Þjóðverjar skella í lás yfir páskana Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2021 11:44 Merkel kanslari fundaði með leiðtogum sambandslandanna sextán. Í kjölfarið kynnti landsstjórnin framlengingu sóttvarnaaðgerða. Vísir/EPA Sóttvarnaaðgerðir í Þýskalandi verða framlengdar um þrjár vikur og hertar verulega yfir páskana. Ástæðan er þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem gengur nú yfir Þýskaland og ýmis önnur Evrópuríki. Nýgengi kórónuveirusmita í Þýskalandi er nú yfir hundrað manns á hverja hundrað þúsund íbúa. Tilkynnt hefur verið um hátt í 7.500 ný smit og 250 dauðsföll síðasta sólarhringinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Af þeim sökum segir Angela Merkel kanslari að núgildandi sóttvarnaðgerðir verði framlengdar til 18. apríl. Enn strangari samkomutakmarkanir verða í gildi dagana 1.-5. apríl og verður flestum verslunum gert að loka. Trúarathöfnum sem fara fram í persónu verður aflýst og stórar fjölskyldusamkomur verða bannaðar. „Veldisvöxtur er í smitum og gjörgæslurúm eru aftur að fyllast,“ sagði Merkel þegar hún kynnti aðgerðirnar í dag. Ákvörðunin var tekin eftir fund hennar með leiðtogum sambandslandanna sextán. Fyrr í þessum mánuði höfðu sömu leiðtogar sammælst um að byrja á að slaka varfærnislega á takmörkunum. Breska afbrigði kórónuveirunnar breiðist nú um Þýskaland og líkti Merkel því við að glíma við nýja veiru sem er mun banvænni og meira smitandi en sú upprunalega. Sagði hún stöðuna í faraldrinum alvarlega. Ástandið í nágrannaríkinu Póllandi er enn svartara. Þar er smittíðnin þrefalt meiri en í Þýskalandi. Í Frakklandi glíma stjórnvöld einnig við þriðju bylgju faraldursins. Fleiri en 470 manns voru lagðir inn á gjörgæslu með Covid-19 þar síðasta sólarhringinn. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gætu lagt fjársektir á þá sem reyna að ferðast frá Englandi Breska ríkisstjórnin ætlar að leggja hundruð þúsunda króna sekt á Englendinga sem reyna að ferðast til útlanda fyrir lok júní. Sektirnar eru hluti af hertum aðgerðum breskra stjórnvalda á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2021 10:32 Kynnti langtímaáætlun um tilslakanir næstu tvo mánuði Dönsk stjórnvöld komust í kvöld að samkomulagi um að danskt samfélag skuli verða opið að mestu þegar allir 50 ára og eldri hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. Þá var kynnt ítarleg langtímaáætlun um tilslakanir á sóttvarnareglum næstu tvo mánuði. 22. mars 2021 23:59 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Nýgengi kórónuveirusmita í Þýskalandi er nú yfir hundrað manns á hverja hundrað þúsund íbúa. Tilkynnt hefur verið um hátt í 7.500 ný smit og 250 dauðsföll síðasta sólarhringinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Af þeim sökum segir Angela Merkel kanslari að núgildandi sóttvarnaðgerðir verði framlengdar til 18. apríl. Enn strangari samkomutakmarkanir verða í gildi dagana 1.-5. apríl og verður flestum verslunum gert að loka. Trúarathöfnum sem fara fram í persónu verður aflýst og stórar fjölskyldusamkomur verða bannaðar. „Veldisvöxtur er í smitum og gjörgæslurúm eru aftur að fyllast,“ sagði Merkel þegar hún kynnti aðgerðirnar í dag. Ákvörðunin var tekin eftir fund hennar með leiðtogum sambandslandanna sextán. Fyrr í þessum mánuði höfðu sömu leiðtogar sammælst um að byrja á að slaka varfærnislega á takmörkunum. Breska afbrigði kórónuveirunnar breiðist nú um Þýskaland og líkti Merkel því við að glíma við nýja veiru sem er mun banvænni og meira smitandi en sú upprunalega. Sagði hún stöðuna í faraldrinum alvarlega. Ástandið í nágrannaríkinu Póllandi er enn svartara. Þar er smittíðnin þrefalt meiri en í Þýskalandi. Í Frakklandi glíma stjórnvöld einnig við þriðju bylgju faraldursins. Fleiri en 470 manns voru lagðir inn á gjörgæslu með Covid-19 þar síðasta sólarhringinn.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gætu lagt fjársektir á þá sem reyna að ferðast frá Englandi Breska ríkisstjórnin ætlar að leggja hundruð þúsunda króna sekt á Englendinga sem reyna að ferðast til útlanda fyrir lok júní. Sektirnar eru hluti af hertum aðgerðum breskra stjórnvalda á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2021 10:32 Kynnti langtímaáætlun um tilslakanir næstu tvo mánuði Dönsk stjórnvöld komust í kvöld að samkomulagi um að danskt samfélag skuli verða opið að mestu þegar allir 50 ára og eldri hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. Þá var kynnt ítarleg langtímaáætlun um tilslakanir á sóttvarnareglum næstu tvo mánuði. 22. mars 2021 23:59 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Gætu lagt fjársektir á þá sem reyna að ferðast frá Englandi Breska ríkisstjórnin ætlar að leggja hundruð þúsunda króna sekt á Englendinga sem reyna að ferðast til útlanda fyrir lok júní. Sektirnar eru hluti af hertum aðgerðum breskra stjórnvalda á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2021 10:32
Kynnti langtímaáætlun um tilslakanir næstu tvo mánuði Dönsk stjórnvöld komust í kvöld að samkomulagi um að danskt samfélag skuli verða opið að mestu þegar allir 50 ára og eldri hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. Þá var kynnt ítarleg langtímaáætlun um tilslakanir á sóttvarnareglum næstu tvo mánuði. 22. mars 2021 23:59