi. Hér fyrir neðan má horfa á nokkrar vel valdar Grænlandssögur úr RAX Augnablik síðustu mánuði. Kóngurinn í Thule Sagan af því þegar RAX kynnist veiðimanninum Massana, sem var kallaður Kóngurinn í Thule, og fékk að fara með honum í margra daga veiðiferð. Í ferðinni heillaðist RAX af Massana og þeim frumstæðu lífsháttum sem veiðimennirnir stunda, og eru á undanhaldi. Jökulstormur Grænlendingar þurfa að búa við tíða jökulstorma sem þeir kalla Piteraq. Orðið Piteraq þýðir í raun „sá sem ræðst á þig“ og við fáum að kynnast því hvernig það er að láta ráðast á okkur í gegnum magnaðar myndir sem RAX hefur myndað í miðjum jökulstormi. Í krumlu hafíssins RAX eltir bræðurna Hjelmer og Ababa út á hafísinn til þess að reyna að veiða ísbjörn. Þeir eru í kapphlaupi við tímann því jökulstormur (Piteraq) stefnir í áttina að þeim. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
RAX Ljósmyndun Grænland Tengdar fréttir Rax Augnablik: „Ég er með tvær tennur, önnur er fyrir kjöt og hin er fyrir fisk“ „Þetta var eins og fara inn í einhvern ævintýraheim þar sem að maður keyrði í þröngum fjallvegum og trén fuku framhjá, eins og þau væru tröll.“ 14. mars 2021 07:02 RAX Augnablik: „Þarna var hestur og ég gaf honum smá kók“ „Manni finnst svolítið eins og maður sé að endurtaka sig. Maður þarf alltaf að vera að reyna að finna eitthvað nýtt. Manni finnst vanta eitthvað. Maður er aldrei fullkomlega sáttur við það sem maður er að gera,“ segir Rax þegar hann talar um gerð bókarinnar Fjallland. 7. mars 2021 07:01 RAX Augnablik: „Það hvarflaði ekki að mér að hann væri enn á lífi“ Sumarið 1988 var ljósmyndarinn Ragnar Axelsson staddur í Færeyum á eyunni Sandey. Það rigndi mikið í litla þorpinu Húsavík þegar hann kom auga á mann á gangi sem studdist við staf. 28. febrúar 2021 07:01 RAX: „Það er eins og kölski sé að horfa beint á okkur“ „Alltaf þegar ég er að fljúga þá er ég alltaf að leita að allskonar fígúrum, formum og andlitum. Ég bjóst nú reyndar ekki við því í Holuhrauni þegar ég fór þangað að sjá einhver andlit.“ Þetta segir Ragnar Axelson um reynslu sína þegar hann myndaði gosið í Holuhrauni árið 2014. 21. febrúar 2021 07:01 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Rax Augnablik: „Ég er með tvær tennur, önnur er fyrir kjöt og hin er fyrir fisk“ „Þetta var eins og fara inn í einhvern ævintýraheim þar sem að maður keyrði í þröngum fjallvegum og trén fuku framhjá, eins og þau væru tröll.“ 14. mars 2021 07:02
RAX Augnablik: „Þarna var hestur og ég gaf honum smá kók“ „Manni finnst svolítið eins og maður sé að endurtaka sig. Maður þarf alltaf að vera að reyna að finna eitthvað nýtt. Manni finnst vanta eitthvað. Maður er aldrei fullkomlega sáttur við það sem maður er að gera,“ segir Rax þegar hann talar um gerð bókarinnar Fjallland. 7. mars 2021 07:01
RAX Augnablik: „Það hvarflaði ekki að mér að hann væri enn á lífi“ Sumarið 1988 var ljósmyndarinn Ragnar Axelsson staddur í Færeyum á eyunni Sandey. Það rigndi mikið í litla þorpinu Húsavík þegar hann kom auga á mann á gangi sem studdist við staf. 28. febrúar 2021 07:01
RAX: „Það er eins og kölski sé að horfa beint á okkur“ „Alltaf þegar ég er að fljúga þá er ég alltaf að leita að allskonar fígúrum, formum og andlitum. Ég bjóst nú reyndar ekki við því í Holuhrauni þegar ég fór þangað að sjá einhver andlit.“ Þetta segir Ragnar Axelson um reynslu sína þegar hann myndaði gosið í Holuhrauni árið 2014. 21. febrúar 2021 07:01