Beðið í átján mánuði og enn frekari töf vegna þjálfunaraðferða Brynjars Karls Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2021 12:02 Í liði Aþenu eru meðal annars stelpur sem barist hafa fyrir því að mega spila á mótum með strákum. Þær hafa keppt undir merkjum UMFK á meðan að umsókn Aþenu til ÍSÍ bíður afgreiðslu. @athenabasketballiceland Forsvarsmenn íþróttafélagsins Aþenu hafa í eitt og hálft ár reynt að fá félagið skráð sem gilt íþróttafélag. Málið hefur meðal annars tafist vegna umræðunnar í kjölfar sýningar á heimildarmyndinni Hækkum rána, segir framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Umsóknarferli Aþenu hófst í ágúst 2019 og er rakið á heimasíðu félagsins. Félagið þurfti fyrst að sækja um aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur en í lok nóvember sama ár var umsóknin svo komin inn á borð ÍSÍ. Enn í dag leikur liðið þó undir merkjum Ungmennafélags Kjalnesinga, í körfubolta stúlkna. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir að fyrst í nóvember 2020 hafi verið hægt að taka erindi Aþenu fyrir. Ástæður þess að það var ekki hægt fyrr eru raktar hér að neðan. Hún viðurkennir hins vegar að síðan þá hafi orðið óútskýrð töf á málinu fram yfir áramót. ÍSÍ kaus svo að bíða með að afgreiða málið eftir sýningu heimildarmyndarinnar Hækkum rána. Deilt var um þjálfunaraðferðir Brynjars Karls Sigurðssonar, yfirþjálfara Aþenu, eftir sýningu myndarinnar og það virðist hafa áhrif á gang umsóknarinnar, ásamt þeirri staðreynd að Brynjar Karl skuli hafa verið rekinn frá Stjörnunni og ÍR. „Eftir sýningu á heimildarmyndinni Hækkum rána í febrúarmánuði varð starfsemi Aþenu íþróttafélags í brennidepli, meðal annars vegna þjálfunaraðferða þjálfara félagsins á meðan hann var að störfum í öðrum íþróttafélögum. Samkvæmt upplýsingum sem fram koma í ofangreindri heimildamynd þá var viðkomandi þjálfara vikið frá störfum í tveimur af stærri íþróttafélögum landsins,“ segir Líney í skriflegu svari til Vísis. Hún bætir við: „Með hliðsjón af stefnu ÍSÍ í íþróttum barna og unglinga og í kjölfar greinaskrifa og yfirlýsingar fræða- og vísindafólks um sterkar vísbendingar um neikvæðar afleiðingar snemmtækrar afreksvæðingar hjá börnum í íþróttum, þá ákvað ÍSÍ að taka sér tíma til skoðunar og frekari upplýsingaöflunar vegna málsins. Á meðan bíður umsókn félagsins afgreiðslu.“ Líney segir að forsvarsmenn Aþenu verði boðaðir á fund ÍSÍ fljótlega. „Höfum ýtt á eftir og beðið um fundi en það hefur bara verið hundsað“ Vésteinn Sveinsson, körfuboltaþjálfari hjá Aþenu, lýsti umsóknarferlinu frá sínu sjónarhorni í útvarpsþættinum Harmageddon í síðustu viku. Þar sagði hann ÍSÍ engin svör hafa veitt við því hvers vegna ferlið hefði dregist svo á langinn sem raunin er. Umræðan hefst eftir 8 og hálfa mínútu: „Við erum að fara að horfa á þriðja árið í röð þar sem að stelpurnar fá ekki að keppa fyrir sitt félag,“ sagði Vésteinn, orðinn langeygður eftir því að ÍSÍ staðfesti lög íþróttafélagsins Aþenu. „Við höfum fengið mjög óljósar ábendingar um hluti sem eru ekki í lögunum en við höfum samt lagað. Við höfum ekki fengið neinar skriflegar, formlegar athugasemdir við lögin. Við höfum ýtt á eftir og beðið um fundi en það hefur bara verið hundsað,“ sagði Vésteinn. ÍSÍ samþykkir ekki fyrirtæki sem íþróttafélag Samkvæmt svari Líneyjar strandaði umsókn Aþenu í fyrstu á því að til var bæði íþróttaakademían Aþena sem og íþróttafélagið Aþena. Sömu aðilar hafi tengst akademíunni og íþróttafélaginu og ekki hafi verið með góðu móti hægt að sjá hvað tilheyrði hvoru. „ÍSÍ samþykkir ekki fyrirtæki sem íþróttafélag og hlutu lög félagsins ekki afgreiðslu á meðan beðið var frekari upplýsinga um hvernig málum var háttað varðandi aðskilnað félags og fyrirtækis,“ segir Líney. Það var svo ekki fyrr en í október 2020 sem Aþena íþróttafélag var stofnað, samkvæmt kennitölu félagsins, og þá var jafnframt búið að breyta nafninu á íþróttaakademíunni. „Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Aþenu íþróttafélags er kennitala félagsins send til ÍBR 29. október 2020. Enn voru þá útistandandi athugasemdir sem ÍSÍ gerði við upplýsingar á heimasíðu félagsins þar sem ýmist var vísað til akademíu eða félags. Var brugðist við þeim athugasemdum seinni hluta nóvembermánaðar 2020. ÍSÍ lítur svo á að þá fyrst hafi tilskilin gögn legið fyrir varðandi afgreiðslu á máli Aþenu,“ segir Líney en eins og fyrr segir er málið þó enn óafgreitt nú fjórum mánuðum síðar. Körfubolti Íþróttir barna Tengdar fréttir Felldu tillöguna um að stelpna- og strákalið geti mæst Stelpnalið og strákalið í körfubolta fá ekki að spila í sama flokki á Íslandsmóti fram til fjórtán ára aldurs en tillögu þess efnis var hafnað á ársþingi KKÍ í dag. 13. mars 2021 14:34 Segir dóttur sína hafa orðið fyrir gríðarlegu áreiti Körfuknattleiksþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur undanfarin ár þjálfað ungar stúlkur í körfubolta, sem spila nú með íþróttafélaginu Aþenu en hann er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 3. mars 2021 13:30 „Héldu að við værum bara litlar stelpur með engan sjálfstæðan vilja“ „Ég hélt fyrst að hann væri bara algjör fáviti. Ég horfði á hann og bara; Hvað er hann að gera? Svo fékk ég að kynnast honum og stelpunum og fannst þetta geggjað. Ef hann hefði aldrei byrjað að þjálfa okkur þá væri ég ekki í körfubolta.“ Þetta segir Eybjört Torfadóttir liðsmaður körfuboltaliðsins Aþenu í viðtali við Ísland í dag. 2. mars 2021 10:40 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Umsóknarferli Aþenu hófst í ágúst 2019 og er rakið á heimasíðu félagsins. Félagið þurfti fyrst að sækja um aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur en í lok nóvember sama ár var umsóknin svo komin inn á borð ÍSÍ. Enn í dag leikur liðið þó undir merkjum Ungmennafélags Kjalnesinga, í körfubolta stúlkna. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir að fyrst í nóvember 2020 hafi verið hægt að taka erindi Aþenu fyrir. Ástæður þess að það var ekki hægt fyrr eru raktar hér að neðan. Hún viðurkennir hins vegar að síðan þá hafi orðið óútskýrð töf á málinu fram yfir áramót. ÍSÍ kaus svo að bíða með að afgreiða málið eftir sýningu heimildarmyndarinnar Hækkum rána. Deilt var um þjálfunaraðferðir Brynjars Karls Sigurðssonar, yfirþjálfara Aþenu, eftir sýningu myndarinnar og það virðist hafa áhrif á gang umsóknarinnar, ásamt þeirri staðreynd að Brynjar Karl skuli hafa verið rekinn frá Stjörnunni og ÍR. „Eftir sýningu á heimildarmyndinni Hækkum rána í febrúarmánuði varð starfsemi Aþenu íþróttafélags í brennidepli, meðal annars vegna þjálfunaraðferða þjálfara félagsins á meðan hann var að störfum í öðrum íþróttafélögum. Samkvæmt upplýsingum sem fram koma í ofangreindri heimildamynd þá var viðkomandi þjálfara vikið frá störfum í tveimur af stærri íþróttafélögum landsins,“ segir Líney í skriflegu svari til Vísis. Hún bætir við: „Með hliðsjón af stefnu ÍSÍ í íþróttum barna og unglinga og í kjölfar greinaskrifa og yfirlýsingar fræða- og vísindafólks um sterkar vísbendingar um neikvæðar afleiðingar snemmtækrar afreksvæðingar hjá börnum í íþróttum, þá ákvað ÍSÍ að taka sér tíma til skoðunar og frekari upplýsingaöflunar vegna málsins. Á meðan bíður umsókn félagsins afgreiðslu.“ Líney segir að forsvarsmenn Aþenu verði boðaðir á fund ÍSÍ fljótlega. „Höfum ýtt á eftir og beðið um fundi en það hefur bara verið hundsað“ Vésteinn Sveinsson, körfuboltaþjálfari hjá Aþenu, lýsti umsóknarferlinu frá sínu sjónarhorni í útvarpsþættinum Harmageddon í síðustu viku. Þar sagði hann ÍSÍ engin svör hafa veitt við því hvers vegna ferlið hefði dregist svo á langinn sem raunin er. Umræðan hefst eftir 8 og hálfa mínútu: „Við erum að fara að horfa á þriðja árið í röð þar sem að stelpurnar fá ekki að keppa fyrir sitt félag,“ sagði Vésteinn, orðinn langeygður eftir því að ÍSÍ staðfesti lög íþróttafélagsins Aþenu. „Við höfum fengið mjög óljósar ábendingar um hluti sem eru ekki í lögunum en við höfum samt lagað. Við höfum ekki fengið neinar skriflegar, formlegar athugasemdir við lögin. Við höfum ýtt á eftir og beðið um fundi en það hefur bara verið hundsað,“ sagði Vésteinn. ÍSÍ samþykkir ekki fyrirtæki sem íþróttafélag Samkvæmt svari Líneyjar strandaði umsókn Aþenu í fyrstu á því að til var bæði íþróttaakademían Aþena sem og íþróttafélagið Aþena. Sömu aðilar hafi tengst akademíunni og íþróttafélaginu og ekki hafi verið með góðu móti hægt að sjá hvað tilheyrði hvoru. „ÍSÍ samþykkir ekki fyrirtæki sem íþróttafélag og hlutu lög félagsins ekki afgreiðslu á meðan beðið var frekari upplýsinga um hvernig málum var háttað varðandi aðskilnað félags og fyrirtækis,“ segir Líney. Það var svo ekki fyrr en í október 2020 sem Aþena íþróttafélag var stofnað, samkvæmt kennitölu félagsins, og þá var jafnframt búið að breyta nafninu á íþróttaakademíunni. „Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Aþenu íþróttafélags er kennitala félagsins send til ÍBR 29. október 2020. Enn voru þá útistandandi athugasemdir sem ÍSÍ gerði við upplýsingar á heimasíðu félagsins þar sem ýmist var vísað til akademíu eða félags. Var brugðist við þeim athugasemdum seinni hluta nóvembermánaðar 2020. ÍSÍ lítur svo á að þá fyrst hafi tilskilin gögn legið fyrir varðandi afgreiðslu á máli Aþenu,“ segir Líney en eins og fyrr segir er málið þó enn óafgreitt nú fjórum mánuðum síðar.
Körfubolti Íþróttir barna Tengdar fréttir Felldu tillöguna um að stelpna- og strákalið geti mæst Stelpnalið og strákalið í körfubolta fá ekki að spila í sama flokki á Íslandsmóti fram til fjórtán ára aldurs en tillögu þess efnis var hafnað á ársþingi KKÍ í dag. 13. mars 2021 14:34 Segir dóttur sína hafa orðið fyrir gríðarlegu áreiti Körfuknattleiksþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur undanfarin ár þjálfað ungar stúlkur í körfubolta, sem spila nú með íþróttafélaginu Aþenu en hann er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 3. mars 2021 13:30 „Héldu að við værum bara litlar stelpur með engan sjálfstæðan vilja“ „Ég hélt fyrst að hann væri bara algjör fáviti. Ég horfði á hann og bara; Hvað er hann að gera? Svo fékk ég að kynnast honum og stelpunum og fannst þetta geggjað. Ef hann hefði aldrei byrjað að þjálfa okkur þá væri ég ekki í körfubolta.“ Þetta segir Eybjört Torfadóttir liðsmaður körfuboltaliðsins Aþenu í viðtali við Ísland í dag. 2. mars 2021 10:40 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Felldu tillöguna um að stelpna- og strákalið geti mæst Stelpnalið og strákalið í körfubolta fá ekki að spila í sama flokki á Íslandsmóti fram til fjórtán ára aldurs en tillögu þess efnis var hafnað á ársþingi KKÍ í dag. 13. mars 2021 14:34
Segir dóttur sína hafa orðið fyrir gríðarlegu áreiti Körfuknattleiksþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur undanfarin ár þjálfað ungar stúlkur í körfubolta, sem spila nú með íþróttafélaginu Aþenu en hann er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 3. mars 2021 13:30
„Héldu að við værum bara litlar stelpur með engan sjálfstæðan vilja“ „Ég hélt fyrst að hann væri bara algjör fáviti. Ég horfði á hann og bara; Hvað er hann að gera? Svo fékk ég að kynnast honum og stelpunum og fannst þetta geggjað. Ef hann hefði aldrei byrjað að þjálfa okkur þá væri ég ekki í körfubolta.“ Þetta segir Eybjört Torfadóttir liðsmaður körfuboltaliðsins Aþenu í viðtali við Ísland í dag. 2. mars 2021 10:40
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum