Þyrla Gæslunnar kölluð út til leitar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2021 08:38 Svæðinu við gosið í Geldingadal hefur verið lokað vegna gasmengunar. Þá er veður einnig mjög slæmt á svæðinu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar upp úr klukkan hálfátta í morgun til að aðstoða við leit að fólki í nágrenni gosstöðvanna í Geldingadal. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að þyrlan sé yfir gossvæðinu núna og er hún að svipast um á svæðinu allt frá Svartsengi og að upptakasvæðinu. Þyrlan fór í loftið frá Reykjavík klukkan 08:25 og verður hún við leit eins lengi og þurfa þykir og á meðan skyggni er með þeim hætti að hægt sé að leita með þyrlu úr lofti. Steinar Þór Kristinsson sem situr í aðgerðastjórn Landsbjargar í Grindavík segir að nú sé einn mannlaus bíll eftir í grennd við gosstöðvarnar. Hann sé á erlendum númerum. Ekki sé vitað hversu margir komu mögulega með bílnum. Steinar segir að hópar björgunarsveitarfólks séu farnir til leitar bæði á sex- og fjórhjólum og gangandi. Gossvæðinu var lokað í morgun þar sem gasmengun mældist yfir hættumörkum. Almannavarnir biðla til fólks um að virða þá lokun. Þá er mjög slæmt veður á svæðinu, mikill vindur og úrkoma, en gul viðvörun er í gildi þar sem varað er við suðvestan stormi eða hvassviðri. Hviður geta farið í allt að þrjátíu metra á sekúndu. Fjöldi manns lenti í vandræðum á svæðinu í nótt og opnaði Rauði krossinn fjöldahjálparstöð í Hópsskóla í Grindavík fyrir fólk sem björgunarsveitir höfðu bjargað hröktu og köldu af gosstöðvunum. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að fólk hafi fyrst og fremst þurft aðstoð vegna ofkælingar. „Fjöldarhjálparstöðin var opnuð rétt fyrir klukkan eitt í nótt að beðni aðgerðarstjórnar. Tæplega 40 manns í mismunandi ástandi fengu aðstoð í stöðinni. Enginn var í lífhsættu. Einn var fluttur með sjúkrabíl úr stöðinni vegna meiðsla. Allir voru farnir rétt fyrir klukkan 6 í morgun,“ segir í tilkynning Rauða krossins. Fréttin var uppfærð klukkan 09:02. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Landhelgisgæslan Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að þyrlan sé yfir gossvæðinu núna og er hún að svipast um á svæðinu allt frá Svartsengi og að upptakasvæðinu. Þyrlan fór í loftið frá Reykjavík klukkan 08:25 og verður hún við leit eins lengi og þurfa þykir og á meðan skyggni er með þeim hætti að hægt sé að leita með þyrlu úr lofti. Steinar Þór Kristinsson sem situr í aðgerðastjórn Landsbjargar í Grindavík segir að nú sé einn mannlaus bíll eftir í grennd við gosstöðvarnar. Hann sé á erlendum númerum. Ekki sé vitað hversu margir komu mögulega með bílnum. Steinar segir að hópar björgunarsveitarfólks séu farnir til leitar bæði á sex- og fjórhjólum og gangandi. Gossvæðinu var lokað í morgun þar sem gasmengun mældist yfir hættumörkum. Almannavarnir biðla til fólks um að virða þá lokun. Þá er mjög slæmt veður á svæðinu, mikill vindur og úrkoma, en gul viðvörun er í gildi þar sem varað er við suðvestan stormi eða hvassviðri. Hviður geta farið í allt að þrjátíu metra á sekúndu. Fjöldi manns lenti í vandræðum á svæðinu í nótt og opnaði Rauði krossinn fjöldahjálparstöð í Hópsskóla í Grindavík fyrir fólk sem björgunarsveitir höfðu bjargað hröktu og köldu af gosstöðvunum. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að fólk hafi fyrst og fremst þurft aðstoð vegna ofkælingar. „Fjöldarhjálparstöðin var opnuð rétt fyrir klukkan eitt í nótt að beðni aðgerðarstjórnar. Tæplega 40 manns í mismunandi ástandi fengu aðstoð í stöðinni. Enginn var í lífhsættu. Einn var fluttur með sjúkrabíl úr stöðinni vegna meiðsla. Allir voru farnir rétt fyrir klukkan 6 í morgun,“ segir í tilkynning Rauða krossins. Fréttin var uppfærð klukkan 09:02.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Landhelgisgæslan Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira