Breskir sérfræðingar segja hefðbundið ferðasumar ólíklegt og óráðlegt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2021 19:07 Spítalainnlögnum og dauðsföllum hefur fækkað verulega eftir að bólusetningarátak Breta fór af stað en sérfræðingar óttast ný afbrigði kórónuveirunnar. epa/Andy Rain Einn ráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar segir afar ólíklegt að sólarlandaferðir séu í kortunum hjá Bretum í sumar, vegna hættunnar á því að fólk snúi heim með nýtt afbirgði SARS-CoV-2 í farteskinu. Að sögn Mike Tildesley stafar þjóðinni veruleg hætta af ferðalögum erlendis. Óþarfa utanlandsferðir eru bannaðar í Bretlandi eins og er og þeir sem ferðast utan landsteinanna þurfa að sæta einangrun þegar þeir snúa til baka. Samgöngumálaráðherrann Grant Schapps segir of snemmt að segja til um hvenær „óþarfa“ ferðalög verða leyfð á ný en samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda gæti það í fyrsta lagi orðið 17. maí næstkomandi. Nefnd sem fjallar um málið á að skila tillögum til forsætisráðherra 12. apríl. Matt Hancock heilbrigðisráðherra sagði í dag að helmingur allra fullorðinna Breta hefði nú verið bólusettur gegn Covid-19. Þá fékk metfjöldi sprautuna í gær, sagði hann. Tildesley sagði í samtali við BBC Radio 4 að ólíklegt væri að Bretar gætu skipulagt hefðbundin sumarfrí erlendis í ár. Jafnvel þótt fólk byrjaði ekki að ferðast fyrr en í júlí eða ágúst, væri veruleg hætta á því að það flytti heim ný og mögulega meira smitandi og alvarleg afbrigði. Sagði hann bólusetningarherferð stjórnvalda stafa ógn af þessum nýju afbrigðum. Sagði hann að til framtíðar þyrfti að skoða hvernig bólusetningar yrðu lagaðar að nýjum afbrigðum en hann sagði best að fresta þeim tímapunkti eins lengi og unnt væri. Andrew Hayward, sem situr í aðgerðastjórninni SAGE, sagðist ekki telja að stjórnvöld myndu hvetja til ferðalaga þar sem svokallað suðurafríska afbrigði væri í sókn í sumum Evrópuríkjum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Að sögn Mike Tildesley stafar þjóðinni veruleg hætta af ferðalögum erlendis. Óþarfa utanlandsferðir eru bannaðar í Bretlandi eins og er og þeir sem ferðast utan landsteinanna þurfa að sæta einangrun þegar þeir snúa til baka. Samgöngumálaráðherrann Grant Schapps segir of snemmt að segja til um hvenær „óþarfa“ ferðalög verða leyfð á ný en samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda gæti það í fyrsta lagi orðið 17. maí næstkomandi. Nefnd sem fjallar um málið á að skila tillögum til forsætisráðherra 12. apríl. Matt Hancock heilbrigðisráðherra sagði í dag að helmingur allra fullorðinna Breta hefði nú verið bólusettur gegn Covid-19. Þá fékk metfjöldi sprautuna í gær, sagði hann. Tildesley sagði í samtali við BBC Radio 4 að ólíklegt væri að Bretar gætu skipulagt hefðbundin sumarfrí erlendis í ár. Jafnvel þótt fólk byrjaði ekki að ferðast fyrr en í júlí eða ágúst, væri veruleg hætta á því að það flytti heim ný og mögulega meira smitandi og alvarleg afbrigði. Sagði hann bólusetningarherferð stjórnvalda stafa ógn af þessum nýju afbrigðum. Sagði hann að til framtíðar þyrfti að skoða hvernig bólusetningar yrðu lagaðar að nýjum afbrigðum en hann sagði best að fresta þeim tímapunkti eins lengi og unnt væri. Andrew Hayward, sem situr í aðgerðastjórninni SAGE, sagðist ekki telja að stjórnvöld myndu hvetja til ferðalaga þar sem svokallað suðurafríska afbrigði væri í sókn í sumum Evrópuríkjum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira