AstraZeneca kom vel út úr rannsókn í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2021 12:15 Álitamál hafa verið um hversu góð vernd bóluefni AstraZeneca veitir eldra fólki. Fyrirtækið segir það hafa reynst eldri aldurshópum vel í rannsókn sem það gerði í Bandaríkjunum. AP/Gregorio Borgia Bóluefni AstraZeneca reyndist veita góð vörn gegn Covid-19 í viðamikilli rannsókn í Bandaríkjunum. Fyrirtækið segir að sérfræðingar þess hafi ekki merkt aukna hættu á blóðtappa sem leiddi til þess að nokkur Evrópuríki stöðvuðu notkun efnisins tímabundið. Bandarísk lyfjayfirvöld hafa enn ekki veitt heimild fyrir notkun bóluefnis AstraZeneca þar í landi. Rannsókn fyrirtækisins þar var gerð á fleiri en 30.000 sjálfboðaliðum. Samkvæmt niðurstöðum sem fyrirtækið birti veitir efnið 79% vörn gegn einkennum Covid-19 og 100% vernd fyrir alvarlegri sýkingu og sjúkrahúsinnlögn, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá er efnið sagt hafa virkað vel fyrir alla aldurshópa, einnig eldra fólk. Gögn höfðu verið talin skorta um virkni bóluefnisins í eldri aldurshópum. Tveir af hverjum þremur þátttakendum fengu bóluefnið en einn af þremur fékk lyfleysu. AstraZeneca hefur enn ekki birt öll gögn um rannsóknina. Paul Hunter, prófessor í lyfjafræði við Háskólann í Austur-Anglíu á Englandi, segir við AP að niðurstöðurnar lofi góðu en að hann vilji sjá frekari gögn sem styðji fullyrðingar fyrirtækisins um virkni bóluefnisins. „En þetta ætti að auka traust á því að bóluefnið geri það sem mest þörf er á,“ segir Hunter. Til stendur að AstraZeneca afhendi bandarísku lyfjastofnuninni gögn um rannsóknina á næstu vikum. Niðurstöðurnar verða jafnframt birtar í ritrýndu vísindariti. Bóluefnið og öryggi þess hefur verið í brennidepli að undanförnu eftir að nokkur Evrópuríki, þar á meðal Ísland, stöðvuðu notkun þess tímabundið þegar tilkynnt var um tilfelli blóðtappa í fólki sem hefði fengið efnið. Lyfjastofnun Evrópu gaf grænt ljós á áframhaldandi notkun efnisins á fimmtudag. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Hyggst láta bólusetja sig með AstraZeneca til að fullvissa Breta um öryggi Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hyggst láta bólusetja sig með bóluefni AstraZeneca til að fullvissa Breta um að bóluefnið sé öruggt. Nokkurrar tortryggni hefur gætt í garð bóluefnisins eftir að tilkynningar bárust um alvarlegar aukaverkanir. 19. mars 2021 07:43 Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Bandarísk lyfjayfirvöld hafa enn ekki veitt heimild fyrir notkun bóluefnis AstraZeneca þar í landi. Rannsókn fyrirtækisins þar var gerð á fleiri en 30.000 sjálfboðaliðum. Samkvæmt niðurstöðum sem fyrirtækið birti veitir efnið 79% vörn gegn einkennum Covid-19 og 100% vernd fyrir alvarlegri sýkingu og sjúkrahúsinnlögn, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá er efnið sagt hafa virkað vel fyrir alla aldurshópa, einnig eldra fólk. Gögn höfðu verið talin skorta um virkni bóluefnisins í eldri aldurshópum. Tveir af hverjum þremur þátttakendum fengu bóluefnið en einn af þremur fékk lyfleysu. AstraZeneca hefur enn ekki birt öll gögn um rannsóknina. Paul Hunter, prófessor í lyfjafræði við Háskólann í Austur-Anglíu á Englandi, segir við AP að niðurstöðurnar lofi góðu en að hann vilji sjá frekari gögn sem styðji fullyrðingar fyrirtækisins um virkni bóluefnisins. „En þetta ætti að auka traust á því að bóluefnið geri það sem mest þörf er á,“ segir Hunter. Til stendur að AstraZeneca afhendi bandarísku lyfjastofnuninni gögn um rannsóknina á næstu vikum. Niðurstöðurnar verða jafnframt birtar í ritrýndu vísindariti. Bóluefnið og öryggi þess hefur verið í brennidepli að undanförnu eftir að nokkur Evrópuríki, þar á meðal Ísland, stöðvuðu notkun þess tímabundið þegar tilkynnt var um tilfelli blóðtappa í fólki sem hefði fengið efnið. Lyfjastofnun Evrópu gaf grænt ljós á áframhaldandi notkun efnisins á fimmtudag.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Hyggst láta bólusetja sig með AstraZeneca til að fullvissa Breta um öryggi Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hyggst láta bólusetja sig með bóluefni AstraZeneca til að fullvissa Breta um að bóluefnið sé öruggt. Nokkurrar tortryggni hefur gætt í garð bóluefnisins eftir að tilkynningar bárust um alvarlegar aukaverkanir. 19. mars 2021 07:43 Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Hyggst láta bólusetja sig með AstraZeneca til að fullvissa Breta um öryggi Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hyggst láta bólusetja sig með bóluefni AstraZeneca til að fullvissa Breta um að bóluefnið sé öruggt. Nokkurrar tortryggni hefur gætt í garð bóluefnisins eftir að tilkynningar bárust um alvarlegar aukaverkanir. 19. mars 2021 07:43
Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13