Lítið en mikilfenglegt „túristagos“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2021 19:43 Gosið er sannarlega stórkostlegt sjónarspil. Vísir/Vilhelm Eldgosið í Geldingadal hefur nú staðið í næstum sólahring. Þetta er lítið gos en mikilfenglegt engu að síður, segja þeir sem hafa séð það með eigin augum. Fögur gígaröð er að mótast í gosinu, sem kann að vera það fyrsta af mörgum. Gosið hefur verið kallað „túristagos“ og margir freistað þess að leggja leið sína að hraunstreyminu. Vísindaráð Almannavarna hefur hins vegar varað fólk við að fara of nálægt og mælist til þess að fólk virði gosstöðvarnar fyrir sér af hæðunum í kringum dalinn. Ráðið hefur meðal annars varað við því að nýjar sprungur kunna að geta opnast í nágrenninu og þá geti hröð og skyndileg framhjáhlaup orðið þar sem hrauntungurnar brjótast fram. Lífshættulegar gastegundir geti einnig safnast í dældir og orðið mönnum að bana. Sjá: Nýjar hrauntungur geta brotist fram á miklum hraða sem erfitt er að forðast á hlaupum Lokað er fyrir umferð að svæðinu en fólki hleypt þangað fótgangandi og eru dæmi um að það sé að leggja af stað illa undirbúið, jafnvel í gallabuxum og á strigaskóm. Páll Einarsson, einn reynslumesti jarðeðlisfræðingur landsins, segir að gosið í Geldingadal sé til marks um að nýtt kvikuskeið sé runnið upp á Reykjanesinu. Umbrotið minni á upphaf Kröfluelda og það sé óhætt að gera ráð fyrir fleiri eldgosum á svæðinu í náinni framtíð. „Þetta er semsagt staðfesting á því að sennilega erum við að ganga inn í nýtt kvikuskeið,“ segir Páll en Kröflueldar voru hrina eldgosa og kvikuhlaupa sem stóð yfir á árunum 1975 til 1984 en tímabilið hófst með örlitlu gosi líkt og því sem nú sést í Geldingadal. Sjá: Eldsumbrotum á Reykjanesi eigi eftir að fjölga til muna Hér fyrir neðan má finna hlekki á helstu upplýsingar: Almannavarnir Veðurstofa Íslands Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands
Gosið hefur verið kallað „túristagos“ og margir freistað þess að leggja leið sína að hraunstreyminu. Vísindaráð Almannavarna hefur hins vegar varað fólk við að fara of nálægt og mælist til þess að fólk virði gosstöðvarnar fyrir sér af hæðunum í kringum dalinn. Ráðið hefur meðal annars varað við því að nýjar sprungur kunna að geta opnast í nágrenninu og þá geti hröð og skyndileg framhjáhlaup orðið þar sem hrauntungurnar brjótast fram. Lífshættulegar gastegundir geti einnig safnast í dældir og orðið mönnum að bana. Sjá: Nýjar hrauntungur geta brotist fram á miklum hraða sem erfitt er að forðast á hlaupum Lokað er fyrir umferð að svæðinu en fólki hleypt þangað fótgangandi og eru dæmi um að það sé að leggja af stað illa undirbúið, jafnvel í gallabuxum og á strigaskóm. Páll Einarsson, einn reynslumesti jarðeðlisfræðingur landsins, segir að gosið í Geldingadal sé til marks um að nýtt kvikuskeið sé runnið upp á Reykjanesinu. Umbrotið minni á upphaf Kröfluelda og það sé óhætt að gera ráð fyrir fleiri eldgosum á svæðinu í náinni framtíð. „Þetta er semsagt staðfesting á því að sennilega erum við að ganga inn í nýtt kvikuskeið,“ segir Páll en Kröflueldar voru hrina eldgosa og kvikuhlaupa sem stóð yfir á árunum 1975 til 1984 en tímabilið hófst með örlitlu gosi líkt og því sem nú sést í Geldingadal. Sjá: Eldsumbrotum á Reykjanesi eigi eftir að fjölga til muna Hér fyrir neðan má finna hlekki á helstu upplýsingar: Almannavarnir Veðurstofa Íslands Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira