„Já, þetta kom mér aðeins á óvart“ Jakob Bjarnar skrifar 19. mars 2021 22:48 Ríkisútvarpið var vart búið að birta frétt sem byggði á viðtali við Benedikt í kvöldfréttum, þar sem hann sagðist flest benda til þess að ekki færi að gjósa að kvikan fór að leita uppá við. Stöð 2 Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur gerði því skóna í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins að ekki myndi gjósa en kvikan fór ekki eftir því. „Já, það bendir allt til þess að það sé farið að gjósa,“ segir Benedikt í samtali við Vísi nú í kvöld. Og segir þetta til marks um hversu mikil ólíkindaskepna kvikan sé. Benedikt segir að þetta sé eins og Páll Einarsson hafi varað við. Og svona hafi þetta verið í Kröflu á sínum tíma. Menn voru farnir að slá mögulegt gos af þar en þar hafði skjálftavirkni verið viðvarandi í mörg ár. „Já þetta hagar sér aðeins öðruvísi nú en að einhverju leyti eins. Eins og hægi á skjálftavirkni áður en gosið byrjar,“ segir Benedikt. En þetta hefur þá komið þér í opna skjöldu? „Já, þetta kom mér aðeins á óvart. En þannig leit þetta út á öllum mælitækjum að þetta sé í rénun og lítur reyndar enn út þannig. Mjög lítil virkni er, einhver órói en ekkert sem æpir á mann. Það fer ótrúlega lítið fyrir þessu, nema bara bjarminn. Ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist svona.“ Heldur óheppleg framsetning á fréttum á vef Ríkisútvarpsins. Benedikt segir að menn verði bara að fá að gera grín að þessu. Þannig liggur fyrir að erfitt er að ráða í hvað verður. Gárungarnir hafa það í flimtingum að heldur óheppileg séu ummæli Benedikts í kvöldfréttum í svari við spurningunni um að líkur á gosi fari minnkandi með hverjum deginum? „Já ég myndi segja það, ég á ekkert von á gosi á næstunni miðað við hvernig þróunin er núna,“ sagði Benedikt. Næsta frétt fyrir ofan þá frétt á vef Ríkisútvarpsins er svo: Farið að gjósa! „Já, menn verða bara að gera grín að þessu. En við horfðum bara á okkar mælitæki og þetta er það sem þau voru að segja okkur í dag. En við bara lærum af þessu. En, já, þetta kom á óvart að þetta skyldi byrja núna.“ Benedikt segir spurður að flestir virðist vera ánægðir með að loks hafi byrjað að gjósa. Það hafi orðið vart vonbrigða þegar fór að draga úr þessu en það stafar enginn sérstök hætta að gosi í Fagradalsfjalli, svo fjarri mannabyggð er það. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Fjölmiðlar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
„Já, það bendir allt til þess að það sé farið að gjósa,“ segir Benedikt í samtali við Vísi nú í kvöld. Og segir þetta til marks um hversu mikil ólíkindaskepna kvikan sé. Benedikt segir að þetta sé eins og Páll Einarsson hafi varað við. Og svona hafi þetta verið í Kröflu á sínum tíma. Menn voru farnir að slá mögulegt gos af þar en þar hafði skjálftavirkni verið viðvarandi í mörg ár. „Já þetta hagar sér aðeins öðruvísi nú en að einhverju leyti eins. Eins og hægi á skjálftavirkni áður en gosið byrjar,“ segir Benedikt. En þetta hefur þá komið þér í opna skjöldu? „Já, þetta kom mér aðeins á óvart. En þannig leit þetta út á öllum mælitækjum að þetta sé í rénun og lítur reyndar enn út þannig. Mjög lítil virkni er, einhver órói en ekkert sem æpir á mann. Það fer ótrúlega lítið fyrir þessu, nema bara bjarminn. Ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist svona.“ Heldur óheppleg framsetning á fréttum á vef Ríkisútvarpsins. Benedikt segir að menn verði bara að fá að gera grín að þessu. Þannig liggur fyrir að erfitt er að ráða í hvað verður. Gárungarnir hafa það í flimtingum að heldur óheppileg séu ummæli Benedikts í kvöldfréttum í svari við spurningunni um að líkur á gosi fari minnkandi með hverjum deginum? „Já ég myndi segja það, ég á ekkert von á gosi á næstunni miðað við hvernig þróunin er núna,“ sagði Benedikt. Næsta frétt fyrir ofan þá frétt á vef Ríkisútvarpsins er svo: Farið að gjósa! „Já, menn verða bara að gera grín að þessu. En við horfðum bara á okkar mælitæki og þetta er það sem þau voru að segja okkur í dag. En við bara lærum af þessu. En, já, þetta kom á óvart að þetta skyldi byrja núna.“ Benedikt segir spurður að flestir virðist vera ánægðir með að loks hafi byrjað að gjósa. Það hafi orðið vart vonbrigða þegar fór að draga úr þessu en það stafar enginn sérstök hætta að gosi í Fagradalsfjalli, svo fjarri mannabyggð er það.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Fjölmiðlar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira