Almannavarnastig lækkað niður á hættustig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2021 10:33 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur litla ógn stafa af gosinu. Vísir/Vilhelm Almannavarnastig hefur verið lækkað niður á hættustig vegna eldgoss í Geldingadal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Neyðtarstigi var lýst í gærkvöldi þegar ljóst var að byrjað var að gjósa. „Í morgun fóru vísindamenn í könnunarflug yfir gosstöðvarnar til að meta umfang eldgosins enn frekar. Það er mat vísindamanna að gosstöðvarnar séu litlar og lítil framrás hefur verið frá því í gær, talið er að gosið ógni ekki mannvirkjum eða byggð,“ segir í tilkynningunni. „Í framhaldi af stöðufundi nú í morgun þar sem farið var yfir gögn vísindamanna hefur Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að lækka almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig.“ Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis tók þessa mynd af gosinu á tíunda tímanum í morgun.Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, sagði í aukafréttatíma Stöðvar 2 núna um klukkan 10 að um væri að ræða lítið gos og tiltölulega hættulaust. Hraunið komist ekki út úr Geldingadalnum og byggð eða mannvirkjum stafi því engin ógn af hraunflæði að svo stöddu. Þar að auki er lítil hætta á því að gasmengun fari yfir hættumörk í byggð, að sögn Víðis. Á næstunni munu vísindamenn fara á staðinn til að efnagreina hraunið og meta stöðuna betur í framhaldinu. Ekki er mælt með því að fólk reyni að komast á staðinn. Gossvæði eru alltaf hættuleg og til marks um það rifjar Víðir upp að önnur sprunga hafi skyndilega opnast í Fimmvörðuhálsgosinu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Tengdar fréttir Þetta vitum við um eldgosið í Geldingadal Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Klukkan 21:36 hringdi kona inn á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og velti því upp hvort gos væri mögulega hafið á Reykjanesskaga. Hún taldi sig hafa séð rauðan bjarma á vefmyndavél sem hún var að fylgjast með. 20. mars 2021 03:28 Fyrstu myndir dagsins staðfesta að um lítið gos sé að ræða Fyrstu myndir úr þyrlu Landhelgisgæslunnar nú í morgun staðfesta að um lítið gos sé að ræða á Reykjanesskaga og hraunstreymið sé enn innikróað í Geldingadal við Fagradalsfjall. Þetta segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Enn er ekki hægt að segja til um það hvort krafturinn í gosinu hafi breyst en nýjar upplýsingar liggja fyrir á tíunda tímanum. 20. mars 2021 08:51 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
„Í morgun fóru vísindamenn í könnunarflug yfir gosstöðvarnar til að meta umfang eldgosins enn frekar. Það er mat vísindamanna að gosstöðvarnar séu litlar og lítil framrás hefur verið frá því í gær, talið er að gosið ógni ekki mannvirkjum eða byggð,“ segir í tilkynningunni. „Í framhaldi af stöðufundi nú í morgun þar sem farið var yfir gögn vísindamanna hefur Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að lækka almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig.“ Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis tók þessa mynd af gosinu á tíunda tímanum í morgun.Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, sagði í aukafréttatíma Stöðvar 2 núna um klukkan 10 að um væri að ræða lítið gos og tiltölulega hættulaust. Hraunið komist ekki út úr Geldingadalnum og byggð eða mannvirkjum stafi því engin ógn af hraunflæði að svo stöddu. Þar að auki er lítil hætta á því að gasmengun fari yfir hættumörk í byggð, að sögn Víðis. Á næstunni munu vísindamenn fara á staðinn til að efnagreina hraunið og meta stöðuna betur í framhaldinu. Ekki er mælt með því að fólk reyni að komast á staðinn. Gossvæði eru alltaf hættuleg og til marks um það rifjar Víðir upp að önnur sprunga hafi skyndilega opnast í Fimmvörðuhálsgosinu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Tengdar fréttir Þetta vitum við um eldgosið í Geldingadal Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Klukkan 21:36 hringdi kona inn á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og velti því upp hvort gos væri mögulega hafið á Reykjanesskaga. Hún taldi sig hafa séð rauðan bjarma á vefmyndavél sem hún var að fylgjast með. 20. mars 2021 03:28 Fyrstu myndir dagsins staðfesta að um lítið gos sé að ræða Fyrstu myndir úr þyrlu Landhelgisgæslunnar nú í morgun staðfesta að um lítið gos sé að ræða á Reykjanesskaga og hraunstreymið sé enn innikróað í Geldingadal við Fagradalsfjall. Þetta segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Enn er ekki hægt að segja til um það hvort krafturinn í gosinu hafi breyst en nýjar upplýsingar liggja fyrir á tíunda tímanum. 20. mars 2021 08:51 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Þetta vitum við um eldgosið í Geldingadal Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Klukkan 21:36 hringdi kona inn á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og velti því upp hvort gos væri mögulega hafið á Reykjanesskaga. Hún taldi sig hafa séð rauðan bjarma á vefmyndavél sem hún var að fylgjast með. 20. mars 2021 03:28
Fyrstu myndir dagsins staðfesta að um lítið gos sé að ræða Fyrstu myndir úr þyrlu Landhelgisgæslunnar nú í morgun staðfesta að um lítið gos sé að ræða á Reykjanesskaga og hraunstreymið sé enn innikróað í Geldingadal við Fagradalsfjall. Þetta segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Enn er ekki hægt að segja til um það hvort krafturinn í gosinu hafi breyst en nýjar upplýsingar liggja fyrir á tíunda tímanum. 20. mars 2021 08:51