Nýsköpunarverkefni í kjölfar Covid sem skilaði af sér tugmilljóna króna viðskiptum Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. mars 2021 07:00 Margrét Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri sérlaunsa og Auður Inga markaðsstjóri hjá Advania Visir/Vilhelm „Raunin var að fjöldi þátttakenda fimmfölduðust frá árinu áður og fóru úr þúsund gestum í fimm þúsund. Ánægja gesta hefur aldrei mælst hærri og 97% þeirra sem svöruðu ánægjukönnuninni voru ánægðir með nýja ráðstefnuvefinn,“ segir Auður Inga Einarsdóttir markaðsstjóri Advania um þá óvæntu en góðu þróun sem varð í kjölfar Covid, þegar Advania þróaði stafrænan viðburðarvef til að bregðast við þeirri stöðu að geta ekki haldið sína árlegu haustráðstefnu í Hörpu. Lausnin hefur fært okkur ný og ánægjuleg viðskipti sem nemur tugum milljóna. Það hefur gert okkur kleift að þróa vöruna áfram,“ segir Margrét Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri sérlausna, um þá lausn sem Advania smíðaði. Síðustu mánuði hefur Atvinnulífið á Vísi birt viðtöl við ýmiss nýsköpunarfyrirtæki sem urðu til í kjölfar bankahruns. Í dag er sagt frá því hvernig nýsköpunarverkefni varð til í rótgrónu fyrirtæki í kjölfar þess að verið var að bregðast við breyttri stöðu í Covid. Covid og breytt staða Síðustu 25 árin hefur Advania, og forverar þess, staðið fyrir veglegri tækniráðstefnu á haustin. Ráðstefnan hefur verið haldin í Hörpu hin síðustu ár og hafa gestir verið um eitt þúsund talsins ár hvert. Mikið hefur verið lagt upp úr því að ráðstefnan væri hin veglegasta og hún í raun metin sem stærsta markaðs- og ímyndarverkefni Advania. „Fyrir fastagesti okkar er það orðin hefð og upplifun að mæta í Hörpu á haustráðstefnudag, ganga upp stigann í Hörpu, sækja sér nafnspjald, spjalla við kunningja, fá sér kaffibolla. Sækja svo innblástur frá fyrirlesurum,“ segir Auður. Síðasta vor var hins vegar ljóst að heimsfaraldur kallaði á breytt plön. Þó var ákveðið strax að fresta ekki 26.ráðstefnunni sem fyrirhuguð væri haustið 2020, heldur frekar að fylgja eftir því ráði sem Advania gefur viðskiptavinum sínum daglega; að tækla þetta með tækninni og færa ráðstefnuna í stafræna heima. Þegar þessi ákvörðun lá fyrir, vaknaði upp spurningin sem svo margir hafa upplifað frá því að Covid skall á: Með hvaða hætti getum við haldið áhugaverðan stafrænan viðburð sem þó nær að fanga þá upplifun sem ráðstefnan okkar er orðin þekkt fyrir? „Satt að segja óttuðumst við að ráðstefnan yrði minna spennandi með þessum hætti,“ segir Auður. Að sögn Auðar liður varla 20 mínútur á ráðstefnunni þar til fólk var farið að hringja og spyrja hvort það gæti fengið að nýta sér ráðstefnulausnina sem þróuð var í stafrænum heimi í kjölfar Covid.Vísir/Vilhelm Leitin að lausninni En viljinn var fyrir hendi og því tók við umfangsmikil rannsóknarvinna hjá ráðstefnuteyminu. Markmiðið var að finna stafræna útfærslu sem væri líklegust til að ná þeirri upplifun sem ráðstefna Advania er þekkt fyrir að skapa. Og allt var skoðað. „Allt frá fasteignasöluráðstefnu í Ohio til tækniráðstefna hjá stórum erlendum fyrirtækjum,“ segir Margrét. Að sögn Auðar og Margrétar nýttist þessi vinna þeim vel, enda oft hægt að læra mikið af því að skoða hvað aðrir eru að gera og þá ekki síst að upplifa það á eigin skinni hvað er að virka og hvað ekki. Auður og Margrét segja að eftir þó nokkra rannsóknarvinnu hafi legið fyrir að stefnt yrði á veglega gagnvirka ráðstefnu þar sem gestir yrðu ekki aðeins áhorfendur, heldur þátttakendur. Því þyrfti að finna útfærslu þar sem þátttakendur gætu stigið inn í sjónrænan heim og fylgt með fyrirlestrum í beinni útsendingu. Finna þurfti lausn á því hvernig hægt væri að útfæra þann hluta ráðstefnunnar, þar sem gestir heimsækja sérstök sýningarsvæði fyrirtækja sem eru að kynna spennandi tækninýjungar. „Við þurftum að hugsa sýningarsvæðin upp á nýtt og koma þeim á stafrænt form,“ segir Margrét og bætir við: ,,Okkur þótti líka mikilvægt að geta hólfað dagskrána niður, verið með nokkur erindi í gangi á sama tíma og bjóða uppá vídjó og margskonar ítarefni.“ Áherslan var jafnframt sú að vefurinn væri notendavænn, upplifunin myndræn og aðgengi einfalt. En þrátt fyrir langa og ítarlega leit, fannst engin lausn. Að minnsta kosti ekki lausn sem uppfyllti allar þær kröfur eða markmið sem ætlunin var að uppfylla. Og þá voru góð ráð dýr. Í nýsköpun Úr varð að fyrir haustráðstefnuna var ákveðið að markaðsdeildin og veflausnarsvið Advania myndu sameina krafta sína í vöruþróun og smíða stafræna ráðstefnulausn. Hún var síðan notuð á ráðstefnunni sem haldin var síðastliðið haust. Vel tókst til og var ráðstefnan öll hin glæsilegasta. Fyrirlesarar voru 28 talsins í beinu streymi frá 14 mismunandi stöðum í heiminum. Þá stóð hún yfir í tvo daga, eins og venjan er í Hörpu. En viti menn: Viðbrögðin fóru ekki aðeins fram úr björtustu vonum heldur voru þau að sögn Margrétar og Auðar eins og „í góðu ævintýri.“ Ekki voru nema 20 mínútur liðnar af ráðstefnunni þegar fyrstu símtölin fóru að berast um hvort við gætum aðstoðað aðra við að halda svipaða viðburði,“ segir Auður. Þetta voru viðbrögð sem fóru fram úr björtustu vonum Advania, sem þó hafði trú á að eftirspurn væri til staðar. „Eftir alla rannsóknarvinnuna þá vissum við að það væri eftirspurn eftir slíkri lausn á markaðnum. Þessi mikli áhugi kom okkur hins vegar skemmtilega á óvart,“ segir Margrét. Í kjölfarið var ákveðið að halda áfram að þróa lausnina og viðbætur við hana. Margrét segir að niðurstaða umfangsmikillar rannsóknarvinnu á ráðstefnulausnum hafi rannsóknarteymið átta sig á því að eftirspurn væri eflaust eftir betri lausnum. Viðtökurnar hafi þó verið miklu meir en þeim óraði fyrir að gætu orðið.Vísir/Vilhelm Lærdómurinn Margrét og Auður segja að það að senda út ráðstefnur í beinni útsendingu eða á upptöku, sé svo sem ekkert nýtt af nálinni. Það hafi verið gert í mörg ár. Hins vegar hefur Covid gert það að verkum að fólk er orðið mun móttækilegri fyrir þessari tegund á miðlun efnis og í raun eru margir farnir að gera ráð fyrir því að geta gengið að henni vísri. „Fólk vill geta ráðið deginum sínum,brugðið sér frá, ýtt á pásu, hoppað yfir efni og horft á fyrirlestra aftur og aftur,“ segir Auður og bætir við: „Nú þegar við erum öll orðin svona sjóuð í fjarvinnu og vön sveigjanleikanum sem henni fylgir þá gerum við enn ríkari kröfur um tæknilausnir.“ Að þessu leytinu hefur Covid breytt svo mörgu til frambúðar. Þá segja Margrét og Auður mörgum eldri spurningum hafa verið svarað. Til dæmis hafi þau hjá Advania, eins og svo margir, velt því fyrir sér lengi hvort þau gætu fjölgað gestum eða náð til breiðari hóps með því að vera með ráðstefnuna líka á netinu. Nú hafi þessum spurningum verið svarað. Gestafjöldinn fimmfaldaðist síðastliðið haust og hefur Advania sett sér enn háleitari markmið fyrir ráðstefnuna haustið 2021. Til framtíðar telja Margrét og Auður þó að ráðstefnuhald verði blandað og verði bæði sóttar í raunheimum og á netinu. Þannig verði hægt að halda áfram að byggja upp mikilvæga liði eins og til dæmis tengslamyndun sem oft er stór partur af góðu viðburðarhaldi. Þá segja þær stöllur að stafrænar lausnir þurfi að mæta þörfum mismunandi hópa. Til dæmis hafi það verið markmið hjá þeim að ráðstefnuhaldið myndi bæði skila sterkri upplifun ,,heim í sófa“ til gesta, en ekkert síður að tryggja að styrktaraðilar yrðu sáttir. Nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki, opinberar stofnanir og félagasamtök nýtt sér þessa nýju og óvæntu ráðstefnulausn Advania. Lausnin sé nú þegar orðin að mikilvægri vöru sem enn sér ekki fyrir endann á hvernig muni vaxa í þróun og veltu. En þetta óvænta nýsköpunarverkefni hefur ekki aðeins skilað Advania ánægjulegum viðskiptum, heldur einnig öðrum. Það var til dæmis mjög ánægjulegt að sjá að ráðstefnulausnin hleypti af stað auknum viðskiptum hjá fleirum sem starfa við ráðstefnuhald og hafði jákvæð áhrif á þeirra verkefnastöðu,“ segir Margrét. Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Gagnagrunnur fyrir ólöglegt efni að verða að veruleika „Á síðustu árum hefur umræða um dreifingu á ólöglegu efni á netinu aukist gríðarlega og er líklegt að á næstu árum verði sett lög sem skylda alla netþjónustuaðila til að leita að og uppræta slíkt efni. Það má því segja að ein af upphaflegu hugmyndunum okkar um gagnagrunn fyrir ólöglegt efni sé að verða að veruleika,“ segir Sigurður Ragnarsson framkvæmdastjóri Videntifier. 15. mars 2021 07:00 „Stuttu síðar hringdi Placewise einfaldlega í okkur“ Á dögunum undirritaði íslenska upplýsingafyrirtækið Tactica samning við fyrirtækið Placewise Group um innleiðingu á hugbúnaðarlausn sem Tactica hefur þróað. Placewise Group er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu á sviði stafrænna lausna fyrir verslunarmiðstöðvar og þjónustar yfir eitt þúsund verslunarmiðstöðvar í þremur heimsálfum. „Við höfum frá upphafi stefnt með Integrator á alþjóðamarkað og lítum á samninginn við Placewise sem frábæra byrjun,“ segir Ríkharður Brynjólfsson, einn eigenda Tactica. 8. mars 2021 07:01 Vöktun bóluefnis og mikil fjölgun starfsfólks framundan „Hugmyndin að Controlant kviknaði í Háskóla Íslands sem hluti af meistaranámi okkar. Controlant varð til í H1N1 árið 2009, eða Svínaflensunni eins og hún er kölluð. Þá var okkar tækni notuð til þess að verja og stýra dreifingu og hýsingu á bóluefninu á Íslandi,“ segir Gísli Herjólfsson framkvæmdastjóri Controlant um upphafið en fyrirtækið var stofnað af fimm félögum, sem ýmist þekktust úr æsku eða kynntust í háskólanum. 15. febrúar 2021 07:00 Uppskera ævintýralegan vöxt eftir margra ára baráttu og áföll „Í flestum tilfellum eru peningarnir horfnir um leið og það er búið að millifæra þá, en þó eru til undantekningar. Til dæmis var eitt tilfelli þar sem íslenskt fyrirtæki tapaði hundruðum milljóna en endurheimti stóran hluta peninganna vegna þess að glæpamennirnir gátu ekki tekið þá nógu hratt út heldu aðeins með lágum upphæðum í einu. En þetta er erfiðara vegna þess að lögregluyfirvöld hafa ekki bolmagn til að rannsaka nema stærstu málin,“ segir Ragnar Sigurðsson stofnandi og framkvæmdastjóri AwareGo öryggisvitundar. 22. febrúar 2021 07:01 „Algjörlega galið“ að hvatarnir séu þveröfugir við markmiðin „Kerfið er okkar helsta áskorun þar sem hvatar eru þveröfugir og hvetja enn til þess að plast og annað endurvinnanlegt efni er flutt óunnið úr landi eða urðað. Það er algjörlega galið þar sem það hefur verri áhrif á umhverfið til viðbótar við tækifærin, verðmætin og störfin sem skapast ef við byggjum virðiskeðjuna upp hér á Íslandi,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá fyrirtækinu Pure North. 25. janúar 2021 07:01 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Lausnin hefur fært okkur ný og ánægjuleg viðskipti sem nemur tugum milljóna. Það hefur gert okkur kleift að þróa vöruna áfram,“ segir Margrét Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri sérlausna, um þá lausn sem Advania smíðaði. Síðustu mánuði hefur Atvinnulífið á Vísi birt viðtöl við ýmiss nýsköpunarfyrirtæki sem urðu til í kjölfar bankahruns. Í dag er sagt frá því hvernig nýsköpunarverkefni varð til í rótgrónu fyrirtæki í kjölfar þess að verið var að bregðast við breyttri stöðu í Covid. Covid og breytt staða Síðustu 25 árin hefur Advania, og forverar þess, staðið fyrir veglegri tækniráðstefnu á haustin. Ráðstefnan hefur verið haldin í Hörpu hin síðustu ár og hafa gestir verið um eitt þúsund talsins ár hvert. Mikið hefur verið lagt upp úr því að ráðstefnan væri hin veglegasta og hún í raun metin sem stærsta markaðs- og ímyndarverkefni Advania. „Fyrir fastagesti okkar er það orðin hefð og upplifun að mæta í Hörpu á haustráðstefnudag, ganga upp stigann í Hörpu, sækja sér nafnspjald, spjalla við kunningja, fá sér kaffibolla. Sækja svo innblástur frá fyrirlesurum,“ segir Auður. Síðasta vor var hins vegar ljóst að heimsfaraldur kallaði á breytt plön. Þó var ákveðið strax að fresta ekki 26.ráðstefnunni sem fyrirhuguð væri haustið 2020, heldur frekar að fylgja eftir því ráði sem Advania gefur viðskiptavinum sínum daglega; að tækla þetta með tækninni og færa ráðstefnuna í stafræna heima. Þegar þessi ákvörðun lá fyrir, vaknaði upp spurningin sem svo margir hafa upplifað frá því að Covid skall á: Með hvaða hætti getum við haldið áhugaverðan stafrænan viðburð sem þó nær að fanga þá upplifun sem ráðstefnan okkar er orðin þekkt fyrir? „Satt að segja óttuðumst við að ráðstefnan yrði minna spennandi með þessum hætti,“ segir Auður. Að sögn Auðar liður varla 20 mínútur á ráðstefnunni þar til fólk var farið að hringja og spyrja hvort það gæti fengið að nýta sér ráðstefnulausnina sem þróuð var í stafrænum heimi í kjölfar Covid.Vísir/Vilhelm Leitin að lausninni En viljinn var fyrir hendi og því tók við umfangsmikil rannsóknarvinna hjá ráðstefnuteyminu. Markmiðið var að finna stafræna útfærslu sem væri líklegust til að ná þeirri upplifun sem ráðstefna Advania er þekkt fyrir að skapa. Og allt var skoðað. „Allt frá fasteignasöluráðstefnu í Ohio til tækniráðstefna hjá stórum erlendum fyrirtækjum,“ segir Margrét. Að sögn Auðar og Margrétar nýttist þessi vinna þeim vel, enda oft hægt að læra mikið af því að skoða hvað aðrir eru að gera og þá ekki síst að upplifa það á eigin skinni hvað er að virka og hvað ekki. Auður og Margrét segja að eftir þó nokkra rannsóknarvinnu hafi legið fyrir að stefnt yrði á veglega gagnvirka ráðstefnu þar sem gestir yrðu ekki aðeins áhorfendur, heldur þátttakendur. Því þyrfti að finna útfærslu þar sem þátttakendur gætu stigið inn í sjónrænan heim og fylgt með fyrirlestrum í beinni útsendingu. Finna þurfti lausn á því hvernig hægt væri að útfæra þann hluta ráðstefnunnar, þar sem gestir heimsækja sérstök sýningarsvæði fyrirtækja sem eru að kynna spennandi tækninýjungar. „Við þurftum að hugsa sýningarsvæðin upp á nýtt og koma þeim á stafrænt form,“ segir Margrét og bætir við: ,,Okkur þótti líka mikilvægt að geta hólfað dagskrána niður, verið með nokkur erindi í gangi á sama tíma og bjóða uppá vídjó og margskonar ítarefni.“ Áherslan var jafnframt sú að vefurinn væri notendavænn, upplifunin myndræn og aðgengi einfalt. En þrátt fyrir langa og ítarlega leit, fannst engin lausn. Að minnsta kosti ekki lausn sem uppfyllti allar þær kröfur eða markmið sem ætlunin var að uppfylla. Og þá voru góð ráð dýr. Í nýsköpun Úr varð að fyrir haustráðstefnuna var ákveðið að markaðsdeildin og veflausnarsvið Advania myndu sameina krafta sína í vöruþróun og smíða stafræna ráðstefnulausn. Hún var síðan notuð á ráðstefnunni sem haldin var síðastliðið haust. Vel tókst til og var ráðstefnan öll hin glæsilegasta. Fyrirlesarar voru 28 talsins í beinu streymi frá 14 mismunandi stöðum í heiminum. Þá stóð hún yfir í tvo daga, eins og venjan er í Hörpu. En viti menn: Viðbrögðin fóru ekki aðeins fram úr björtustu vonum heldur voru þau að sögn Margrétar og Auðar eins og „í góðu ævintýri.“ Ekki voru nema 20 mínútur liðnar af ráðstefnunni þegar fyrstu símtölin fóru að berast um hvort við gætum aðstoðað aðra við að halda svipaða viðburði,“ segir Auður. Þetta voru viðbrögð sem fóru fram úr björtustu vonum Advania, sem þó hafði trú á að eftirspurn væri til staðar. „Eftir alla rannsóknarvinnuna þá vissum við að það væri eftirspurn eftir slíkri lausn á markaðnum. Þessi mikli áhugi kom okkur hins vegar skemmtilega á óvart,“ segir Margrét. Í kjölfarið var ákveðið að halda áfram að þróa lausnina og viðbætur við hana. Margrét segir að niðurstaða umfangsmikillar rannsóknarvinnu á ráðstefnulausnum hafi rannsóknarteymið átta sig á því að eftirspurn væri eflaust eftir betri lausnum. Viðtökurnar hafi þó verið miklu meir en þeim óraði fyrir að gætu orðið.Vísir/Vilhelm Lærdómurinn Margrét og Auður segja að það að senda út ráðstefnur í beinni útsendingu eða á upptöku, sé svo sem ekkert nýtt af nálinni. Það hafi verið gert í mörg ár. Hins vegar hefur Covid gert það að verkum að fólk er orðið mun móttækilegri fyrir þessari tegund á miðlun efnis og í raun eru margir farnir að gera ráð fyrir því að geta gengið að henni vísri. „Fólk vill geta ráðið deginum sínum,brugðið sér frá, ýtt á pásu, hoppað yfir efni og horft á fyrirlestra aftur og aftur,“ segir Auður og bætir við: „Nú þegar við erum öll orðin svona sjóuð í fjarvinnu og vön sveigjanleikanum sem henni fylgir þá gerum við enn ríkari kröfur um tæknilausnir.“ Að þessu leytinu hefur Covid breytt svo mörgu til frambúðar. Þá segja Margrét og Auður mörgum eldri spurningum hafa verið svarað. Til dæmis hafi þau hjá Advania, eins og svo margir, velt því fyrir sér lengi hvort þau gætu fjölgað gestum eða náð til breiðari hóps með því að vera með ráðstefnuna líka á netinu. Nú hafi þessum spurningum verið svarað. Gestafjöldinn fimmfaldaðist síðastliðið haust og hefur Advania sett sér enn háleitari markmið fyrir ráðstefnuna haustið 2021. Til framtíðar telja Margrét og Auður þó að ráðstefnuhald verði blandað og verði bæði sóttar í raunheimum og á netinu. Þannig verði hægt að halda áfram að byggja upp mikilvæga liði eins og til dæmis tengslamyndun sem oft er stór partur af góðu viðburðarhaldi. Þá segja þær stöllur að stafrænar lausnir þurfi að mæta þörfum mismunandi hópa. Til dæmis hafi það verið markmið hjá þeim að ráðstefnuhaldið myndi bæði skila sterkri upplifun ,,heim í sófa“ til gesta, en ekkert síður að tryggja að styrktaraðilar yrðu sáttir. Nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki, opinberar stofnanir og félagasamtök nýtt sér þessa nýju og óvæntu ráðstefnulausn Advania. Lausnin sé nú þegar orðin að mikilvægri vöru sem enn sér ekki fyrir endann á hvernig muni vaxa í þróun og veltu. En þetta óvænta nýsköpunarverkefni hefur ekki aðeins skilað Advania ánægjulegum viðskiptum, heldur einnig öðrum. Það var til dæmis mjög ánægjulegt að sjá að ráðstefnulausnin hleypti af stað auknum viðskiptum hjá fleirum sem starfa við ráðstefnuhald og hafði jákvæð áhrif á þeirra verkefnastöðu,“ segir Margrét.
Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Gagnagrunnur fyrir ólöglegt efni að verða að veruleika „Á síðustu árum hefur umræða um dreifingu á ólöglegu efni á netinu aukist gríðarlega og er líklegt að á næstu árum verði sett lög sem skylda alla netþjónustuaðila til að leita að og uppræta slíkt efni. Það má því segja að ein af upphaflegu hugmyndunum okkar um gagnagrunn fyrir ólöglegt efni sé að verða að veruleika,“ segir Sigurður Ragnarsson framkvæmdastjóri Videntifier. 15. mars 2021 07:00 „Stuttu síðar hringdi Placewise einfaldlega í okkur“ Á dögunum undirritaði íslenska upplýsingafyrirtækið Tactica samning við fyrirtækið Placewise Group um innleiðingu á hugbúnaðarlausn sem Tactica hefur þróað. Placewise Group er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu á sviði stafrænna lausna fyrir verslunarmiðstöðvar og þjónustar yfir eitt þúsund verslunarmiðstöðvar í þremur heimsálfum. „Við höfum frá upphafi stefnt með Integrator á alþjóðamarkað og lítum á samninginn við Placewise sem frábæra byrjun,“ segir Ríkharður Brynjólfsson, einn eigenda Tactica. 8. mars 2021 07:01 Vöktun bóluefnis og mikil fjölgun starfsfólks framundan „Hugmyndin að Controlant kviknaði í Háskóla Íslands sem hluti af meistaranámi okkar. Controlant varð til í H1N1 árið 2009, eða Svínaflensunni eins og hún er kölluð. Þá var okkar tækni notuð til þess að verja og stýra dreifingu og hýsingu á bóluefninu á Íslandi,“ segir Gísli Herjólfsson framkvæmdastjóri Controlant um upphafið en fyrirtækið var stofnað af fimm félögum, sem ýmist þekktust úr æsku eða kynntust í háskólanum. 15. febrúar 2021 07:00 Uppskera ævintýralegan vöxt eftir margra ára baráttu og áföll „Í flestum tilfellum eru peningarnir horfnir um leið og það er búið að millifæra þá, en þó eru til undantekningar. Til dæmis var eitt tilfelli þar sem íslenskt fyrirtæki tapaði hundruðum milljóna en endurheimti stóran hluta peninganna vegna þess að glæpamennirnir gátu ekki tekið þá nógu hratt út heldu aðeins með lágum upphæðum í einu. En þetta er erfiðara vegna þess að lögregluyfirvöld hafa ekki bolmagn til að rannsaka nema stærstu málin,“ segir Ragnar Sigurðsson stofnandi og framkvæmdastjóri AwareGo öryggisvitundar. 22. febrúar 2021 07:01 „Algjörlega galið“ að hvatarnir séu þveröfugir við markmiðin „Kerfið er okkar helsta áskorun þar sem hvatar eru þveröfugir og hvetja enn til þess að plast og annað endurvinnanlegt efni er flutt óunnið úr landi eða urðað. Það er algjörlega galið þar sem það hefur verri áhrif á umhverfið til viðbótar við tækifærin, verðmætin og störfin sem skapast ef við byggjum virðiskeðjuna upp hér á Íslandi,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá fyrirtækinu Pure North. 25. janúar 2021 07:01 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Gagnagrunnur fyrir ólöglegt efni að verða að veruleika „Á síðustu árum hefur umræða um dreifingu á ólöglegu efni á netinu aukist gríðarlega og er líklegt að á næstu árum verði sett lög sem skylda alla netþjónustuaðila til að leita að og uppræta slíkt efni. Það má því segja að ein af upphaflegu hugmyndunum okkar um gagnagrunn fyrir ólöglegt efni sé að verða að veruleika,“ segir Sigurður Ragnarsson framkvæmdastjóri Videntifier. 15. mars 2021 07:00
„Stuttu síðar hringdi Placewise einfaldlega í okkur“ Á dögunum undirritaði íslenska upplýsingafyrirtækið Tactica samning við fyrirtækið Placewise Group um innleiðingu á hugbúnaðarlausn sem Tactica hefur þróað. Placewise Group er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu á sviði stafrænna lausna fyrir verslunarmiðstöðvar og þjónustar yfir eitt þúsund verslunarmiðstöðvar í þremur heimsálfum. „Við höfum frá upphafi stefnt með Integrator á alþjóðamarkað og lítum á samninginn við Placewise sem frábæra byrjun,“ segir Ríkharður Brynjólfsson, einn eigenda Tactica. 8. mars 2021 07:01
Vöktun bóluefnis og mikil fjölgun starfsfólks framundan „Hugmyndin að Controlant kviknaði í Háskóla Íslands sem hluti af meistaranámi okkar. Controlant varð til í H1N1 árið 2009, eða Svínaflensunni eins og hún er kölluð. Þá var okkar tækni notuð til þess að verja og stýra dreifingu og hýsingu á bóluefninu á Íslandi,“ segir Gísli Herjólfsson framkvæmdastjóri Controlant um upphafið en fyrirtækið var stofnað af fimm félögum, sem ýmist þekktust úr æsku eða kynntust í háskólanum. 15. febrúar 2021 07:00
Uppskera ævintýralegan vöxt eftir margra ára baráttu og áföll „Í flestum tilfellum eru peningarnir horfnir um leið og það er búið að millifæra þá, en þó eru til undantekningar. Til dæmis var eitt tilfelli þar sem íslenskt fyrirtæki tapaði hundruðum milljóna en endurheimti stóran hluta peninganna vegna þess að glæpamennirnir gátu ekki tekið þá nógu hratt út heldu aðeins með lágum upphæðum í einu. En þetta er erfiðara vegna þess að lögregluyfirvöld hafa ekki bolmagn til að rannsaka nema stærstu málin,“ segir Ragnar Sigurðsson stofnandi og framkvæmdastjóri AwareGo öryggisvitundar. 22. febrúar 2021 07:01
„Algjörlega galið“ að hvatarnir séu þveröfugir við markmiðin „Kerfið er okkar helsta áskorun þar sem hvatar eru þveröfugir og hvetja enn til þess að plast og annað endurvinnanlegt efni er flutt óunnið úr landi eða urðað. Það er algjörlega galið þar sem það hefur verri áhrif á umhverfið til viðbótar við tækifærin, verðmætin og störfin sem skapast ef við byggjum virðiskeðjuna upp hér á Íslandi,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá fyrirtækinu Pure North. 25. janúar 2021 07:01