„Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2021 06:44 Talið er að þúsundir hafi lagt leið sína á gosstöðvarnar um helgina. Myndin er tekin í gærdag en í gærkvöldi fór veður mjög að versna á svæðinu og þurftu björgunarsveitarmenn að aðstoða fjölda fólks sem lenti í miklum vandræðum. Vísir/Vilhelm Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum á Suðurnesjum í nótt vegna fólks sem hafði farið að gossvæðinu í Geldingadal og lent í miklum vandræðum þegar veður tók að versna. Gul viðvörun er í gildi á svæðinu þar sem spáð er suðvestan hvassviðri eða stormi. Hviður geta farið í allt að þrjátíu metra á sekúndu og þá er spáð slyddu eða snjóéljum og slæmu skyggni. Gossvæðinu hefur verið lokað vegna hættulegrar gasmengunar. Steinar Þór Kristinsson, sem situr í aðgerðastjórn Landsbjargar í Grindavík, segir að enn sé verið að reyna að staðsetja fólk sem talið er að hafi lagt af stað að gosstöðvunum og þar með skilið bíla sína eftir. Á sjöunda tímanum í morgun taldi björgunarsveitarfólk enn um átta til tíu mannlausa bíla. Bílnúmerin voru rakin og hringt í fólk en enn eru tveir mannlausir bílar í nágrenni gosstöðvanna. Steinar segir að gönguhópar séu að fara af stað til að leita að fólkinu sem komið hafi í þessum bílum en ekki sé til að mynda vitað að hversu mörgum verið sé að leita. Þá segist Steinar eiginlega hafa misst töluna á þeim fjölda sem björgunarsveitirnar þurftu að aðstoða í nótt en að minnsta kosti fjörutíu manns hafi farið í gegnum fjöldahjálparmiðstöðina í Grindavík. Kalla þurfti út aukamannskap allt frá Snæfellsnesi austur í sveitir til að anna verkefnunum. „Staðan var bara mjög tvísýn hérna um tíma. Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand. Það var þannig á tímabili að fólk lá bara í vegköntunum hérna við Festarfjallið og því var sópað upp. Þetta leit ekkert vel út um tíma,“ segir Steinar sem áætlar að mesta álagið hafi verið upp úr miðnætti og eitthvað fram eftir. Þá segir hann að fólk sé enn að leggja leið sína að svæðinu og reyna að komast upp eftir. Hann biðlar til almennings að halda sig heima; aðstæður á svæðinu séu mjög hættulegar og veðurspáin mjög slæm. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að við mælingar í morgun hafi komið í ljós að gasmengun sé á svæðinu. Mælingin sé komin yfir hættumörk og hefur svæðinu við gosið því verið lokað. Fólk er beðið um að virða þá lokun. „Mjög hættulegt er að nálgast gosið eins og er. Mjög slæmt verður var á gosslóðum í nótt og margir sem lentu í hrakningum á leið sinni til baka af gosslóðum og nokkrir sem villtust og leita þurfti að. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Grindavík og fólk flutt þangað áður en það gat haldið áfram til síns heima,“ segir í tilkynningu almannavarna. Fréttin var uppfærð klukkan 07:30. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Almannavarnir Grindavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Gul viðvörun er í gildi á svæðinu þar sem spáð er suðvestan hvassviðri eða stormi. Hviður geta farið í allt að þrjátíu metra á sekúndu og þá er spáð slyddu eða snjóéljum og slæmu skyggni. Gossvæðinu hefur verið lokað vegna hættulegrar gasmengunar. Steinar Þór Kristinsson, sem situr í aðgerðastjórn Landsbjargar í Grindavík, segir að enn sé verið að reyna að staðsetja fólk sem talið er að hafi lagt af stað að gosstöðvunum og þar með skilið bíla sína eftir. Á sjöunda tímanum í morgun taldi björgunarsveitarfólk enn um átta til tíu mannlausa bíla. Bílnúmerin voru rakin og hringt í fólk en enn eru tveir mannlausir bílar í nágrenni gosstöðvanna. Steinar segir að gönguhópar séu að fara af stað til að leita að fólkinu sem komið hafi í þessum bílum en ekki sé til að mynda vitað að hversu mörgum verið sé að leita. Þá segist Steinar eiginlega hafa misst töluna á þeim fjölda sem björgunarsveitirnar þurftu að aðstoða í nótt en að minnsta kosti fjörutíu manns hafi farið í gegnum fjöldahjálparmiðstöðina í Grindavík. Kalla þurfti út aukamannskap allt frá Snæfellsnesi austur í sveitir til að anna verkefnunum. „Staðan var bara mjög tvísýn hérna um tíma. Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand. Það var þannig á tímabili að fólk lá bara í vegköntunum hérna við Festarfjallið og því var sópað upp. Þetta leit ekkert vel út um tíma,“ segir Steinar sem áætlar að mesta álagið hafi verið upp úr miðnætti og eitthvað fram eftir. Þá segir hann að fólk sé enn að leggja leið sína að svæðinu og reyna að komast upp eftir. Hann biðlar til almennings að halda sig heima; aðstæður á svæðinu séu mjög hættulegar og veðurspáin mjög slæm. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að við mælingar í morgun hafi komið í ljós að gasmengun sé á svæðinu. Mælingin sé komin yfir hættumörk og hefur svæðinu við gosið því verið lokað. Fólk er beðið um að virða þá lokun. „Mjög hættulegt er að nálgast gosið eins og er. Mjög slæmt verður var á gosslóðum í nótt og margir sem lentu í hrakningum á leið sinni til baka af gosslóðum og nokkrir sem villtust og leita þurfti að. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Grindavík og fólk flutt þangað áður en það gat haldið áfram til síns heima,“ segir í tilkynningu almannavarna. Fréttin var uppfærð klukkan 07:30.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Almannavarnir Grindavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira