Kynnti langtímaáætlun um tilslakanir næstu tvo mánuði Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2021 23:59 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Vísir/GEtty Dönsk stjórnvöld komust í kvöld að samkomulagi um að danskt samfélag skuli verða opið að mestu þegar allir 50 ára og eldri hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. Þá var kynnt ítarleg langtímaáætlun um tilslakanir á sóttvarnareglum næstu tvo mánuði. Mette Frederiksen kynnti áætlunina á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í kvöld. Þverpólitísk sátt er um aðgerðirnar en allir flokkar á danska þinginu fyrir utan einn, Nye Borgerlige, standa að baki samkomulaginu. Þá er áætlunin háð því að vel gangi í faraldrinum og smitum haldi áfram að fækka, að því er segir í frétt danska ríkissjónvarpsins DR. Þá var jafnframt boðuð notkun á svokölluðum „kórónupassa,“ sem nálgast má í smáforriti heilbrigðisyfirvalda. Tilslakanirnar næstu mánuði eru margar háðar framvísun á þessum kórónuveirupassa, sem staðfestir ýmist bólusetningu, neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi eða mótefni hjá þeim sem honum framvísar. Aftur í skólann og klippingu Tilslakanirnar munu taka gildi með tveggja vikna millibili. Strax eftir páska, 6. apríl, munu börn og unglingar snúa aftur í skóla aðra hverja viku. Hið sama gildir um önnur skólastig. Sama dag verður starfsemi á borð við hárgreiðslustofur og nuddara leyft að opna á ný. Þá er stefnt að því að hægt verði að opna verslanir og verslunarmiðstöðvar, hvar gólfflötur er minni en 15 þúsund fermetrar, 13. apríl. Þetta mun þó ekki gilda á svæðum þar sem nýgengi smita er hátt, að því er segir í frétt DR. Áfram einhverjar takmarkanir Aðrar verslanir og verslunarmiðstöðvar munu fá að opna 21. apríl. Sama dag er stefnt að því að veitingastaðir og kaffihús geti byrjað að þjónusta gesti utandyra á ný, auk þess sem söfn og bókasöfn verða opnuð. Íþróttir barna og unglina verða einnig leyfðar innandyra 21. apríl. Tveimur vikum síðar, 6. maí, er stefnt að því að hægt verði að snæða innandyra á veitingastöðum, auk þess sem boðað er að leikhús og kvikmyndahús verði opnuð. Þá verði fullorðnum jafnframt heimilt að stunda íþróttir innandyra. 21. maí verði svo aðrar íþróttir og tómstundir leyfðar. Stjórnvöld vonast þannig til að danskt samfélag að mestu opið eftir tvo mánuði. Áfram er þó búist við að fjölda- og ferðatakmarkanir verði í gildi, auk grímuskyldu og fjarlægðarmarka. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Fleiri fréttir Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Sjá meira
Mette Frederiksen kynnti áætlunina á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í kvöld. Þverpólitísk sátt er um aðgerðirnar en allir flokkar á danska þinginu fyrir utan einn, Nye Borgerlige, standa að baki samkomulaginu. Þá er áætlunin háð því að vel gangi í faraldrinum og smitum haldi áfram að fækka, að því er segir í frétt danska ríkissjónvarpsins DR. Þá var jafnframt boðuð notkun á svokölluðum „kórónupassa,“ sem nálgast má í smáforriti heilbrigðisyfirvalda. Tilslakanirnar næstu mánuði eru margar háðar framvísun á þessum kórónuveirupassa, sem staðfestir ýmist bólusetningu, neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi eða mótefni hjá þeim sem honum framvísar. Aftur í skólann og klippingu Tilslakanirnar munu taka gildi með tveggja vikna millibili. Strax eftir páska, 6. apríl, munu börn og unglingar snúa aftur í skóla aðra hverja viku. Hið sama gildir um önnur skólastig. Sama dag verður starfsemi á borð við hárgreiðslustofur og nuddara leyft að opna á ný. Þá er stefnt að því að hægt verði að opna verslanir og verslunarmiðstöðvar, hvar gólfflötur er minni en 15 þúsund fermetrar, 13. apríl. Þetta mun þó ekki gilda á svæðum þar sem nýgengi smita er hátt, að því er segir í frétt DR. Áfram einhverjar takmarkanir Aðrar verslanir og verslunarmiðstöðvar munu fá að opna 21. apríl. Sama dag er stefnt að því að veitingastaðir og kaffihús geti byrjað að þjónusta gesti utandyra á ný, auk þess sem söfn og bókasöfn verða opnuð. Íþróttir barna og unglina verða einnig leyfðar innandyra 21. apríl. Tveimur vikum síðar, 6. maí, er stefnt að því að hægt verði að snæða innandyra á veitingastöðum, auk þess sem boðað er að leikhús og kvikmyndahús verði opnuð. Þá verði fullorðnum jafnframt heimilt að stunda íþróttir innandyra. 21. maí verði svo aðrar íþróttir og tómstundir leyfðar. Stjórnvöld vonast þannig til að danskt samfélag að mestu opið eftir tvo mánuði. Áfram er þó búist við að fjölda- og ferðatakmarkanir verði í gildi, auk grímuskyldu og fjarlægðarmarka.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Fleiri fréttir Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Sjá meira