Telja AstraZeneca hafa notað úrelt gögn við rannsókn vestanhafs Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2021 08:41 Athugasemdir bandarískra yfirvalda við rannsókn AstraZeneca á virkni bóluefnisins eru líklegar til að tefja það að efnið fái markaðsleyfi vestanhafs. AP/Matthias Schrader Bandarísk yfirvöld telja að niðurstöður úr umfangsmikilli rannsókn á kórónuveirubóluefni AstraZeneca í Bandaríkjunum hafi stuðst við „úrelt gögn“. Því hafi fyrirtækið mögulega gefið ófullkomna mynd af virkni bóluefnisins. Bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca greindi frá niðurstöðum rannsóknar með um 30.000 sjálfboðaliðum í Bandaríkjunum, Perú og Síle í gær. Bóluefnið var sagt veita 79% vernd gegn einkennum Covid-19 og algera gegn alvarlegum veikindum og sjúkrahúsinnlögnum. Þá var efnið sagt veita eldra fólki góða vernd en ófullnægjandi gögn höfðu verið til staðar um það fram að þessu. Engar alvarlegar aukaverkanir voru sagðar hafa komið fram við rannsóknina. Nokkur Evrópuríki, þar á meðal Ísland, stöðvuðu notkun á bóluefninu tímabundið vegna nokkurra tilkynninga um blóðtappa hjá fólki sem hafði fengið efnið. AP-fréttastofan segir nú að sérstök upplýsinga- og öryggiseftirlitsnefnd sem heyrir undir Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna hafi gert athugasemdir við að gögn AstraZeneca kynnu að gefa ófullnægjandi mynd af virkni bóluefnisins. Hvatti hún fyrirtækið til þess að fara yfir gögnin og tryggja að nýjustu og nákvæmustu gögnin verði gerð opinber um leið og kostur er á, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bóluefni AstraZeneca er með skilyrt markaðsleyfi í Evrópu en hefur enn ekki hlotið náð fyrir augum bandarískra lyfjayfirvalda. Trúverðugleiki bóluefnisins hefur átt undir högg að sækja, fyrst eftir mistök fyrirtækisins þegar það sótti fyrst um leyfi vestanhafs, síðan vegna áhyggna af því að það veitti eldra fólki ekki nægilega vernd og nú síðast vegna mögulegra alvarlega aukaverkana. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir Norðurlöndin rannsaka betur bóluefni AstraZeneca Norðurlöndin, þar á meðal Ísland, hafa ákveðið að rannsaka betur bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 áður en lengra er haldið með notkun bóluefnisins. 22. mars 2021 12:28 AstraZeneca kom vel út úr rannsókn í Bandaríkjunum Bóluefni AstraZeneca reyndist veita góð vörn gegn Covid-19 í viðamikilli rannsókn í Bandaríkjunum. Fyrirtækið segir að sérfræðingar þess hafi ekki merkt aukna hættu á blóðtappa sem leiddi til þess að nokkur Evrópuríki stöðvuðu notkun efnisins tímabundið. 22. mars 2021 12:15 Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca greindi frá niðurstöðum rannsóknar með um 30.000 sjálfboðaliðum í Bandaríkjunum, Perú og Síle í gær. Bóluefnið var sagt veita 79% vernd gegn einkennum Covid-19 og algera gegn alvarlegum veikindum og sjúkrahúsinnlögnum. Þá var efnið sagt veita eldra fólki góða vernd en ófullnægjandi gögn höfðu verið til staðar um það fram að þessu. Engar alvarlegar aukaverkanir voru sagðar hafa komið fram við rannsóknina. Nokkur Evrópuríki, þar á meðal Ísland, stöðvuðu notkun á bóluefninu tímabundið vegna nokkurra tilkynninga um blóðtappa hjá fólki sem hafði fengið efnið. AP-fréttastofan segir nú að sérstök upplýsinga- og öryggiseftirlitsnefnd sem heyrir undir Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna hafi gert athugasemdir við að gögn AstraZeneca kynnu að gefa ófullnægjandi mynd af virkni bóluefnisins. Hvatti hún fyrirtækið til þess að fara yfir gögnin og tryggja að nýjustu og nákvæmustu gögnin verði gerð opinber um leið og kostur er á, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bóluefni AstraZeneca er með skilyrt markaðsleyfi í Evrópu en hefur enn ekki hlotið náð fyrir augum bandarískra lyfjayfirvalda. Trúverðugleiki bóluefnisins hefur átt undir högg að sækja, fyrst eftir mistök fyrirtækisins þegar það sótti fyrst um leyfi vestanhafs, síðan vegna áhyggna af því að það veitti eldra fólki ekki nægilega vernd og nú síðast vegna mögulegra alvarlega aukaverkana.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir Norðurlöndin rannsaka betur bóluefni AstraZeneca Norðurlöndin, þar á meðal Ísland, hafa ákveðið að rannsaka betur bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 áður en lengra er haldið með notkun bóluefnisins. 22. mars 2021 12:28 AstraZeneca kom vel út úr rannsókn í Bandaríkjunum Bóluefni AstraZeneca reyndist veita góð vörn gegn Covid-19 í viðamikilli rannsókn í Bandaríkjunum. Fyrirtækið segir að sérfræðingar þess hafi ekki merkt aukna hættu á blóðtappa sem leiddi til þess að nokkur Evrópuríki stöðvuðu notkun efnisins tímabundið. 22. mars 2021 12:15 Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Norðurlöndin rannsaka betur bóluefni AstraZeneca Norðurlöndin, þar á meðal Ísland, hafa ákveðið að rannsaka betur bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 áður en lengra er haldið með notkun bóluefnisins. 22. mars 2021 12:28
AstraZeneca kom vel út úr rannsókn í Bandaríkjunum Bóluefni AstraZeneca reyndist veita góð vörn gegn Covid-19 í viðamikilli rannsókn í Bandaríkjunum. Fyrirtækið segir að sérfræðingar þess hafi ekki merkt aukna hættu á blóðtappa sem leiddi til þess að nokkur Evrópuríki stöðvuðu notkun efnisins tímabundið. 22. mars 2021 12:15
Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13